„Þetta var rosalega heimsk villa hjá mér í endann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2024 12:02 Sara Rún Hinriksdóttir í viðtalinu á háborðinu eftir leikinn í gærkvöldi. Stöð 2 Sport Sara Rún Hinriksdóttir og félagar hennar í Keflavík eru komnar í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna í körfubolta eftir rosalegt einvígi við Stjörnuna. Einvígið endaði með æsispennandi oddaleik í gær. Keflavíkurkonur lentu mest ellefu stigum undir í leiknum en komu til baka og tryggðu sér sigurinn. Sara Rún var mjög öflug í leiknum með 20 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar. Hún kom í viðtal á háborð Subway Körfuboltakvölds eftir leikinn. „Ég get bara sagt það að ég er virkilega ánægð með sigurinn og að hafa landað þessu,“ sagði Sara Rún. En hvað varð það sem Stjörnustelpur gerðu sem gerði Keflavíkurliðnu svona erfitt fyrir í þessu einvígi? Bara þvílíkir leikmenn „Þetta eru bara þvílíkir leikmenn. Jú þær eru mjög ungar en þær berjast allan tímann, í fjörutíu mínútur. Við þurfum að vera á tánum í fjörutíu mínútur til þess að eiga einhvern sjens í þær. Ég er því virkilega ánægð með að hafa unnið í dag,“ sagði Sara. Sara fékk sína fimmtu villu undir lokin og spilaði því ekki lokakaflann í leiknum. Var farið að fara um hana á bekknum? „Já mér fannst þetta rosalega erfitt. Þetta var rosalega heimsk villa hjá mér í endann. Ég átti bara að gefa boltann en ég bara treysti mínum stelpum til þess að vinna þetta,“ sagði Sara. Hún fékk þá á sig sóknarvillu og Keflavík missti boltann. Það kom þó ekki að sök því liðsfélagar hennar lönduðu sigrinum. Sara lenti í því í þessu einvígi að vera skilin eftir galopin. Hvernig er það hugarfarslega fyrir að mæta slíkum varnarleik? „Ég hef oft hugsað þetta. Ég hef gert þetta sjálf við aðra leikmenn og hugsaði bara þá: Ég hefði labbað út úr húsinu ef að þetta hefði verið gert við mig. Svo gerist þetta og ég var bara eitt stórt spurningarmerki. Ég bara lærði af þessu,“ sagði Sara. „Vinkona mín, Bryndís (Guðmundsdóttir) hjálpaði mér í gegnum þetta,“ sagði Sara. Þetta er allt öðruvísi lið Næst á dagskrá hjá Keflavíkurliðinu er einvígi á móti nágrönnunum í Njarðvík og í boði er Íslandsmeistaratitilinn. Úrslitaeinvígið hefst strax á fimmtudaginn. Hvernig sér Sara þá rimmu fyrir sér? „Ég held að það verði allt öðruvísi. Þetta er allt öðruvísi lið. Jú okkur hefur gengið vel á móti þeim hingað til en mér finnst þær vera að toppa sig núna. Þær eru að spila rosalega góðan körfubolta,“ sagði Sara. „Isabella [Ósk Sigurðardóttir] er búin að stíga upp núna, virkilega flott. Selena [Lott] er geggjuð, einn á einn og hún gerir náttúrulega bara allt. Þetta eru allt stelpur sem við þurfum að stoppa,“ sagði Sara. Þessi þáttur er geggjaður Sara sér mun á deildinni frá því að hún var hér síðast. „Mér finnst hún betri. Ég hafði heyrt að hún væri ekki að stækka en ég er mjög ósammála því. Virkilega flottar ungar stelpur sem eru að koma upp og allt í kringum þetta. Þessi þáttur er geggjaður og sjáið bara íþróttahúsið okkar. Þetta er frábært,“ sagði Sara en það var frábærlega mætt á oddaleikinn. Vonandi verður framhald á því í lokaúrslitunum. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Sara Rún eftir sigurinn í oddaleiknum Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ Sjá meira
Keflavíkurkonur lentu mest ellefu stigum undir í leiknum en komu til baka og tryggðu sér sigurinn. Sara Rún var mjög öflug í leiknum með 20 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar. Hún kom í viðtal á háborð Subway Körfuboltakvölds eftir leikinn. „Ég get bara sagt það að ég er virkilega ánægð með sigurinn og að hafa landað þessu,“ sagði Sara Rún. En hvað varð það sem Stjörnustelpur gerðu sem gerði Keflavíkurliðnu svona erfitt fyrir í þessu einvígi? Bara þvílíkir leikmenn „Þetta eru bara þvílíkir leikmenn. Jú þær eru mjög ungar en þær berjast allan tímann, í fjörutíu mínútur. Við þurfum að vera á tánum í fjörutíu mínútur til þess að eiga einhvern sjens í þær. Ég er því virkilega ánægð með að hafa unnið í dag,“ sagði Sara. Sara fékk sína fimmtu villu undir lokin og spilaði því ekki lokakaflann í leiknum. Var farið að fara um hana á bekknum? „Já mér fannst þetta rosalega erfitt. Þetta var rosalega heimsk villa hjá mér í endann. Ég átti bara að gefa boltann en ég bara treysti mínum stelpum til þess að vinna þetta,“ sagði Sara. Hún fékk þá á sig sóknarvillu og Keflavík missti boltann. Það kom þó ekki að sök því liðsfélagar hennar lönduðu sigrinum. Sara lenti í því í þessu einvígi að vera skilin eftir galopin. Hvernig er það hugarfarslega fyrir að mæta slíkum varnarleik? „Ég hef oft hugsað þetta. Ég hef gert þetta sjálf við aðra leikmenn og hugsaði bara þá: Ég hefði labbað út úr húsinu ef að þetta hefði verið gert við mig. Svo gerist þetta og ég var bara eitt stórt spurningarmerki. Ég bara lærði af þessu,“ sagði Sara. „Vinkona mín, Bryndís (Guðmundsdóttir) hjálpaði mér í gegnum þetta,“ sagði Sara. Þetta er allt öðruvísi lið Næst á dagskrá hjá Keflavíkurliðinu er einvígi á móti nágrönnunum í Njarðvík og í boði er Íslandsmeistaratitilinn. Úrslitaeinvígið hefst strax á fimmtudaginn. Hvernig sér Sara þá rimmu fyrir sér? „Ég held að það verði allt öðruvísi. Þetta er allt öðruvísi lið. Jú okkur hefur gengið vel á móti þeim hingað til en mér finnst þær vera að toppa sig núna. Þær eru að spila rosalega góðan körfubolta,“ sagði Sara. „Isabella [Ósk Sigurðardóttir] er búin að stíga upp núna, virkilega flott. Selena [Lott] er geggjuð, einn á einn og hún gerir náttúrulega bara allt. Þetta eru allt stelpur sem við þurfum að stoppa,“ sagði Sara. Þessi þáttur er geggjaður Sara sér mun á deildinni frá því að hún var hér síðast. „Mér finnst hún betri. Ég hafði heyrt að hún væri ekki að stækka en ég er mjög ósammála því. Virkilega flottar ungar stelpur sem eru að koma upp og allt í kringum þetta. Þessi þáttur er geggjaður og sjáið bara íþróttahúsið okkar. Þetta er frábært,“ sagði Sara en það var frábærlega mætt á oddaleikinn. Vonandi verður framhald á því í lokaúrslitunum. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Sara Rún eftir sigurinn í oddaleiknum
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ Sjá meira