Kom fram sem stórstjarna Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. maí 2024 13:02 Álfgrímur Aðalsteinsson er maðurinn á bak við poppstjörnuna Blossa. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Útgáfutónleikar nýstirnisins Blossa fóru fram í Iðnó síðastliðið miðvikudagskvöld þar sem hann fagnaði útgáfu fyrstu smáskífu hans Le Blossi. Maðurinn á bak við Blossa er sviðshöfundaneminn Álfgrímur Aðalsteinsson en að hans sögn er ýmislegt framundan hjá Blossa. Í fréttatilkynningu segir: „Það myndaðist mikil örvænting á Instagram í síðustu viku þegar hinir ýmsu frægu einstaklingar reyndu að útvega sér miða á útgáfutónleika Blossa. Fyrirkomulagið var lotterí þar sem fólk gat sótt um miða. Færri komust að en vildu og mikil stemning myndaðist strax fyrir utan Iðnó. Allt ætlaði um koll að keyra þegar Blossi sjálfur mætti. Tónleikarnir voru virkilega metnaðarfullir. Blossi flutti öll lögin af nýútgefinni plötu Le Blossi ásamt óútgefnu efni. Með honum á sviðinu voru sex dansarar en Júlía Kolbrún Sigurðardóttir var danshöfundur tónleikasýningarinnar. Blossi, sem var stíliseraður af Kötlu Yamagata, var klæddur í hvítmálað lífstykki, körfuboltabuxur með demantsnælum og 17. aldar skyrtu. Stemningin var svo gríðarleg á tónleikunum að slagur brast út í áhorfendaskaranum. Það kom svo í ljós að þetta voru dansarar og leiddi það yfir í flutning á laginu Le Blossi sem var að mati margra hápunktur tónleikanna.“ View this post on Instagram A post shared by BLOSSI (@blossimusic) Meðal tónleikagesta voru margar af Reykjavíkurdætrum og var skvísustemningin í hámarki. Álfgrímur Aðalsteinsson semur tónlistina ásamt tónlistarfólkinu Kolbrúnu Óskarsdóttur (KUSK) og Hrannari Mána Ólafssyni (Óviti). Hér má hlusta á Blossa á streymisveitunni Spotify. Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir frá tónleikunum: Fólk beið í röð til að komast inn. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Það var mikil stemning á tónleikunum. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Sérmerktur Blossa hattur. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Dansarar léku listir sínar á sviðinu og tónlistarfólkið og lagahöfundarnir Kolbrún og Hrannar voru einnig á sviðinu. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Steiney, Karítas og Þura Stína Reykjavíkurdætur létu sig ekki vanta. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Blossi lék sér með áhorfendum. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Dansararnir klæddust hvítu í stíl við hvítmálað lífsstykki og hvíta skyrtu Blossa. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Maðurinn á bak við Blossa er sviðshöfundaneminn Álfgrímur Aðalsteinsson en að hans sögn er ýmislegt framundan hjá Blossa. Í fréttatilkynningu segir: „Það myndaðist mikil örvænting á Instagram í síðustu viku þegar hinir ýmsu frægu einstaklingar reyndu að útvega sér miða á útgáfutónleika Blossa. Fyrirkomulagið var lotterí þar sem fólk gat sótt um miða. Færri komust að en vildu og mikil stemning myndaðist strax fyrir utan Iðnó. Allt ætlaði um koll að keyra þegar Blossi sjálfur mætti. Tónleikarnir voru virkilega metnaðarfullir. Blossi flutti öll lögin af nýútgefinni plötu Le Blossi ásamt óútgefnu efni. Með honum á sviðinu voru sex dansarar en Júlía Kolbrún Sigurðardóttir var danshöfundur tónleikasýningarinnar. Blossi, sem var stíliseraður af Kötlu Yamagata, var klæddur í hvítmálað lífstykki, körfuboltabuxur með demantsnælum og 17. aldar skyrtu. Stemningin var svo gríðarleg á tónleikunum að slagur brast út í áhorfendaskaranum. Það kom svo í ljós að þetta voru dansarar og leiddi það yfir í flutning á laginu Le Blossi sem var að mati margra hápunktur tónleikanna.“ View this post on Instagram A post shared by BLOSSI (@blossimusic) Meðal tónleikagesta voru margar af Reykjavíkurdætrum og var skvísustemningin í hámarki. Álfgrímur Aðalsteinsson semur tónlistina ásamt tónlistarfólkinu Kolbrúnu Óskarsdóttur (KUSK) og Hrannari Mána Ólafssyni (Óviti). Hér má hlusta á Blossa á streymisveitunni Spotify. Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir frá tónleikunum: Fólk beið í röð til að komast inn. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Það var mikil stemning á tónleikunum. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Sérmerktur Blossa hattur. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Dansarar léku listir sínar á sviðinu og tónlistarfólkið og lagahöfundarnir Kolbrún og Hrannar voru einnig á sviðinu. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Steiney, Karítas og Þura Stína Reykjavíkurdætur létu sig ekki vanta. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Blossi lék sér með áhorfendum. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir Dansararnir klæddust hvítu í stíl við hvítmálað lífsstykki og hvíta skyrtu Blossa. Alda Valentína Rós & Sigrún Gyða Sveinsdóttir
Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira