Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio greinir frá því að Napoli sé sem stendur fremst í kapphlaupinu um Albert.
Hann sé þó ekki eini kosturinn sem Napoli horfi til og framhaldið ráðist einnig af því hver næsti knattspyrnustjóri liðsins verður. Francesco Calzona stýrir Napoli og hefur gert síðan Walter Mazzari var rekinn í febrúar en er bara samningsbundinn út tímabilið. Rudi García byrjaði tímabilið sem stjóri Napoli en var látinn fara í nóvember á síðasta ári. Titilvörn Napoli hefur verið afleit en liðið er í 9. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Juventus er einnig með í baráttunni um Albert og samkvæmt Di Marzio er félagið tilbúið að láta Genoa fá tvo leikmenn fyrir íslenska landsliðsmanninn.
Þetta eru miðjumennirnir Fabio Miretti og Enzo Barrenechea. Sá fyrrnefndi hefur leikið með Juventus allan sinn feril en sá síðarnefndi er á láni hjá Frosinone.
Il #Napoli ha sondato il #Genoa per #Gudmundsson ed è oggi la squadra italiana più avanti. Non è l'unica opzione per il Napoli davanti, ma ci sono stati contatti già tra club e gli azzurri vorrebbero anticipare la concorrenza
— Gianluca Di Marzio (@DiMarzio) May 13, 2024
Albert hefur skorað fjórtán mörk í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Aðeins Lautari Martínez hjá Inter (24 mörk), Dusan Vlahovic hjá Juventus (16) og Victor Osimhen hjá Napoli (15) hafa skorað meira.
Gneoa er í 11. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið.