Búum til börn Ingibjörg Isaksen skrifar 11. maí 2024 07:01 Lög um fæðingarorlof tryggja foreldrum rétt til þess að hlúa að nýfæddu barni sínu, í dag lítur fólk á þennan rétt sem sjálfsagðan hlut en hann hefur svo sannarlega ekki alltaf verið það. Fyrir þessum rétti hefur verið barist og þar hefur Framsókn staðið vaktina í gegnum tíðina og tryggt réttindi fyrir foreldra og börn þeirra. Páll Pétursson kom með frumvarp um fæðingar- og foreldraorlof árið 2000 og Ásmundur Einar Daðason fylgdi því eftir með frumvarpi að nýjum heildarlögum um fæðingarorlof árið 2020. Aukið jafnrétti Frá því að lögin voru fyrst sett hafa þau tekið töluverðum breytingum í takt við auknar kröfur í samfélaginu um að koma til móts við fjölskyldur í landinu. Það má með sanni segja að lög um fæðingarorlof hafi verið besta tækið til þess að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og í fjölskyldulífi. Merkja má áhrif laganna á stöðu kvenna á vinnumarkað og þá má segja að fáar aðgerðir stjórnvalda hafa leitt til meira jafnréttis kynjanna en þegar komið var á sjálfstæðum rétti foreldra til orlofs. Sjálfstæður réttur hvors foreldris um sig er í dag 6 mánuðir en heimilt er að framselja allt að 6 vikur til hins foreldris. Í dag taka feður fullan þátt í lífi og uppeldi barna sinna og gera má ráð fyrir því að lög um fæðingarorlof eigi ríkan þátt í því. Hærri greiðslur Launamunur kynjanna á vinnumarkaði er þó engu að síður staðreynd og hefur haft afleiðingar á jafnrétti kynjanna og töku feðra á fæðingarorlofi. Kallað hefur verið eftir að hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði hækki svo hægt sé í raun að tryggja jafnan rétt kynjanna til orlofs. Því kalli hefur nú verið svarað og er sú aðgerð einn liður í aðgerðum stjórnvalda til þess að liðka fyrir kjarasamningum. Til að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna og stuðla að markmið fæðingarorlofskerfisins um samvistir barna við báða foreldra og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs nái fram að ganga verða hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði hækkaðar í þremur áföngum á næstu tveimur árum. Greiðslurnar verða hækkaðar úr 600.000 þúsund krónum á mánuði í 700.000 kr. m.v. þann 1. apríl síðastliðinn, aftur verður upphæðin hækkuð 1. janúar 2025 í 800.000 kr. og svo frá og með 1. janúar 2026 í 900.000 kr. Brjótum múrinn Ríkisstjórnin hefur með þessum aðgerðum tryggt umgjörð sem tryggir barni samvistir við báða foreldra sína og gera þeim kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf með betri hætti. Nú er það landsmanna að búa til börn. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands erum við Íslendingar rétt tæplega 380 þúsund. Það er verðugt markmið að stefna að því að ná að brjóta 400.000 mannfjölda múrinn sem fyrst. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Fæðingarorlof Börn og uppeldi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Lög um fæðingarorlof tryggja foreldrum rétt til þess að hlúa að nýfæddu barni sínu, í dag lítur fólk á þennan rétt sem sjálfsagðan hlut en hann hefur svo sannarlega ekki alltaf verið það. Fyrir þessum rétti hefur verið barist og þar hefur Framsókn staðið vaktina í gegnum tíðina og tryggt réttindi fyrir foreldra og börn þeirra. Páll Pétursson kom með frumvarp um fæðingar- og foreldraorlof árið 2000 og Ásmundur Einar Daðason fylgdi því eftir með frumvarpi að nýjum heildarlögum um fæðingarorlof árið 2020. Aukið jafnrétti Frá því að lögin voru fyrst sett hafa þau tekið töluverðum breytingum í takt við auknar kröfur í samfélaginu um að koma til móts við fjölskyldur í landinu. Það má með sanni segja að lög um fæðingarorlof hafi verið besta tækið til þess að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og í fjölskyldulífi. Merkja má áhrif laganna á stöðu kvenna á vinnumarkað og þá má segja að fáar aðgerðir stjórnvalda hafa leitt til meira jafnréttis kynjanna en þegar komið var á sjálfstæðum rétti foreldra til orlofs. Sjálfstæður réttur hvors foreldris um sig er í dag 6 mánuðir en heimilt er að framselja allt að 6 vikur til hins foreldris. Í dag taka feður fullan þátt í lífi og uppeldi barna sinna og gera má ráð fyrir því að lög um fæðingarorlof eigi ríkan þátt í því. Hærri greiðslur Launamunur kynjanna á vinnumarkaði er þó engu að síður staðreynd og hefur haft afleiðingar á jafnrétti kynjanna og töku feðra á fæðingarorlofi. Kallað hefur verið eftir að hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði hækki svo hægt sé í raun að tryggja jafnan rétt kynjanna til orlofs. Því kalli hefur nú verið svarað og er sú aðgerð einn liður í aðgerðum stjórnvalda til þess að liðka fyrir kjarasamningum. Til að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna og stuðla að markmið fæðingarorlofskerfisins um samvistir barna við báða foreldra og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs nái fram að ganga verða hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði hækkaðar í þremur áföngum á næstu tveimur árum. Greiðslurnar verða hækkaðar úr 600.000 þúsund krónum á mánuði í 700.000 kr. m.v. þann 1. apríl síðastliðinn, aftur verður upphæðin hækkuð 1. janúar 2025 í 800.000 kr. og svo frá og með 1. janúar 2026 í 900.000 kr. Brjótum múrinn Ríkisstjórnin hefur með þessum aðgerðum tryggt umgjörð sem tryggir barni samvistir við báða foreldra sína og gera þeim kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf með betri hætti. Nú er það landsmanna að búa til börn. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands erum við Íslendingar rétt tæplega 380 þúsund. Það er verðugt markmið að stefna að því að ná að brjóta 400.000 mannfjölda múrinn sem fyrst. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun