Lífið

93 ára og 90 ára söng­fuglar á Suður­landi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Ingibjörg Helga Guðmundsdóttir 90 ára félagi í Hörpukórnum á Selfossi (frá vinstri) og Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir 93 ára félagi í Hörpukórnum á Selfossi. Þær eru báðar alltaf svo hressar og kátar og finnst fátt skemmtilegra en að syngja með Hörpukórnum. Stjórnandi kórsins er Stefán Þorleifsson.
Ingibjörg Helga Guðmundsdóttir 90 ára félagi í Hörpukórnum á Selfossi (frá vinstri) og Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir 93 ára félagi í Hörpukórnum á Selfossi. Þær eru báðar alltaf svo hressar og kátar og finnst fátt skemmtilegra en að syngja með Hörpukórnum. Stjórnandi kórsins er Stefán Þorleifsson. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þú ert aldrei of gamall eða gömul til að syngja í kór en það þekkir Ingibjörg Helga, sem er 90 ára og Steinunn Aðalbjörg, sem er 93 ára og syngja saman í kór á Selfossi og Reynir, sem er 90 ár og syngur í kór í Vík í Mýrdal.

Hér er ég mættu á æfingu hjá Hörpukórnum á Selfossi en það er fjölmennur kór eldri borgara, sem vekur alls staðar athygli þar sem hann kemur fram. Tvær í kórnum kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að söng og háum aldri í kór. Ingibjörg Helga hefur sungið í kór frá því að hún var 15 ára og Steinunn Aðalbjörg frá því að hún var 20 ára.

En hvað er söngurinn að gefa þeim?

„Bara léttir lífið, bara gleði og ánægju, ekkert annað. Þetta er frábær og dásamlegur kór, það er yndislegt að fá að syngja með svona glöðu fólki og góður söngstjóri, léttur og kátur,” segja þær stöllur.

Og ætlið þið bara að halda áfram að syngja þangað til að yfir líkur?

„Já, já, á meðan röddin gefur sig ekki, þá höldum við áfram alveg ótrauðar.”

Hörpukórinn á Selfossi, sem er skipaður eldri borgurum í bæjarfélaginu. Stjórnandi er Stefán Þorleifsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Og þá er það Kammerkórinn í Vík í Mýrdal, sem er að gera góða hluti en þar er Reynir Ragnarsson, fyrrverandi lögreglumaður í Vík í kórnum en hann syngur í þremur öðrum kórum á svæðinu.

„Ég má þakka fyrir hvað ég hef röddina enn þá. Söngurinn gefur mér gríðarlega mikið enda hef ég alltaf haft gaman af söng og vil helst alltaf vera þar sem verið er að syngja,” segir Reynir.

Reynir Ragnarsson, sem er 90 ára félagi í Kammerkórnum í Vík í Mýrdal en hann syngur í þremur öðrum kórum á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Og þú ætlar að halda áfram að syngja?

„Já meðan ég hef rödd til þess þá geri ég það og hef gaman af því og á meðan fólk vill hafa mig í kórnum með sér,” segir Reynir hlægjandi.

Kammerkórinn í Vík í Mýrdal þar sem Reynir er einn af félögum kórsins. Stjórnandi kórsins er Alexandra Chernyshova.Magnús Hlynur Hreiðarsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.