„Hvar er Gordon Gekko?“ er spurt í hagstæðu verðmati fyrir Icelandair
![Michael Douglas lék Gordon Gekko í kvikmyndinni Wall Street sem kom út árið 1987. Í hlutabréfagreiningu sem fjallar um Icelandair spyr greinandi: Hvar er Gordon Gekko? Í myndinni var markaðsvirði flugfélags komið undir upplausnarvirði. Gekko hagnaðist á innherjaupplýsingum frá verkalýðsfélögunum og að leysa félagið upp.](https://www.visir.is/i/291B2DEBA2A10C83FCBE3343BFBB7E06B504B69F5DADCA851E994EDE10D36C85_713x0.jpg)
Spákaupmenn virðast hafa yfirgefið Icelandair. Gengi flugfélagsins hefur helmingast á nokkrum mánuðum, óháð undirliggjandi verðmætum, segir í hlutabréfagreiningu en Icelandair er þar verðmetið langt yfir markaðsvirði. Íslenskur hlutabréfamarkaður er óskilvirkur um þessar mundir sem endurspeglist best með fasteignafélögin þar sem markaðsverð er langt undir varlega metnu bókfærðu virði. Fjárfestar virðast verðleggja þau „norður og niður“ rétt eins og Icelandair.