Aðdáendur tóku á móti Nemo með fánum og borðum með skilaboðum til stuðnings söngvaranum og kynsegin fólki.
Sviss vann sigur í Eurovision-keppninni sem haldin var í Malmö í Svíþjóð með laginu The Code. Í laginu segir frá þeirri vegferð Nemo sem lauk með því hán fór að skilgreina sig sem kynsegin.

Aðdáendur háns 24 ára Nemo þurftu að bíða nokkuð á flugvellinum þar sem 45 mínútna seinkun varð á fluginu frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Mikil fagnaðarlæti brutust svo út þegar Nemo hitti aðdáendurna þar sem hann var klæddur í peysu með mynd af kanínu sem heldur á gulrót. Söngvarinn spjallaði svo við aðdáendur, lét taka myndir af sér með þeim og gaf eiginhandaáritanir.
Nemo er fyrsti kynsegin þátttakandinn til að vinna Eurovision og er þetta í fyrsta sinn frá árinu 1988 sem Sviss sigrar keppnina. Þá var það hin kanadíska Celine Dion sem vann með laginu Ne partez pas sans moi.

