„Bangsar eru í raun partur af fjölskyldunni“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. maí 2024 21:01 Eyja Sigríður, bangsalæknir, með bangsa sem hún saumaði sjálf nýverið. Vísir/Arnar Ekkert verkefni er ómögulegt fyrir Bangsalækninn svokallaða. Að hennar mati eru bangsar partur af fjölskyldunni og fátt veitir henni meiri gleði en að gera þá eins og nýja. Eyja Sigríður Aðalsteinsdóttir hefur alla tíð haft áhuga á saumaskap og sjö ára gömul saumaði hún sinn fyrsta bangsa. Hún stofnaði nýlega Facebook síðuna Eyja bangsalæknir en hún tekur að sér að hjúkra mjúkdýrum sem þurfa á hverskyns aðhlynningu að halda. Verkefnin eru allt frá góðum þvotti og blettahreinsun upp í meiriháttar saumaskap. Þessa dagana er Eyja að hlúa að bangsa sem hefur fengið mikla ást í gegnum árin. „Þetta er Mína Mús, hún er jafn gömul og ég, 27 ára. Hún er mjög vel farin en það voru komin göt og fötin vantaði.“ Talsvert mikil vinna hefur farið í að gera upp hina 27 ára gömlu Mínu Mús, sem meðal annars fékk handmálað kjól frá Bangsalækninum.Aðsend Það reyndist þó þrautinni þyngra að finna rétta efnið í fötin sem þurfti að vera rautt með hvítum doppum. Eyja dó þó ekki ráðalaus. „Ég endaði á að handmála það. Ég gerði stimpla og notaði svo pensla til að dekkja doppurnar.“ Bangsar partur af fjölskyldunni Svona verkefni taka alveg upp í fjóra til fimm daga. Sumir kunna mögulega að spyrja sig hvort það væri ekki hreinlega einfaldast að kaupa nýjan bangsa, en Eyja er ekki á því. „Bangsar eru í raun partur af fjölskyldunni. Nýir bangsar eru ekki sömu bangsarnir. Þeir líta eins út en það er ekki þessi tengsl, ekki þessi ást sem fylgir.“ Uppáhalds verkefnið sem Eyja hefur tekið á sér er þessi kanína. Aðspurð um hvert sé uppáhalds verkefnið hingað til nefnir Eyja þessa kanínu.Aðsend „Hún var alveg grá. Feldurinn var svo skítugur, hún hafði aldrei farið í þvott. Það tók þrjá daga að gera þetta en í lokin var hún eins og ný.“ Ástin og lífið Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Sjá meira
Eyja Sigríður Aðalsteinsdóttir hefur alla tíð haft áhuga á saumaskap og sjö ára gömul saumaði hún sinn fyrsta bangsa. Hún stofnaði nýlega Facebook síðuna Eyja bangsalæknir en hún tekur að sér að hjúkra mjúkdýrum sem þurfa á hverskyns aðhlynningu að halda. Verkefnin eru allt frá góðum þvotti og blettahreinsun upp í meiriháttar saumaskap. Þessa dagana er Eyja að hlúa að bangsa sem hefur fengið mikla ást í gegnum árin. „Þetta er Mína Mús, hún er jafn gömul og ég, 27 ára. Hún er mjög vel farin en það voru komin göt og fötin vantaði.“ Talsvert mikil vinna hefur farið í að gera upp hina 27 ára gömlu Mínu Mús, sem meðal annars fékk handmálað kjól frá Bangsalækninum.Aðsend Það reyndist þó þrautinni þyngra að finna rétta efnið í fötin sem þurfti að vera rautt með hvítum doppum. Eyja dó þó ekki ráðalaus. „Ég endaði á að handmála það. Ég gerði stimpla og notaði svo pensla til að dekkja doppurnar.“ Bangsar partur af fjölskyldunni Svona verkefni taka alveg upp í fjóra til fimm daga. Sumir kunna mögulega að spyrja sig hvort það væri ekki hreinlega einfaldast að kaupa nýjan bangsa, en Eyja er ekki á því. „Bangsar eru í raun partur af fjölskyldunni. Nýir bangsar eru ekki sömu bangsarnir. Þeir líta eins út en það er ekki þessi tengsl, ekki þessi ást sem fylgir.“ Uppáhalds verkefnið sem Eyja hefur tekið á sér er þessi kanína. Aðspurð um hvert sé uppáhalds verkefnið hingað til nefnir Eyja þessa kanínu.Aðsend „Hún var alveg grá. Feldurinn var svo skítugur, hún hafði aldrei farið í þvott. Það tók þrjá daga að gera þetta en í lokin var hún eins og ný.“
Ástin og lífið Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Sjá meira