Hollenska söngvaranum bannað að keppa í kjölfar „hótana“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2024 10:40 Joost Klein á sviði í Malmö á fimmtudaginn. EBU/Corinne Cumming Hollenska söngvaranum Joost Klein hefur verið meinað að keppa í úrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Forsvarsmenn söngvakeppninnar lýstu því yfir í dag, eftir að hann var yfirheyrður í gær. Áður var talað um að upptaka af framkomu Klein á fimmtudaginn yrði spiluð í kvöld en nú segja forsvarsmenn Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) að Hollendingar verði ekki með í keppninni að svo stöddu. Fréttin hefur verið uppfærð. Í yfirlýsingu frá EBU segir að kona sem vinnur við söngvakeppnina hafi kvartað yfir Klein í kjölfar þess að hann flutti lag sitt Europapa á fimmtudagskvöldið. Kvörtunin, sem sögð er snúast um „hótanir“ er til rannsóknar hjá lögreglu í Svíþjóð og var Klein yfirheyrður í gær. Í yfirlýsingunni segir að enginn annar tónlistarmaður komi að þessu atviki. Þar segir einnig að engin „óviðeigandi hegðun“ sé liðin þegar kemur að Eurovision. Hegðun Klein hafi verið metin sem brot á reglum keppninnar. Klein fékk ekki að taka þátt í æfingum á Eurovision í gær og voru einu útskýringar EBU þær að það væri vegna „atviks“ frá því á fimmtudaginn. Fjölmiðlar í Svíþjóð og Hollandi sögðu frá því í morgun að lögreglan hefði „ólöglegar hótanir“ í garð starfsmann söngvakeppninnar til rannsóknar. Málið væri komið á borð saksóknara í Svíþjóð og þeirra væri að ákveða hvort hann yrði ákærður. Það gæti tekið saksóknarar nokkrar vikur að taka þá ákvörðun. Hollenski miðillinn NOS hefur eftir forsvarsmönnum NPO, sambands ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands, að ákvörðunin sé mikil vonbrigði fyrir milljónir aðdáenda Eurovision í Hollandi og víðar í Evrópu. Farið verði ítarlega í saumana á atvikinu og ákvörðuninni. Forsvarsmenn AVROTROS, ríkisrekinnar stöðvar sem er aðili að NPO, segja ákvörðunina ekki vera í samræmi við hið meinta brot en lítið er vitað um það. We hebben kennis genomen van de diskwalificatie door de EBU. @AVROTROS vindt de diskwalificatie disproportioneel en is geschokt door de beslissing. We betreuren het enorm en komen er later inhoudelijk op terug. #eurovision2024 #europapa #joostklein pic.twitter.com/OBBLl2mU5x— Songfestival (@songfestival) May 11, 2024 Eurovision Holland Svíþjóð Tengdar fréttir Spáir Ísrael sigri í Eurovision Eden Golan frá Ísrael er skyndilega talin næstlíklegust til að bera sigur úr býtum í Eurovision í ár með laginu Hurricane. Eurovision-aðdáandi segir þetta ekki koma á óvart og telur raunar að keppnin verði haldin í Tel Aviv að ári. 10. maí 2024 21:01 Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2024 00:08 Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. 9. maí 2024 21:14 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Áður var talað um að upptaka af framkomu Klein á fimmtudaginn yrði spiluð í kvöld en nú segja forsvarsmenn Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) að Hollendingar verði ekki með í keppninni að svo stöddu. Fréttin hefur verið uppfærð. Í yfirlýsingu frá EBU segir að kona sem vinnur við söngvakeppnina hafi kvartað yfir Klein í kjölfar þess að hann flutti lag sitt Europapa á fimmtudagskvöldið. Kvörtunin, sem sögð er snúast um „hótanir“ er til rannsóknar hjá lögreglu í Svíþjóð og var Klein yfirheyrður í gær. Í yfirlýsingunni segir að enginn annar tónlistarmaður komi að þessu atviki. Þar segir einnig að engin „óviðeigandi hegðun“ sé liðin þegar kemur að Eurovision. Hegðun Klein hafi verið metin sem brot á reglum keppninnar. Klein fékk ekki að taka þátt í æfingum á Eurovision í gær og voru einu útskýringar EBU þær að það væri vegna „atviks“ frá því á fimmtudaginn. Fjölmiðlar í Svíþjóð og Hollandi sögðu frá því í morgun að lögreglan hefði „ólöglegar hótanir“ í garð starfsmann söngvakeppninnar til rannsóknar. Málið væri komið á borð saksóknara í Svíþjóð og þeirra væri að ákveða hvort hann yrði ákærður. Það gæti tekið saksóknarar nokkrar vikur að taka þá ákvörðun. Hollenski miðillinn NOS hefur eftir forsvarsmönnum NPO, sambands ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands, að ákvörðunin sé mikil vonbrigði fyrir milljónir aðdáenda Eurovision í Hollandi og víðar í Evrópu. Farið verði ítarlega í saumana á atvikinu og ákvörðuninni. Forsvarsmenn AVROTROS, ríkisrekinnar stöðvar sem er aðili að NPO, segja ákvörðunina ekki vera í samræmi við hið meinta brot en lítið er vitað um það. We hebben kennis genomen van de diskwalificatie door de EBU. @AVROTROS vindt de diskwalificatie disproportioneel en is geschokt door de beslissing. We betreuren het enorm en komen er later inhoudelijk op terug. #eurovision2024 #europapa #joostklein pic.twitter.com/OBBLl2mU5x— Songfestival (@songfestival) May 11, 2024
Eurovision Holland Svíþjóð Tengdar fréttir Spáir Ísrael sigri í Eurovision Eden Golan frá Ísrael er skyndilega talin næstlíklegust til að bera sigur úr býtum í Eurovision í ár með laginu Hurricane. Eurovision-aðdáandi segir þetta ekki koma á óvart og telur raunar að keppnin verði haldin í Tel Aviv að ári. 10. maí 2024 21:01 Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2024 00:08 Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. 9. maí 2024 21:14 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Spáir Ísrael sigri í Eurovision Eden Golan frá Ísrael er skyndilega talin næstlíklegust til að bera sigur úr býtum í Eurovision í ár með laginu Hurricane. Eurovision-aðdáandi segir þetta ekki koma á óvart og telur raunar að keppnin verði haldin í Tel Aviv að ári. 10. maí 2024 21:01
Ísrael skyndilega talið líklegt til að vinna Eurovision Hin tvítuga Eden Golan frá Ísrael er talin næstlíklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár með laginu Hurrycane. Ísrael rauk upp í veðbönkum í kvöld eftir að framlagið tryggði sér sæti á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2024 00:08
Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. 9. maí 2024 21:14