Maðurinn á bak við Blossa er sviðshöfundaneminn Álfgrímur Aðalsteinsson en að hans sögn er ýmislegt framundan hjá Blossa.
Í fréttatilkynningu segir:
„Það myndaðist mikil örvænting á Instagram í síðustu viku þegar hinir ýmsu frægu einstaklingar reyndu að útvega sér miða á útgáfutónleika Blossa. Fyrirkomulagið var lotterí þar sem fólk gat sótt um miða. Færri komust að en vildu og mikil stemning myndaðist strax fyrir utan Iðnó. Allt ætlaði um koll að keyra þegar Blossi sjálfur mætti.
Tónleikarnir voru virkilega metnaðarfullir. Blossi flutti öll lögin af nýútgefinni plötu Le Blossi ásamt óútgefnu efni. Með honum á sviðinu voru sex dansarar en Júlía Kolbrún Sigurðardóttir var danshöfundur tónleikasýningarinnar.
Blossi, sem var stíliseraður af Kötlu Yamagata, var klæddur í hvítmálað lífstykki, körfuboltabuxur með demantsnælum og 17. aldar skyrtu. Stemningin var svo gríðarleg á tónleikunum að slagur brast út í áhorfendaskaranum.
Það kom svo í ljós að þetta voru dansarar og leiddi það yfir í flutning á laginu Le Blossi sem var að mati margra hápunktur tónleikanna.“
Meðal tónleikagesta voru margar af Reykjavíkurdætrum og var skvísustemningin í hámarki. Álfgrímur Aðalsteinsson semur tónlistina ásamt tónlistarfólkinu Kolbrúnu Óskarsdóttur (KUSK) og Hrannari Mána Ólafssyni (Óviti).
Hér má hlusta á Blossa á streymisveitunni Spotify.
Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir frá tónleikunum:






