Má ég taka þátt … í lífinu? Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 14. maí 2024 07:00 Heilbrigðishópur ÖBÍ réttindasamtaka stendur fyrir hádegisfundi um endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu 14. maí á Hótel Grand, milli 12:00 og 13:30. Þar mun Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, flytja erindi um hjálpartækjahugtakið og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn snýr að einstaklingum sem eru með skerðingu af einhverju tagi sem haft getur áhrif á daglegt líf viðkomandi og rétti hvers og eins til sjálfstæðs lífs. En hver ræður hvaða lífsgæði eru nauðsynleg? Hvernig getum við skilgreint hvaða hjálpartækum fatlað fólk hefur aðgang að og þar með í hvaða þáttum lífsins fatlað fólk fær yfir höfuð að taka þátt í? Í september 2019 skilaði starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytis skýrslu um stöðu mála. Megin niðurstaðan var að endurskoða þyrfti reglugerðir er lúta að hjálpartækjum og skilgreiningu á hugtakinu hjálpartæki í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Síðan þá hefur lítið breyst. Undanfarin tvö ár hefur vinnuhópur innan ráðuneytisins lagt drög að minniháttar breytingum, sem að mestu snúast um viðbrögð við álitsgerðum frá Umboðsmanni Alþingis. Nokkuð sem í daglegu tali kallast plástrar, fremur en framfarir í raun. Betur má ef duga skal. Heilbrigðishópur ÖBÍ, sem ég er nú formaður í, hefur allan þennan tíma þrýst á frekari breytingar, ekki síst að sjálft hugtakið hjálpartæki sé tekið til gagngerrar endurskoðunar. Og þá um leið íhuga hvort málaflokkurinn eigi nánast eingöngu að heyra undir heilbrigðisráðuneytið eða hvort ekki sé rétt og nauðsynlegt að fleiri opinberir aðilar komi sterkar að málum. Í mörg horn þarf að líta, taka nýjan kúrs og sigla fleyinu heilu í höfn. Það þarf einfaldlega að taka á málum af festu og í samræmi við einróma niðurstöðu starfshópsins sem skilað var fyrir hálfum áratug. Eflaust þarf plástra hér og þar til að halda sjó. En látum það ekki byrgja sýn. Fötlun má aldrei vera fyrirstaða þess að þú fáir að taka fullan þátt í lífinu. Í erindi sínu á hádegisfundinum mun Alma Ýr reifa málin og í framhaldinu gefst færi á frekari umræðum. Fyrir hönd heilbrigðishóps ÖBÍ, býð ég öll velkominn, á staðinn eða fylgjast með í streymi. Í boði verður táknmáls- og rittúlkun. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Félagasamtök Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Heilbrigðismál Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Heilbrigðishópur ÖBÍ réttindasamtaka stendur fyrir hádegisfundi um endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu 14. maí á Hótel Grand, milli 12:00 og 13:30. Þar mun Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, flytja erindi um hjálpartækjahugtakið og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn snýr að einstaklingum sem eru með skerðingu af einhverju tagi sem haft getur áhrif á daglegt líf viðkomandi og rétti hvers og eins til sjálfstæðs lífs. En hver ræður hvaða lífsgæði eru nauðsynleg? Hvernig getum við skilgreint hvaða hjálpartækum fatlað fólk hefur aðgang að og þar með í hvaða þáttum lífsins fatlað fólk fær yfir höfuð að taka þátt í? Í september 2019 skilaði starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytis skýrslu um stöðu mála. Megin niðurstaðan var að endurskoða þyrfti reglugerðir er lúta að hjálpartækjum og skilgreiningu á hugtakinu hjálpartæki í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Síðan þá hefur lítið breyst. Undanfarin tvö ár hefur vinnuhópur innan ráðuneytisins lagt drög að minniháttar breytingum, sem að mestu snúast um viðbrögð við álitsgerðum frá Umboðsmanni Alþingis. Nokkuð sem í daglegu tali kallast plástrar, fremur en framfarir í raun. Betur má ef duga skal. Heilbrigðishópur ÖBÍ, sem ég er nú formaður í, hefur allan þennan tíma þrýst á frekari breytingar, ekki síst að sjálft hugtakið hjálpartæki sé tekið til gagngerrar endurskoðunar. Og þá um leið íhuga hvort málaflokkurinn eigi nánast eingöngu að heyra undir heilbrigðisráðuneytið eða hvort ekki sé rétt og nauðsynlegt að fleiri opinberir aðilar komi sterkar að málum. Í mörg horn þarf að líta, taka nýjan kúrs og sigla fleyinu heilu í höfn. Það þarf einfaldlega að taka á málum af festu og í samræmi við einróma niðurstöðu starfshópsins sem skilað var fyrir hálfum áratug. Eflaust þarf plástra hér og þar til að halda sjó. En látum það ekki byrgja sýn. Fötlun má aldrei vera fyrirstaða þess að þú fáir að taka fullan þátt í lífinu. Í erindi sínu á hádegisfundinum mun Alma Ýr reifa málin og í framhaldinu gefst færi á frekari umræðum. Fyrir hönd heilbrigðishóps ÖBÍ, býð ég öll velkominn, á staðinn eða fylgjast með í streymi. Í boði verður táknmáls- og rittúlkun. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun