Arteta hælir Ten Hag og vonast til að hann haldi áfram Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 11:01 Mikel Arteta og Erik ten Hag hafa verið í afar ólíkum málum í ensku úrvalsdeildinni í vetur en eiga báðir möguleika á að ljúka leiktíðinni með titli. Getty/David Price Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, þarf að skáka Erik ten Hag í dag til að halda í við Manchester City í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Ten Hag berst hins vegar fyrir lífi sínu sem stjóri Manchester United. United og Arsenal mætast á Old Trafford í dag og er Arsenal talið mun sigurstranglegra, þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn af síðustu sextán deildarleikjum sínum á þessum velli. Ten Hag veitir ekki af sigri í baráttu sinni um að halda starfinu, eftir hroðalegt tap gegn Crystal Palace í síðasta leik sem olli því að United er í 8. sæti. Arteta gerði hins vegar ekki annað en að hrósa kollega sínum á blaðamannafundi, þegar hann var spurður út í stöðu hans: „Ég get bara talað um hann sem þjálfara. Hann er framúrskarandi þjálfari. Ég dáist að liðunum hans, bæði Ajax og United,“ sagði Arteta. 🚨🚨🎙️| Mikel Arteta on Erik ten Hag: “I can only talk about what I think about him as a coach. He's an excellent coach. I admire his teams, both Ajax and #mufc.” pic.twitter.com/4QvLMQPzbt— centredevils. (@centredevils) May 11, 2024 „Vonandi fær hann lengri tíma því við erum kollegar og við vitum hvað þessi deild er erfið, og hve lítið má út af bregða. Vonandi verður það þannig því hann er frábær þjálfari,“ sagði Arteta og kvaðst bera gríðarlega virðingu fyrir Ten Hag, og skilja hverju hann væri að reyna að ná fram hjá United. Ten Hag var spurður hvort að hann sæi eftir því að hafa tekið við United, nú þegar ítrekað heyrist orðrómur um að hann verði látinn fara eftir tímabilið. „Ég sé ekki eftir því í eitt augnablik. Þetta er risastór klúbbur. Maður þekkir ekki áskoranirnar fyrr en maður stendur frammi fyrir þeim. En ég vildi þessa áskorun,“ sagði Ten Hag sem stýrði United til sigurs í enska deildabikarnum í fyrra, á sinni fyrstu leiktíð, eftir sex ára bið félagsins eftir titli. Annar titill gæti mögulega komið 25. maí þegar liðið mætir Manchester City í bikarúrslitaleik. Enski boltinn Tengdar fréttir Ten Hag segir að eigendur United séu skynsamir og muni ekki reka hann Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að eigendur félagsins muni ekki reka hann þar sem þeir búi yfir heilbrigðri skynsemi. 10. maí 2024 23:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
United og Arsenal mætast á Old Trafford í dag og er Arsenal talið mun sigurstranglegra, þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn af síðustu sextán deildarleikjum sínum á þessum velli. Ten Hag veitir ekki af sigri í baráttu sinni um að halda starfinu, eftir hroðalegt tap gegn Crystal Palace í síðasta leik sem olli því að United er í 8. sæti. Arteta gerði hins vegar ekki annað en að hrósa kollega sínum á blaðamannafundi, þegar hann var spurður út í stöðu hans: „Ég get bara talað um hann sem þjálfara. Hann er framúrskarandi þjálfari. Ég dáist að liðunum hans, bæði Ajax og United,“ sagði Arteta. 🚨🚨🎙️| Mikel Arteta on Erik ten Hag: “I can only talk about what I think about him as a coach. He's an excellent coach. I admire his teams, both Ajax and #mufc.” pic.twitter.com/4QvLMQPzbt— centredevils. (@centredevils) May 11, 2024 „Vonandi fær hann lengri tíma því við erum kollegar og við vitum hvað þessi deild er erfið, og hve lítið má út af bregða. Vonandi verður það þannig því hann er frábær þjálfari,“ sagði Arteta og kvaðst bera gríðarlega virðingu fyrir Ten Hag, og skilja hverju hann væri að reyna að ná fram hjá United. Ten Hag var spurður hvort að hann sæi eftir því að hafa tekið við United, nú þegar ítrekað heyrist orðrómur um að hann verði látinn fara eftir tímabilið. „Ég sé ekki eftir því í eitt augnablik. Þetta er risastór klúbbur. Maður þekkir ekki áskoranirnar fyrr en maður stendur frammi fyrir þeim. En ég vildi þessa áskorun,“ sagði Ten Hag sem stýrði United til sigurs í enska deildabikarnum í fyrra, á sinni fyrstu leiktíð, eftir sex ára bið félagsins eftir titli. Annar titill gæti mögulega komið 25. maí þegar liðið mætir Manchester City í bikarúrslitaleik.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ten Hag segir að eigendur United séu skynsamir og muni ekki reka hann Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að eigendur félagsins muni ekki reka hann þar sem þeir búi yfir heilbrigðri skynsemi. 10. maí 2024 23:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sjá meira
Ten Hag segir að eigendur United séu skynsamir og muni ekki reka hann Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að eigendur félagsins muni ekki reka hann þar sem þeir búi yfir heilbrigðri skynsemi. 10. maí 2024 23:30