Kom fram sem stórstjarna Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. maí 2024 13:02 Álfgrímur Aðalsteinsson er maðurinn á bak við poppstjörnuna Blossa. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Útgáfutónleikar nýstirnisins Blossa fóru fram í Iðnó síðastliðið miðvikudagskvöld þar sem hann fagnaði útgáfu fyrstu smáskífu hans Le Blossi. Maðurinn á bak við Blossa er sviðshöfundaneminn Álfgrímur Aðalsteinsson en að hans sögn er ýmislegt framundan hjá Blossa. Í fréttatilkynningu segir: „Það myndaðist mikil örvænting á Instagram í síðustu viku þegar hinir ýmsu frægu einstaklingar reyndu að útvega sér miða á útgáfutónleika Blossa. Fyrirkomulagið var lotterí þar sem fólk gat sótt um miða. Færri komust að en vildu og mikil stemning myndaðist strax fyrir utan Iðnó. Allt ætlaði um koll að keyra þegar Blossi sjálfur mætti. Tónleikarnir voru virkilega metnaðarfullir. Blossi flutti öll lögin af nýútgefinni plötu Le Blossi ásamt óútgefnu efni. Með honum á sviðinu voru sex dansarar en Júlía Kolbrún Sigurðardóttir var danshöfundur tónleikasýningarinnar. Blossi, sem var stíliseraður af Kötlu Yamagata, var klæddur í hvítmálað lífstykki, körfuboltabuxur með demantsnælum og 17. aldar skyrtu. Stemningin var svo gríðarleg á tónleikunum að slagur brast út í áhorfendaskaranum. Það kom svo í ljós að þetta voru dansarar og leiddi það yfir í flutning á laginu Le Blossi sem var að mati margra hápunktur tónleikanna.“ View this post on Instagram A post shared by BLOSSI (@blossimusic) Meðal tónleikagesta voru margar af Reykjavíkurdætrum og var skvísustemningin í hámarki. Álfgrímur Aðalsteinsson semur tónlistina ásamt tónlistarfólkinu Kolbrúnu Óskarsdóttur (KUSK) og Hrannari Mána Ólafssyni (Óviti). Hér má hlusta á Blossa á streymisveitunni Spotify. Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir frá tónleikunum: Fólk beið í röð til að komast inn. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Það var mikil stemning á tónleikunum. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Sérmerktur Blossa hattur. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Dansarar léku listir sínar á sviðinu og tónlistarfólkið og lagahöfundarnir Kolbrún og Hrannar voru einnig á sviðinu. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Steiney, Karítas og Þura Stína Reykjavíkurdætur létu sig ekki vanta. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Blossi lék sér með áhorfendum. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Dansararnir klæddust hvítu í stíl við hvítmálað lífsstykki og hvíta skyrtu Blossa. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Maðurinn á bak við Blossa er sviðshöfundaneminn Álfgrímur Aðalsteinsson en að hans sögn er ýmislegt framundan hjá Blossa. Í fréttatilkynningu segir: „Það myndaðist mikil örvænting á Instagram í síðustu viku þegar hinir ýmsu frægu einstaklingar reyndu að útvega sér miða á útgáfutónleika Blossa. Fyrirkomulagið var lotterí þar sem fólk gat sótt um miða. Færri komust að en vildu og mikil stemning myndaðist strax fyrir utan Iðnó. Allt ætlaði um koll að keyra þegar Blossi sjálfur mætti. Tónleikarnir voru virkilega metnaðarfullir. Blossi flutti öll lögin af nýútgefinni plötu Le Blossi ásamt óútgefnu efni. Með honum á sviðinu voru sex dansarar en Júlía Kolbrún Sigurðardóttir var danshöfundur tónleikasýningarinnar. Blossi, sem var stíliseraður af Kötlu Yamagata, var klæddur í hvítmálað lífstykki, körfuboltabuxur með demantsnælum og 17. aldar skyrtu. Stemningin var svo gríðarleg á tónleikunum að slagur brast út í áhorfendaskaranum. Það kom svo í ljós að þetta voru dansarar og leiddi það yfir í flutning á laginu Le Blossi sem var að mati margra hápunktur tónleikanna.“ View this post on Instagram A post shared by BLOSSI (@blossimusic) Meðal tónleikagesta voru margar af Reykjavíkurdætrum og var skvísustemningin í hámarki. Álfgrímur Aðalsteinsson semur tónlistina ásamt tónlistarfólkinu Kolbrúnu Óskarsdóttur (KUSK) og Hrannari Mána Ólafssyni (Óviti). Hér má hlusta á Blossa á streymisveitunni Spotify. Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir frá tónleikunum: Fólk beið í röð til að komast inn. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Það var mikil stemning á tónleikunum. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Sérmerktur Blossa hattur. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Dansarar léku listir sínar á sviðinu og tónlistarfólkið og lagahöfundarnir Kolbrún og Hrannar voru einnig á sviðinu. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Steiney, Karítas og Þura Stína Reykjavíkurdætur létu sig ekki vanta. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Blossi lék sér með áhorfendum. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Dansararnir klæddust hvítu í stíl við hvítmálað lífsstykki og hvíta skyrtu Blossa. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir
Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira