„Þetta var rosalega heimsk villa hjá mér í endann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2024 12:02 Sara Rún Hinriksdóttir í viðtalinu á háborðinu eftir leikinn í gærkvöldi. Stöð 2 Sport Sara Rún Hinriksdóttir og félagar hennar í Keflavík eru komnar í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna í körfubolta eftir rosalegt einvígi við Stjörnuna. Einvígið endaði með æsispennandi oddaleik í gær. Keflavíkurkonur lentu mest ellefu stigum undir í leiknum en komu til baka og tryggðu sér sigurinn. Sara Rún var mjög öflug í leiknum með 20 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar. Hún kom í viðtal á háborð Subway Körfuboltakvölds eftir leikinn. „Ég get bara sagt það að ég er virkilega ánægð með sigurinn og að hafa landað þessu,“ sagði Sara Rún. En hvað varð það sem Stjörnustelpur gerðu sem gerði Keflavíkurliðnu svona erfitt fyrir í þessu einvígi? Bara þvílíkir leikmenn „Þetta eru bara þvílíkir leikmenn. Jú þær eru mjög ungar en þær berjast allan tímann, í fjörutíu mínútur. Við þurfum að vera á tánum í fjörutíu mínútur til þess að eiga einhvern sjens í þær. Ég er því virkilega ánægð með að hafa unnið í dag,“ sagði Sara. Sara fékk sína fimmtu villu undir lokin og spilaði því ekki lokakaflann í leiknum. Var farið að fara um hana á bekknum? „Já mér fannst þetta rosalega erfitt. Þetta var rosalega heimsk villa hjá mér í endann. Ég átti bara að gefa boltann en ég bara treysti mínum stelpum til þess að vinna þetta,“ sagði Sara. Hún fékk þá á sig sóknarvillu og Keflavík missti boltann. Það kom þó ekki að sök því liðsfélagar hennar lönduðu sigrinum. Sara lenti í því í þessu einvígi að vera skilin eftir galopin. Hvernig er það hugarfarslega fyrir að mæta slíkum varnarleik? „Ég hef oft hugsað þetta. Ég hef gert þetta sjálf við aðra leikmenn og hugsaði bara þá: Ég hefði labbað út úr húsinu ef að þetta hefði verið gert við mig. Svo gerist þetta og ég var bara eitt stórt spurningarmerki. Ég bara lærði af þessu,“ sagði Sara. „Vinkona mín, Bryndís (Guðmundsdóttir) hjálpaði mér í gegnum þetta,“ sagði Sara. Þetta er allt öðruvísi lið Næst á dagskrá hjá Keflavíkurliðinu er einvígi á móti nágrönnunum í Njarðvík og í boði er Íslandsmeistaratitilinn. Úrslitaeinvígið hefst strax á fimmtudaginn. Hvernig sér Sara þá rimmu fyrir sér? „Ég held að það verði allt öðruvísi. Þetta er allt öðruvísi lið. Jú okkur hefur gengið vel á móti þeim hingað til en mér finnst þær vera að toppa sig núna. Þær eru að spila rosalega góðan körfubolta,“ sagði Sara. „Isabella [Ósk Sigurðardóttir] er búin að stíga upp núna, virkilega flott. Selena [Lott] er geggjuð, einn á einn og hún gerir náttúrulega bara allt. Þetta eru allt stelpur sem við þurfum að stoppa,“ sagði Sara. Þessi þáttur er geggjaður Sara sér mun á deildinni frá því að hún var hér síðast. „Mér finnst hún betri. Ég hafði heyrt að hún væri ekki að stækka en ég er mjög ósammála því. Virkilega flottar ungar stelpur sem eru að koma upp og allt í kringum þetta. Þessi þáttur er geggjaður og sjáið bara íþróttahúsið okkar. Þetta er frábært,“ sagði Sara en það var frábærlega mætt á oddaleikinn. Vonandi verður framhald á því í lokaúrslitunum. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Sara Rún eftir sigurinn í oddaleiknum Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Fleiri fréttir Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira
Keflavíkurkonur lentu mest ellefu stigum undir í leiknum en komu til baka og tryggðu sér sigurinn. Sara Rún var mjög öflug í leiknum með 20 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar. Hún kom í viðtal á háborð Subway Körfuboltakvölds eftir leikinn. „Ég get bara sagt það að ég er virkilega ánægð með sigurinn og að hafa landað þessu,“ sagði Sara Rún. En hvað varð það sem Stjörnustelpur gerðu sem gerði Keflavíkurliðnu svona erfitt fyrir í þessu einvígi? Bara þvílíkir leikmenn „Þetta eru bara þvílíkir leikmenn. Jú þær eru mjög ungar en þær berjast allan tímann, í fjörutíu mínútur. Við þurfum að vera á tánum í fjörutíu mínútur til þess að eiga einhvern sjens í þær. Ég er því virkilega ánægð með að hafa unnið í dag,“ sagði Sara. Sara fékk sína fimmtu villu undir lokin og spilaði því ekki lokakaflann í leiknum. Var farið að fara um hana á bekknum? „Já mér fannst þetta rosalega erfitt. Þetta var rosalega heimsk villa hjá mér í endann. Ég átti bara að gefa boltann en ég bara treysti mínum stelpum til þess að vinna þetta,“ sagði Sara. Hún fékk þá á sig sóknarvillu og Keflavík missti boltann. Það kom þó ekki að sök því liðsfélagar hennar lönduðu sigrinum. Sara lenti í því í þessu einvígi að vera skilin eftir galopin. Hvernig er það hugarfarslega fyrir að mæta slíkum varnarleik? „Ég hef oft hugsað þetta. Ég hef gert þetta sjálf við aðra leikmenn og hugsaði bara þá: Ég hefði labbað út úr húsinu ef að þetta hefði verið gert við mig. Svo gerist þetta og ég var bara eitt stórt spurningarmerki. Ég bara lærði af þessu,“ sagði Sara. „Vinkona mín, Bryndís (Guðmundsdóttir) hjálpaði mér í gegnum þetta,“ sagði Sara. Þetta er allt öðruvísi lið Næst á dagskrá hjá Keflavíkurliðinu er einvígi á móti nágrönnunum í Njarðvík og í boði er Íslandsmeistaratitilinn. Úrslitaeinvígið hefst strax á fimmtudaginn. Hvernig sér Sara þá rimmu fyrir sér? „Ég held að það verði allt öðruvísi. Þetta er allt öðruvísi lið. Jú okkur hefur gengið vel á móti þeim hingað til en mér finnst þær vera að toppa sig núna. Þær eru að spila rosalega góðan körfubolta,“ sagði Sara. „Isabella [Ósk Sigurðardóttir] er búin að stíga upp núna, virkilega flott. Selena [Lott] er geggjuð, einn á einn og hún gerir náttúrulega bara allt. Þetta eru allt stelpur sem við þurfum að stoppa,“ sagði Sara. Þessi þáttur er geggjaður Sara sér mun á deildinni frá því að hún var hér síðast. „Mér finnst hún betri. Ég hafði heyrt að hún væri ekki að stækka en ég er mjög ósammála því. Virkilega flottar ungar stelpur sem eru að koma upp og allt í kringum þetta. Þessi þáttur er geggjaður og sjáið bara íþróttahúsið okkar. Þetta er frábært,“ sagði Sara en það var frábærlega mætt á oddaleikinn. Vonandi verður framhald á því í lokaúrslitunum. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Sara Rún eftir sigurinn í oddaleiknum
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Fleiri fréttir Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira