Planið var að slá heimsmet í skíðastökki, en heimsmetið í skíðastökki var 253,5 metrar og í eigu Austurríkismannsins Stefan Kraft. Japaninn stökk svo 291 metra, en stökkið uppfyllti ekki næg skilyrði til að verða skráð sem heimsmet. Stökkið er þó lengsta skíðastökk sem framkvæmt hefur verið.
Í myndbandinu kemur fram að ekki hafi verið til nógu stór skíðastökkpallur í heiminum, þannig þeir þurftu að smíða sinn eigin. Fram kemur að leitað hafi verið að hinni fullkomnu brekku um allan heiminn, og endað í Hlíðarfjalli. Stökkpallurinn var svo smíðaður af verkfræðistofunni COWI á Akureyri í samstarfi við redbull.
Kobayashi var á Akureyri í nokkrar vikur í stífum æfingum og gerði margar atlögur að metinu.