Vonar að pabbi sinn komist ekki á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 11:30 Mads Mensah í baráttu við Ými Örn Gíslason í leik á einu fjölmargra stórmóta sem Mensah hefur spilað á; EM 2022. Getty/Sanjin Strukic Sá böggull fylgir skammrifi fyrir bestu handboltamenn heims að á meðan að þeir eru önnum kafnir við stórmót landsliða og með félagsliðum, þá missa þeir af dýrmætum tíma með fjölskyldunni. Þetta þekkir Mads Mensah, einn af heimsmeisturum danska landsliðsins, til að mynda vel en Danir hafa átt einstakri velgengni að fagna síðustu ár og því fylgja sífellt fleiri leikir og fleiri mót. Í sumar eru svo Ólympíuleikarnir í París á dagskrá og Mensah hefur fengið skýr skilaboð frá börnum sínum varðandi það. „Þó að það geti alveg verið skemmtilegt að pabbi spili handbolta þá hefur elsta dóttir mín sagt að hún voni að ég verði ekki valinn [í ÓL-hópinn], svo að við höfum meiri tíma til að njóta saman,“ sagði Mensah við TV 2 Sport. Mads Mensah hefur verið lengi að og er hér í greipum Sverre Jakobssonar á HM 2015.Getty/Christof Koepsel Mensah segir börnin hafa fengið að koma með á stórmót og upplifa skemmtilega hluti en að það geti einnig verið erfitt að vera sífellt á stórmótum. Það eigi við um bæði unga sem aldna. „Þetta felur í sér mikinn missi en sem betur fer fær maður líka mikið út úr þessum ferðum. Það er erfitt að fara út um dyrnar en það sýnir líka að okkur líður vel saman og viljum verja tíma hvert með öðru,“ sagði Mensah. Rólegur yfir því hvort hann fái sæti TV 2 bendir á að það sé ólíklegt að landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen verði með börn Mensah í huga við val á ólympíuhópnum. Það sé hins vegar alls ekki öruggt að Mensah fái þar sæti, enda hópurinn minni en til að mynda á EM og HM. „Það róar mann að vita til þess að ég hef verið með á öllum stórmótum síðan 2013 og ef að ég missi af einu þá er það bara þannig. Það sem gæti svekkt mann mest er ef manni liði eins og maður hefði getað gert meira. Ég hef hins vegar ekki áhyggjur af því að ég sitji og hugsi þannig í sumar, að ég hefði getað gert margt öðruvísi,“ sagði Mensah. Ólympíuleikarnir standa yfir frá 26. júlí til 11. ágúst og byrja Danir á leik við Frakka 27. júlí. Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Þetta þekkir Mads Mensah, einn af heimsmeisturum danska landsliðsins, til að mynda vel en Danir hafa átt einstakri velgengni að fagna síðustu ár og því fylgja sífellt fleiri leikir og fleiri mót. Í sumar eru svo Ólympíuleikarnir í París á dagskrá og Mensah hefur fengið skýr skilaboð frá börnum sínum varðandi það. „Þó að það geti alveg verið skemmtilegt að pabbi spili handbolta þá hefur elsta dóttir mín sagt að hún voni að ég verði ekki valinn [í ÓL-hópinn], svo að við höfum meiri tíma til að njóta saman,“ sagði Mensah við TV 2 Sport. Mads Mensah hefur verið lengi að og er hér í greipum Sverre Jakobssonar á HM 2015.Getty/Christof Koepsel Mensah segir börnin hafa fengið að koma með á stórmót og upplifa skemmtilega hluti en að það geti einnig verið erfitt að vera sífellt á stórmótum. Það eigi við um bæði unga sem aldna. „Þetta felur í sér mikinn missi en sem betur fer fær maður líka mikið út úr þessum ferðum. Það er erfitt að fara út um dyrnar en það sýnir líka að okkur líður vel saman og viljum verja tíma hvert með öðru,“ sagði Mensah. Rólegur yfir því hvort hann fái sæti TV 2 bendir á að það sé ólíklegt að landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen verði með börn Mensah í huga við val á ólympíuhópnum. Það sé hins vegar alls ekki öruggt að Mensah fái þar sæti, enda hópurinn minni en til að mynda á EM og HM. „Það róar mann að vita til þess að ég hef verið með á öllum stórmótum síðan 2013 og ef að ég missi af einu þá er það bara þannig. Það sem gæti svekkt mann mest er ef manni liði eins og maður hefði getað gert meira. Ég hef hins vegar ekki áhyggjur af því að ég sitji og hugsi þannig í sumar, að ég hefði getað gert margt öðruvísi,“ sagði Mensah. Ólympíuleikarnir standa yfir frá 26. júlí til 11. ágúst og byrja Danir á leik við Frakka 27. júlí.
Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira