Kári tekur ábyrgð á stuðningi Víðis og Þórólfs Jón Þór Stefánsson skrifar 10. maí 2024 16:42 „Það má líka leiða að því rök að ég hafi ýtt Þórólfi og Víði til þess að gera hið sama,“ segir Kári um að hann hafi lýsti yfir stuðningi við Katrínu. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa lýst yfir stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda af eigin frumkvæði. Hann segist þó hafa fengið Þórólf Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalækni, og Víði Reynisson, sviðsstjóra almannavarna, til þess að gera slíkt hið sama. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Kára en stuðningur hans, Þórólfs og Víðið í garð Katrínar vakti athygli í morgun. Á meðal þeirra sem velti stuðningnum fyrir sér var Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem einnig sækist eftir embætti forseta Íslands. „Þetta er það fyndnasta og örvæntingarfyllsta og spilltasta sem fram hefur komið. Þrír karlar úr Efri- deild kallaðir á dekk,“ sagði Steinunn. Kári vill meina að hann hafi sjálfur haft frumkvæði af stuðningsyfirlýsingunni. Hann hafi ekki haft samband við kosningateymi hennar. „Enda forðast ég kosningamaskínur eins og heitan eldinn,“ segir Kári. „Það má líka leiða að því rök að ég hafi ýtt Þórólfi og Víði til þess að gera hið sama. Við þrír eigum það nefnilega sameiginlegt að hafa unnið náið með Katrínu meðan Covid-19 faraldurinn gekk yfir þjóðina og þótti okkur hún sýna yfirvegun, visku og réttlæti í því hvernig hún höndlaði þá áskorun. Við höfum sem sagt skoðun á Katrínu sem forsetaframbjóðenda sem er ekki úr lausu lofti gripin heldur byggir hún meðal annars á reynslu okkar af samvinnu við hana um erfitt verkefni.“ Í færslu sinni ræðir Kári um málfrelsi, en hann segir að enginn þremenninganna, hans sjálfs, Þórólfs og Víðis, hafi afsalað sér réttinum til að hafa skoðun á samfélagslegum málefnum. „Afsal á slíkum rétti er ekki hluti af starfslýsingu okkar. Það er hluti af mannréttindum okkar að hafa leyfi til þess að tjá okkur um álitamál í samfélagi okkar sem og um álitafólk eins og forstetaframbjóðendur. Við leggjum áherslu á að í yfirlýsingum okkar var ekki eitt einasta hnjóðsyrði um aðra frambjóðendur enda eru þeir allir gott fólk og vel til þess fallið að sitja hátt í samfélaginu,“ segir Kári. Hann telur þó liggja fyrir að sumir séu á þeirri skoðun að hann og þeir sem hafi unnið með Katrínu eigi ekki að styðja við framboð hennar til forseta Íslands. „Það er hins vegar ljóst á athugasemdum við stuðningsyfirlýsingar okkar að þeir eru til í okkar samfélagi sem líta svo á að það hljóti að vera til einhver regla sem banni þeim sem hafa unnið með Katrínu að styðja hana og/eða sumum störfum fyrir hið opinbera fylgi svifting almennra mannréttinda eins og réttinum til þess að tjá sig um það hvern menn vildu fá sem forseta. Það er margt skrýtið í kýrhausnum.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Sjá meira
Hann segist þó hafa fengið Þórólf Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalækni, og Víði Reynisson, sviðsstjóra almannavarna, til þess að gera slíkt hið sama. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Kára en stuðningur hans, Þórólfs og Víðið í garð Katrínar vakti athygli í morgun. Á meðal þeirra sem velti stuðningnum fyrir sér var Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem einnig sækist eftir embætti forseta Íslands. „Þetta er það fyndnasta og örvæntingarfyllsta og spilltasta sem fram hefur komið. Þrír karlar úr Efri- deild kallaðir á dekk,“ sagði Steinunn. Kári vill meina að hann hafi sjálfur haft frumkvæði af stuðningsyfirlýsingunni. Hann hafi ekki haft samband við kosningateymi hennar. „Enda forðast ég kosningamaskínur eins og heitan eldinn,“ segir Kári. „Það má líka leiða að því rök að ég hafi ýtt Þórólfi og Víði til þess að gera hið sama. Við þrír eigum það nefnilega sameiginlegt að hafa unnið náið með Katrínu meðan Covid-19 faraldurinn gekk yfir þjóðina og þótti okkur hún sýna yfirvegun, visku og réttlæti í því hvernig hún höndlaði þá áskorun. Við höfum sem sagt skoðun á Katrínu sem forsetaframbjóðenda sem er ekki úr lausu lofti gripin heldur byggir hún meðal annars á reynslu okkar af samvinnu við hana um erfitt verkefni.“ Í færslu sinni ræðir Kári um málfrelsi, en hann segir að enginn þremenninganna, hans sjálfs, Þórólfs og Víðis, hafi afsalað sér réttinum til að hafa skoðun á samfélagslegum málefnum. „Afsal á slíkum rétti er ekki hluti af starfslýsingu okkar. Það er hluti af mannréttindum okkar að hafa leyfi til þess að tjá okkur um álitamál í samfélagi okkar sem og um álitafólk eins og forstetaframbjóðendur. Við leggjum áherslu á að í yfirlýsingum okkar var ekki eitt einasta hnjóðsyrði um aðra frambjóðendur enda eru þeir allir gott fólk og vel til þess fallið að sitja hátt í samfélaginu,“ segir Kári. Hann telur þó liggja fyrir að sumir séu á þeirri skoðun að hann og þeir sem hafi unnið með Katrínu eigi ekki að styðja við framboð hennar til forseta Íslands. „Það er hins vegar ljóst á athugasemdum við stuðningsyfirlýsingar okkar að þeir eru til í okkar samfélagi sem líta svo á að það hljóti að vera til einhver regla sem banni þeim sem hafa unnið með Katrínu að styðja hana og/eða sumum störfum fyrir hið opinbera fylgi svifting almennra mannréttinda eins og réttinum til þess að tjá sig um það hvern menn vildu fá sem forseta. Það er margt skrýtið í kýrhausnum.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Sjá meira