Góður málsvari íslenskrar menningar Kristín Huld Sigurðardóttir skrifar 12. maí 2024 18:01 Ég hafði verið forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins í átta ár, þegar Katrín Jakobsdóttir tók við sem mennta- og menningarmálaráðherra árið 2009. Frá fyrsta degi sýndi hún málefnum fornleifa brennandi áhuga, rétt eins og öðrum sviðum menningarmála. Hún var sú fyrsta af ráðherrum málaflokksins sem þáði boð um að koma í heimsókn og kynna sér hvað starfsfólk Fornleifaverndarinnar var að fást við. Hún hlustaði á það sem við höfðum að segja. Hún var þægileg, áhugasöm og jákvæð. Ég var ekki alltaf sátt við niðurstöður ráðuneytisins en öll okkar samskipti voru hreinskiptin og fagleg. Katrín var afbragðsgóður ráðherra verndar og vörslu menningarminja. Undir hennar stjórn voru Þjóðminjalög endurskoðuð og ný, farsæl lög um menningarminjar voru sett árið 2012. Fornleifavernd ríkisins og húsafriðunarnefnd voru sameinaðar og Minjastofnun Íslands tók til starfa. Unnið var að fjölda spennandi verkefna í ráðherratíð Katrínar, sem hún tók þátt í. Meðal þeirra var evrópsk ráðstefna um nýtingu fjarkönnunar, svo sem gervihnatta við að skrá minjar. Tækni, sem sýnir m. a. minjar á sjávarbotni, í þéttvöxnum skógi og víðar sem önnur tækni nær ekki til. Katrín sló í gegn og var ljóst af umræðum næstu árin að ráðstefnugestir fylgdust með henni. Önnur áhugaverð verkefni frá þessum tíma voru samkeppni um bætta miðlun og aðgengi að minjunum í Stöng í Þjórsárdal og opnun minjagarðsins á Skriðuklaustri og undirritun verndaráætlunar minjanna. Hvaða umsögn, fær fyrrverandi ráðherra frá fyrrverandi forstöðumanni ? Katrín setur sig vel inn í málin. Það er gaman að ræða við hana. Hún hefur kímnigáfu. Hún er hlý og hefur mikla útgeislun. Hún er afburðagreind eins og alkunna er. Hún talar hin ýmsu tungumál, þeirra á meðal Norðurlandamálin, sem er nauðsynlegt fyrir forseta Íslands. Hún er vel tengd og nýtur virðingar erlendis. Núna þegar hún er hætt í stjórnmálum og gefur kost á sér sem forseti er enginn vafi í mínum huga að íslensk menning fær ekki betri vin í næsta forseta, jafnvel þótt margt ágætt fólk úr menningunni sé í framboði. Katrín fær atkvæðið mitt. Höfundur er með Phd. gráðu í fornleifafræði og fyrrverandi forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins og Minjastofnunar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hafði verið forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins í átta ár, þegar Katrín Jakobsdóttir tók við sem mennta- og menningarmálaráðherra árið 2009. Frá fyrsta degi sýndi hún málefnum fornleifa brennandi áhuga, rétt eins og öðrum sviðum menningarmála. Hún var sú fyrsta af ráðherrum málaflokksins sem þáði boð um að koma í heimsókn og kynna sér hvað starfsfólk Fornleifaverndarinnar var að fást við. Hún hlustaði á það sem við höfðum að segja. Hún var þægileg, áhugasöm og jákvæð. Ég var ekki alltaf sátt við niðurstöður ráðuneytisins en öll okkar samskipti voru hreinskiptin og fagleg. Katrín var afbragðsgóður ráðherra verndar og vörslu menningarminja. Undir hennar stjórn voru Þjóðminjalög endurskoðuð og ný, farsæl lög um menningarminjar voru sett árið 2012. Fornleifavernd ríkisins og húsafriðunarnefnd voru sameinaðar og Minjastofnun Íslands tók til starfa. Unnið var að fjölda spennandi verkefna í ráðherratíð Katrínar, sem hún tók þátt í. Meðal þeirra var evrópsk ráðstefna um nýtingu fjarkönnunar, svo sem gervihnatta við að skrá minjar. Tækni, sem sýnir m. a. minjar á sjávarbotni, í þéttvöxnum skógi og víðar sem önnur tækni nær ekki til. Katrín sló í gegn og var ljóst af umræðum næstu árin að ráðstefnugestir fylgdust með henni. Önnur áhugaverð verkefni frá þessum tíma voru samkeppni um bætta miðlun og aðgengi að minjunum í Stöng í Þjórsárdal og opnun minjagarðsins á Skriðuklaustri og undirritun verndaráætlunar minjanna. Hvaða umsögn, fær fyrrverandi ráðherra frá fyrrverandi forstöðumanni ? Katrín setur sig vel inn í málin. Það er gaman að ræða við hana. Hún hefur kímnigáfu. Hún er hlý og hefur mikla útgeislun. Hún er afburðagreind eins og alkunna er. Hún talar hin ýmsu tungumál, þeirra á meðal Norðurlandamálin, sem er nauðsynlegt fyrir forseta Íslands. Hún er vel tengd og nýtur virðingar erlendis. Núna þegar hún er hætt í stjórnmálum og gefur kost á sér sem forseti er enginn vafi í mínum huga að íslensk menning fær ekki betri vin í næsta forseta, jafnvel þótt margt ágætt fólk úr menningunni sé í framboði. Katrín fær atkvæðið mitt. Höfundur er með Phd. gráðu í fornleifafræði og fyrrverandi forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins og Minjastofnunar Íslands.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun