Liverpool henti frá sér sigrinum í síðasta útileik Klopp Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2024 21:20 Gráu hárunum hefur fjölgað í kvöld. John Powell/Getty Images Aston Villa og Liverpool gerðu 3-3 jafntefli í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Leikurinn var frábær skemmtun þrátt fyrir að myndbandsdómarar leiksins hafi eytt alltof miklum tíma í að skoða hin ýmsu atriði. Um var að ræða síðasta útileik Jürgen Klopp sem þjálfari Liverpool en hann yfirgefur félagið í sumar. Gestirnir úr Bítlaborginni komust yfir eftir aðeins tveggja mínútna leik þegar Emiliano Martínez gerðist sekur um skelfileg mistök í marki Aston Villa. Hann greip þá hættulitla fyrirgjöf frá vinstri en virtist lenda undarlega og missti í kjölfarið boltann yfir línuna. Emi Martínez is the first goalkeeper in the competition's history to score three Premier League own goals. 🙃 pic.twitter.com/Q8e4oLhoDH— Squawka (@Squawka) May 13, 2024 Klopp var þó ekki lengi í paradís en tíu mínútum síðar hafði Youri Tielemans jafnaði metin eftir undirbúning Ollie Watkins. Á 23. mínútu kom Cody Gakpo gestunum yfir á nýjan leik eftir að Martínez hafði varið skot Joe Gomez. Markið var nokkuð nálægt því að vera rangstaða og var skoðað lengi vel. Var það ekki eina atvikið sem átti eftir að vera skoðað gaumgæfilega af myndbandsdómara leiksins. Staðan hins vegar 1-2 í hálfleik þar sem Diego Carlos klúðraði líklega færi aldarinnar á 36. mínútu þegar honum tókst ekki að setja boltann í netið af innan við eins meter færi eftir fyrirgjöf frá hægri. Jarell Quansah kom Liverpool í 3-1 snemma í síðari hálfleik eftir aukaspyrnu Harvey Elliott. Var þetta fyrsta deildarmark Quansah fyrir félagið. Jarell Quansah becomes the 24th @LFC player to score their first Premier League goal under Jurgen Klopp 🔴 pic.twitter.com/wb9pwXvwYb— Premier League (@premierleague) May 13, 2024 Örskömmu síðar hélt Watkins að hann hefði minnkað muninn. Aftur var markið skoðað lengi vel og var niðurstaðan sú að um rangstöðu væri að ræða, staðan enn 1-3. Elliott hélt svo að hann hefði komið Liverpool í 4-1 en aftur var um rangstöð að ræða og enn tveggja marka munur. Það átti Villa heldur betur eftir að nýta sér. Varamaðurinn Jhon Durán hafði verið inn á vellinum í rúmar fimm mínútur þegar hann skoraði með góðu skoti rétt fyrir utan teig. Á 87. mínútu hélt Darwin Núñez að hann hefði komið Liverpool tveimur mörkum yfir en viti menn, rangstaða niðurstaðan. Það nýttu heimamenn sér í næstu sókn en Moussa Diaby átti þá skot að marki sem Durán ákvað að sveifla fætinum í og boltinn fór í fallegum boga í netið. Safe to say @AVFCOfficial fan @tomhanks enjoyed the late drama 😅#AVLLIV pic.twitter.com/yxlqD8dyxZ— Premier League (@premierleague) May 13, 2024 Staðan orðin 3-3 og í uppbótartíma vildu heimamenn fá vítaspyrnu en eftir að Simon Hooper, dómari leiksins, fór sjálfur í skjáinn þá var niðurstaðan sú að ekki væri um vítaspyrnu að ræða og lokatölur þegar loks var flautað til leiksloka á hundruðustu mínútu 3-3. Liverpool er sem fyrr öruggt í 3. sæti, nú með 79 stig þegar ein umferð er eftir. Aston Villa er sæti neðar með 68 stig, fimm stigum meira en Tottenham Hotspur sem á hins vegar leik til góða. Enski boltinn Fótbolti
Aston Villa og Liverpool gerðu 3-3 jafntefli í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Leikurinn var frábær skemmtun þrátt fyrir að myndbandsdómarar leiksins hafi eytt alltof miklum tíma í að skoða hin ýmsu atriði. Um var að ræða síðasta útileik Jürgen Klopp sem þjálfari Liverpool en hann yfirgefur félagið í sumar. Gestirnir úr Bítlaborginni komust yfir eftir aðeins tveggja mínútna leik þegar Emiliano Martínez gerðist sekur um skelfileg mistök í marki Aston Villa. Hann greip þá hættulitla fyrirgjöf frá vinstri en virtist lenda undarlega og missti í kjölfarið boltann yfir línuna. Emi Martínez is the first goalkeeper in the competition's history to score three Premier League own goals. 🙃 pic.twitter.com/Q8e4oLhoDH— Squawka (@Squawka) May 13, 2024 Klopp var þó ekki lengi í paradís en tíu mínútum síðar hafði Youri Tielemans jafnaði metin eftir undirbúning Ollie Watkins. Á 23. mínútu kom Cody Gakpo gestunum yfir á nýjan leik eftir að Martínez hafði varið skot Joe Gomez. Markið var nokkuð nálægt því að vera rangstaða og var skoðað lengi vel. Var það ekki eina atvikið sem átti eftir að vera skoðað gaumgæfilega af myndbandsdómara leiksins. Staðan hins vegar 1-2 í hálfleik þar sem Diego Carlos klúðraði líklega færi aldarinnar á 36. mínútu þegar honum tókst ekki að setja boltann í netið af innan við eins meter færi eftir fyrirgjöf frá hægri. Jarell Quansah kom Liverpool í 3-1 snemma í síðari hálfleik eftir aukaspyrnu Harvey Elliott. Var þetta fyrsta deildarmark Quansah fyrir félagið. Jarell Quansah becomes the 24th @LFC player to score their first Premier League goal under Jurgen Klopp 🔴 pic.twitter.com/wb9pwXvwYb— Premier League (@premierleague) May 13, 2024 Örskömmu síðar hélt Watkins að hann hefði minnkað muninn. Aftur var markið skoðað lengi vel og var niðurstaðan sú að um rangstöðu væri að ræða, staðan enn 1-3. Elliott hélt svo að hann hefði komið Liverpool í 4-1 en aftur var um rangstöð að ræða og enn tveggja marka munur. Það átti Villa heldur betur eftir að nýta sér. Varamaðurinn Jhon Durán hafði verið inn á vellinum í rúmar fimm mínútur þegar hann skoraði með góðu skoti rétt fyrir utan teig. Á 87. mínútu hélt Darwin Núñez að hann hefði komið Liverpool tveimur mörkum yfir en viti menn, rangstaða niðurstaðan. Það nýttu heimamenn sér í næstu sókn en Moussa Diaby átti þá skot að marki sem Durán ákvað að sveifla fætinum í og boltinn fór í fallegum boga í netið. Safe to say @AVFCOfficial fan @tomhanks enjoyed the late drama 😅#AVLLIV pic.twitter.com/yxlqD8dyxZ— Premier League (@premierleague) May 13, 2024 Staðan orðin 3-3 og í uppbótartíma vildu heimamenn fá vítaspyrnu en eftir að Simon Hooper, dómari leiksins, fór sjálfur í skjáinn þá var niðurstaðan sú að ekki væri um vítaspyrnu að ræða og lokatölur þegar loks var flautað til leiksloka á hundruðustu mínútu 3-3. Liverpool er sem fyrr öruggt í 3. sæti, nú með 79 stig þegar ein umferð er eftir. Aston Villa er sæti neðar með 68 stig, fimm stigum meira en Tottenham Hotspur sem á hins vegar leik til góða.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti