Ísland greiddi atkvæði með auknum rétti Palestínu hjá SÞ Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2024 17:53 Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2022. AP/Julia Nikhinson Fulltrúi Íslands greiddi atkvæði með aukinni þátttöku Palestínu í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu þar í dag. Tillagan var samþykkt en Bandaríkin voru eitt níu ríkja sem greiddi atkvæði gegn henni. Niðurstaðan þýðir að fulltrúar Palestínu geta tekið þátt í störfum allsherjarþingsins til jafns við fullgildra aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna. Palestína hefur stöðu áheyrnarríkis þar. Ályktunin var samþykkt með 143 atkvæðum gegn níu en tuttugu og fimm ríki sátu hjá. Aukinn meirihluta þurfti til að samþykkja ályktunina. Jafnframt leggur allsherjarþingið þar til við öryggisráðið að það taki umsókn Palestínu um fulla aðild aftur til skoðunar með jákvæðum hug. Bandaríkin beittu neitunarvaldi gegn slíkri ályktun í síðasta mánuði. Bandaríkin, Kína og Rússland eru öll sögð hafa beitt þrýstingi til þess að fá ályktuninni sem var á endanum samþykkt breytt frá upphaflegum drögum. AP-fréttastofan segir að Rússar og Kínverjar, sem eru einhver ötulustu stuðningsríki aðildar Palestínu, hafi óttast að ályktunin hefði sett fordæmi fyrir aukin réttindi annarra ríkja eins og Taívan og Kósovó. Þannig var fellt niður ákvæði úr ályktunina um að Palestína „standi jöfnum fæti á við aðildarríkin“. Þess í stað ákveði allsherjarþingið að veita Palestínu ákveðin réttindi sem undantekningu og án þess að setja frekara fordæmi. Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, ítrekaði ákall um að Hamas og Ísrael semji um og framfylgi vopnahléi þegar hann gerði grein fyrir atkvæði Íslands á allsherjarþinginu í dag. Framfylgja yrði bráðabirgðaráðstöfunum Alþjóðadómstólsins í Haag og ályktunum öryggisráðsins. Tveggja ríkja lausn væri eina leiðin til friðar. Fréttin hefur verið uppfærð. Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Sjá meira
Niðurstaðan þýðir að fulltrúar Palestínu geta tekið þátt í störfum allsherjarþingsins til jafns við fullgildra aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna. Palestína hefur stöðu áheyrnarríkis þar. Ályktunin var samþykkt með 143 atkvæðum gegn níu en tuttugu og fimm ríki sátu hjá. Aukinn meirihluta þurfti til að samþykkja ályktunina. Jafnframt leggur allsherjarþingið þar til við öryggisráðið að það taki umsókn Palestínu um fulla aðild aftur til skoðunar með jákvæðum hug. Bandaríkin beittu neitunarvaldi gegn slíkri ályktun í síðasta mánuði. Bandaríkin, Kína og Rússland eru öll sögð hafa beitt þrýstingi til þess að fá ályktuninni sem var á endanum samþykkt breytt frá upphaflegum drögum. AP-fréttastofan segir að Rússar og Kínverjar, sem eru einhver ötulustu stuðningsríki aðildar Palestínu, hafi óttast að ályktunin hefði sett fordæmi fyrir aukin réttindi annarra ríkja eins og Taívan og Kósovó. Þannig var fellt niður ákvæði úr ályktunina um að Palestína „standi jöfnum fæti á við aðildarríkin“. Þess í stað ákveði allsherjarþingið að veita Palestínu ákveðin réttindi sem undantekningu og án þess að setja frekara fordæmi. Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, ítrekaði ákall um að Hamas og Ísrael semji um og framfylgi vopnahléi þegar hann gerði grein fyrir atkvæði Íslands á allsherjarþinginu í dag. Framfylgja yrði bráðabirgðaráðstöfunum Alþjóðadómstólsins í Haag og ályktunum öryggisráðsins. Tveggja ríkja lausn væri eina leiðin til friðar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Sjá meira