Forsetakosningar á Eyrarbakka – munu sakna buffsins frá Guðna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. maí 2024 20:05 Elín Eyrún Herbertsdóttir, (t.v.), sem er í 9. bekk og Bryndís Rós van Duin, sem er í 10. bekk en þær sáu um að merkja við nemendur og afhenda þeim kjörseðlana í kosningunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón Gnarr verður næsti forseti Íslands ef marka má forsetakosningar, sem fóru fram í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri í dag. Einn nemandi gaf Baldri Þórhallssyni sitt atkvæði því hann á kött, sem heitir Baldur. Það var spennan í loftinu í skólanum í morgun þegar kosningarnar fóru fram en reynt að líkja eins mikið og hægt var eftir alvöru forsetakosningum. Síðustu daga hafa nemendur kynnt sér vel alla frambjóðendur og reynt að fylgjast með umræðunni í fjölmiðlum. „Við vildum finna út úr því hvað krökkunum finnst hérna í 7. til 10. bekk og finna út hvort þetta eigi eftir að vera eitthvað svipað og úrslitin verða 1. júní eða hvort þetta verður svipað skoðanakönnunum og svo líka að fræða þau um lýðræði, hvernig er pælingin á bak við þetta, af hverju að kjósa, er kosningarétturinn mikilvægur,” segir Charlotte Sigrid á Kósini, kennari á Eyrarbakka. Charlotte Sigrid á Kósini kennari á Eyrarbakka, sem var allt í öllu varðandi skipulag og framkvæmd kosninganna í skólanum í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um var að ræða 50 nemendur, 25 stráka og 25 stelpur, engir kennarar eða aðrir starfsmenn skólans fengu að kjósa. Kosningaþátttaka var 70% og auðir og ógildir seðlar voru átta. Hlutfall utankjörfundaratkvæða var 2,8%. „Við höfum það hlutverk að skrá alla, sem taka þátt í kosningunni og passa upp á að allir kjósi. Þetta er mjög skemmtilegt,“ segja vinkonurnar Elín Eyrún Herbertsdóttir, sem er í 9. Bekk og Bryndís Rós Van–Duin, sem er í 10. bekk En má ég spyrja, hvað kusuð þið? „Jón Gnarr, Jón Gnarr, ef þú ert eldri en átján þá myndi ég kjósa hann. Já, ég er sammála,” segir vinirnir Kristinn Georg Guðnason, sem er í 7. bekk og Orri Fannar Jónsson, sem er líka í 7. bekk. Kristinn Georg Guðnason, sem er í 7. bekk og Orri Fannar Jónsson, sem er líka í 7. bekk en þeir kusu báðir Jón Gnarr.Magnús Hlynur Hreiðarsson Var þetta erfitt val? „Smá, já, svolítið jú smá”. En eigið þið eftir að sakna Guðna forseta? „Alveg svakalega, já mjög, því hann er alltaf með buffið, við eigum eftir að sakna þess,” segja vinkonurnar Berta Sóley Grímsdóttir, nemandi í 10. bekk og Amelía Ósk Atladóttir, sem er líka í 10. bekk. Berta Sóley Grétarsdóttir, nemandi í 10. bekk og Amelía Ósk Atladóttir, sem er líka í 10. Bekk segjast eftir að sakna Guðna forseta og buffsins, sem hann er svo oft með.Magnús Hlynur Hreiðarsson Má á ég spyrja þig hvern þú kaust? „Baldur því hann er með safna nafn á kötturinn minn“, segir Lúkas Örn Sigurðsson, nemandi í 9. bekk. Lúkas Örn Sigurðsson, nemandi í 9. bekk, sem kaus Baldur en köttur Lúkasar heitir því nafni og því fannst honum tilvalið að kjósa hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kosningarnar gengu vel og brutu upp skólastarfið í skólanum í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Forsetakosningar 2024 Grunnskólar Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Sjá meira
Það var spennan í loftinu í skólanum í morgun þegar kosningarnar fóru fram en reynt að líkja eins mikið og hægt var eftir alvöru forsetakosningum. Síðustu daga hafa nemendur kynnt sér vel alla frambjóðendur og reynt að fylgjast með umræðunni í fjölmiðlum. „Við vildum finna út úr því hvað krökkunum finnst hérna í 7. til 10. bekk og finna út hvort þetta eigi eftir að vera eitthvað svipað og úrslitin verða 1. júní eða hvort þetta verður svipað skoðanakönnunum og svo líka að fræða þau um lýðræði, hvernig er pælingin á bak við þetta, af hverju að kjósa, er kosningarétturinn mikilvægur,” segir Charlotte Sigrid á Kósini, kennari á Eyrarbakka. Charlotte Sigrid á Kósini kennari á Eyrarbakka, sem var allt í öllu varðandi skipulag og framkvæmd kosninganna í skólanum í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um var að ræða 50 nemendur, 25 stráka og 25 stelpur, engir kennarar eða aðrir starfsmenn skólans fengu að kjósa. Kosningaþátttaka var 70% og auðir og ógildir seðlar voru átta. Hlutfall utankjörfundaratkvæða var 2,8%. „Við höfum það hlutverk að skrá alla, sem taka þátt í kosningunni og passa upp á að allir kjósi. Þetta er mjög skemmtilegt,“ segja vinkonurnar Elín Eyrún Herbertsdóttir, sem er í 9. Bekk og Bryndís Rós Van–Duin, sem er í 10. bekk En má ég spyrja, hvað kusuð þið? „Jón Gnarr, Jón Gnarr, ef þú ert eldri en átján þá myndi ég kjósa hann. Já, ég er sammála,” segir vinirnir Kristinn Georg Guðnason, sem er í 7. bekk og Orri Fannar Jónsson, sem er líka í 7. bekk. Kristinn Georg Guðnason, sem er í 7. bekk og Orri Fannar Jónsson, sem er líka í 7. bekk en þeir kusu báðir Jón Gnarr.Magnús Hlynur Hreiðarsson Var þetta erfitt val? „Smá, já, svolítið jú smá”. En eigið þið eftir að sakna Guðna forseta? „Alveg svakalega, já mjög, því hann er alltaf með buffið, við eigum eftir að sakna þess,” segja vinkonurnar Berta Sóley Grímsdóttir, nemandi í 10. bekk og Amelía Ósk Atladóttir, sem er líka í 10. bekk. Berta Sóley Grétarsdóttir, nemandi í 10. bekk og Amelía Ósk Atladóttir, sem er líka í 10. Bekk segjast eftir að sakna Guðna forseta og buffsins, sem hann er svo oft með.Magnús Hlynur Hreiðarsson Má á ég spyrja þig hvern þú kaust? „Baldur því hann er með safna nafn á kötturinn minn“, segir Lúkas Örn Sigurðsson, nemandi í 9. bekk. Lúkas Örn Sigurðsson, nemandi í 9. bekk, sem kaus Baldur en köttur Lúkasar heitir því nafni og því fannst honum tilvalið að kjósa hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kosningarnar gengu vel og brutu upp skólastarfið í skólanum í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Forsetakosningar 2024 Grunnskólar Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Sjá meira