Lífið

Þessi lönd gáfu Ís­landi stigin þrjú

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hera Björk á sviði í keppninni í ár.
Hera Björk á sviði í keppninni í ár. Sarah Louise Bennett/EBU

Áhorfendur í Svíþjóð og Kýpur voru þeir einu sem gáfu Íslandi stig í símakosningunni í fyrri undanúrslitum Eurovision í ár. Eins og fram hefur komið vermir Ísland botnsætið í ár, með einungis þrjú stig.

Tvö þeirra komu frá sænskum almenningi en eitt frá Kýpur, að því er fram kemur á vef keppninnar. Í ár voru engar dómnefndir í undanúrslitum heldur einungis símakosning og reið Ísland ekki feitum hesti frá kosningunni.

Líkt og áður hefur komið fram gáfu íslenskir áhorfendur Króatíu tólf stig, því franska tíu stig og því ísraelska átta stig í úrslitakeppninni. Dómnefnd Íslands gaf Frakklandi tólf stig, Króatíu tíu stig og Bretlandi átta stig.

Sviss fór með sigur úr býtum í keppninni í ár en keppandinn Nemo kom sá og sigraði. Hán kom einmitt heim í gær til Zürich í Sviss og var tekið á móti háni með pompi og prakt á alþjóðaflugvelllinum.


Tengdar fréttir

Íslendingar gáfu Króatíu 12 stig og Ísrael 8 stig

Króatíska framlagið var í uppáhaldi hjá íslenskum áhorfendum á Eurovision sem haldið var í Malmö í kvöld. Það franska hlaut 10 stig og Ísrael fékk 8 stig frá íslenskum áhorfendum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.