Aleinn í heiminum? Lukka Sigurðardóttir, Katrín Harðardóttir og Margrét Kristín Blöndal skrifa 15. maí 2024 09:01 Fadi Bahar er 17 ára drengur sem hefur neyðst til þess að lifa á stanslausum flótta undanfarin 5 ár vegna mannlegrar plágu, sem herjar á land hans og þjóð. Hér á Íslandi er Fadi búinn að vera í felum síðan 16.mars, í bráðum tvo mánuði! Hvers vegna? Jú, því þá ætlaði Útlendingastofnun að senda hann úr landi, burt frá Íslandi, eina staðnum sem þessum 17 ára dreng finnst hann vera öruggur á. Já tilvera Fadi er sannarlega ekki lík tilveru flestra 17 ára gamalla drengja hér á landi. Hvernig ætli það sé að vera eftirlýstur þegar maður er 17 ára? Eftirlýstur. Ekki fyrir afbrot, heldur vegna þess að nærveru manns er ekki óskað, af yfirvöldum. Eftirlýstur af yfirvöldum af því að hann er Fadi og hann er barn, í leit að öryggi. Það hlýtur að vera bæði óskiljanleg og yfirmáta sár tilfinning fyrir 17 ára gamalt barn, enda skilst okkur sem spurst höfum fyrir um hann að álagið og streitan sé orðin svo mikil á honum að hann sé farinn að missa hárið. Hvernig ætli það sé svo, ofan á allt annað, fyrir 17 ára gamlan dreng? Kæra samfélag. Fadi þarfnast nú þess að við gerum allt sem við mögulega getum svo hann geti aftur um frjálst höfuð strokið. Að hann geti átt sér framtíð. Átt sér bjartari framtíð. Hann þarfnast þess núna. Hans er örlagastundin og við getum öll sem eitt, ákveðið að rétta út hjálparhönd. Ekkert réttlætir það að brottvísa týndu og hræddu barni út í þá ógnvekjandi óvissu sem bíður hans en það vilja íslensk yfirvöld samt gera. Vitað er, að það sem bíður hans, láti yfirvöld brottvísunina standa, er boðuð árás sænsk glæpagengis sem hefur hótað honum lífláti. Nái þeir honum ekki til að skaða hann, verður honum hins vegar af sænskum yfirvöldum brottvísað til Palestínu strax daginn eftir 18 ára afmælið! Þú mislast þetta ekki kæri lesandi. Honum verður þá brottvísað til Palestínu þar sem hryllilegustu illvirkjar heimsins stunda grimmilegt þjóðarmorð eins og við vitum og ólögleg landtökuskrímsli murka lífið úr saklausum borgurum með stuðningi landtökuhers og lögreglu allan sólarhringinn! Í máli hans kemur fram að hann hefur nú þegar upplifað ólýsanlegt og lífshættulegt óréttlæti af hendi sænsku lögreglunnar sem notaði hann, barn í viðkvæmri stöðu, til að hjálpa sér við að koma upp um sænskt glæpagengi. Einnig kemur þar fram að sænska lögreglan hafi launað barninu með því að upplýsa meðlimi gengisins um það hver það var sem komið hafði upp um þá. Það eitt og sér er glæpsamlegt athæfi af hendi sænsku lögreglunnar og því á Fadi skýlausan rétt á sérstakri málsmeðferð hér. Um hana er hann svikinn. Þótt allt þetta (og svo miklu meira) blasi við í máli hans, fær þetta barn ekki réttláta málsmeðferð. Það er ekki boðlegt. Ekki í siðuðu samfélagi. Og nógu er hann skelfingu lostinn til þess að hýrast í felum út um borg og bý, hér og þar á Íslandi, á endalausum flótta. Allt, frekar en að vera sendur aftur þangað sem hann telur sig vita, að dauðinn bíði hans. Kæra samfélag. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á hvert barn rétt á að á það sé hlustað og að orð þess, óskir þess og vilji, sé virtur. Það má ekki virða það að vettugi, en það sameinast allt stjórnkerfið hér einmitt um að gera. Við sem byggjum þetta samfélag og lifum víðsjárverða tíma, þurfum að spyrja okkur eftirfarandi spurninga: Hvað er það sem við stöndum fyrir? Hver er okkar raunverulega afstaða til réttinda, allra heimsins barna, til lífs og hamingju? Er það ekki skoðun okkar að öll börn eigi sjálfsagðan rétt á lífshamingju, rétt til þess að vera 17 ára og hlakka til 18 ára afmælis síns? Eða finnst okkur eitthvað annað? Eiga bara sum börn að njóta réttinda Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? Eru það kannski bara börnin sem fæðast innan „ríku“ nýlenduþjóða og vinaþjóða þeirra, sem okkur finnst „eiga“ mannréttindin? Verum þess meðvituð hverja stund, að þessar nýlenduþjóðir eru „ríkar“, aðallega vegna þess að þær hafa ráðist með ofbeldi og drápum inn í önnur lönd og rænt þau auðlindum sínum og sitja svo á auðlindum þeirra eins og ormar á gulli. Yfirvöld hér hafa svo tekið þá aumu afstöðu að hanga aftan í þessum þjóðum, herma eftir þeim í öllu tilliti því þau telja sig líka hagnast efnahagslega á þvílíku óréttlæti. „Ríkidæmi“ vesturlanda er jú í grunninn allt byggt á þjófnaði og gegndarlausu ofbeldi. Er það eðlilegt? Réttlætanlegt? Ásættanlegt? Spyrjum okkur: Er rétturinn til lífs og mannréttinda aðeins „eign“ þeirra ríku á vesturlöndum? Hvert er eiginlegt siðferði okkar? Viljum við, líkt og stjórnvöld eru að gera „normalísera“ eymd og þjáningu sumra barna en standa vörð um réttindi annarra barna? Nei - Aldrei! Við berum ábyrgð á öllum börnum. Gleymum því aldrei. Ásmundur Einar Daðason, mennta og barnamálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadottir utanríkisráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Salvör Nordal Umboðsmaður barna, Óttarr Proppé leiðandi stýrihópa um málefni barna á flótta hjá mennta og barnamálaráðuneytinu og starfsmenn Barnaverndar - Ykkur ber bæði lagaleg og siðferðileg skylda til að hjálpa barni í þessari stöðu. Fadi hefur fengið ranga málsmeðferð frá upphafi og því ber, að taka mál hans upp aftur. Ljóst er orðið að lögfræðingur sá, sem Útlendingastofnun útvegaði honum í upphafi, var óhæfur og klúðraði máli drengsins algerlega, að því er virðist, viljandi. Íslensk stjórnvöld reyna að bera fyrir sig skýringu á úrskurðinum um brottvísun sem ekki fær staðist, þ.e. að um sé að ræða fjölskyldusameiningu. Allir málsaðilar vita þó að samband næst ekki við fjölskylduna og enginn veit hvar hana er að finna. Það er því ekki um neina fjölskyldusameiningu að ræða. Fjölskylda hans er týnd og óvíst, hvort þau séu hreinlega á lífi. Hvernig ætli það bætist við vanlíðan þessa 17 ára gamla drengs? Við vitum öll sem er, að óvissan um afdrif þeirra hlýtur að vera honum óbærileg. Kæra samfélag. Við getum brugðist við og okkur ber að gera það. Við sem samfélag þurfum að sameinast um skýr skilaboð til yfirvalda, um að við viljum ekki láta koma fram við börn af slíku ofbeldi. Að við stöndum ekki fyrir þau gildi, jafnvel þótt yfirvöld geri það. Við erum manneskjur og hjálpum hvert öðru. Við viljum benda á undirskriftalista til stuðnings Fadi: https://tinyurl.com/Undirskriftarlisti Höfundar eru mæður og amma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Margrét Kristín Blöndal Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Fadi Bahar er 17 ára drengur sem hefur neyðst til þess að lifa á stanslausum flótta undanfarin 5 ár vegna mannlegrar plágu, sem herjar á land hans og þjóð. Hér á Íslandi er Fadi búinn að vera í felum síðan 16.mars, í bráðum tvo mánuði! Hvers vegna? Jú, því þá ætlaði Útlendingastofnun að senda hann úr landi, burt frá Íslandi, eina staðnum sem þessum 17 ára dreng finnst hann vera öruggur á. Já tilvera Fadi er sannarlega ekki lík tilveru flestra 17 ára gamalla drengja hér á landi. Hvernig ætli það sé að vera eftirlýstur þegar maður er 17 ára? Eftirlýstur. Ekki fyrir afbrot, heldur vegna þess að nærveru manns er ekki óskað, af yfirvöldum. Eftirlýstur af yfirvöldum af því að hann er Fadi og hann er barn, í leit að öryggi. Það hlýtur að vera bæði óskiljanleg og yfirmáta sár tilfinning fyrir 17 ára gamalt barn, enda skilst okkur sem spurst höfum fyrir um hann að álagið og streitan sé orðin svo mikil á honum að hann sé farinn að missa hárið. Hvernig ætli það sé svo, ofan á allt annað, fyrir 17 ára gamlan dreng? Kæra samfélag. Fadi þarfnast nú þess að við gerum allt sem við mögulega getum svo hann geti aftur um frjálst höfuð strokið. Að hann geti átt sér framtíð. Átt sér bjartari framtíð. Hann þarfnast þess núna. Hans er örlagastundin og við getum öll sem eitt, ákveðið að rétta út hjálparhönd. Ekkert réttlætir það að brottvísa týndu og hræddu barni út í þá ógnvekjandi óvissu sem bíður hans en það vilja íslensk yfirvöld samt gera. Vitað er, að það sem bíður hans, láti yfirvöld brottvísunina standa, er boðuð árás sænsk glæpagengis sem hefur hótað honum lífláti. Nái þeir honum ekki til að skaða hann, verður honum hins vegar af sænskum yfirvöldum brottvísað til Palestínu strax daginn eftir 18 ára afmælið! Þú mislast þetta ekki kæri lesandi. Honum verður þá brottvísað til Palestínu þar sem hryllilegustu illvirkjar heimsins stunda grimmilegt þjóðarmorð eins og við vitum og ólögleg landtökuskrímsli murka lífið úr saklausum borgurum með stuðningi landtökuhers og lögreglu allan sólarhringinn! Í máli hans kemur fram að hann hefur nú þegar upplifað ólýsanlegt og lífshættulegt óréttlæti af hendi sænsku lögreglunnar sem notaði hann, barn í viðkvæmri stöðu, til að hjálpa sér við að koma upp um sænskt glæpagengi. Einnig kemur þar fram að sænska lögreglan hafi launað barninu með því að upplýsa meðlimi gengisins um það hver það var sem komið hafði upp um þá. Það eitt og sér er glæpsamlegt athæfi af hendi sænsku lögreglunnar og því á Fadi skýlausan rétt á sérstakri málsmeðferð hér. Um hana er hann svikinn. Þótt allt þetta (og svo miklu meira) blasi við í máli hans, fær þetta barn ekki réttláta málsmeðferð. Það er ekki boðlegt. Ekki í siðuðu samfélagi. Og nógu er hann skelfingu lostinn til þess að hýrast í felum út um borg og bý, hér og þar á Íslandi, á endalausum flótta. Allt, frekar en að vera sendur aftur þangað sem hann telur sig vita, að dauðinn bíði hans. Kæra samfélag. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á hvert barn rétt á að á það sé hlustað og að orð þess, óskir þess og vilji, sé virtur. Það má ekki virða það að vettugi, en það sameinast allt stjórnkerfið hér einmitt um að gera. Við sem byggjum þetta samfélag og lifum víðsjárverða tíma, þurfum að spyrja okkur eftirfarandi spurninga: Hvað er það sem við stöndum fyrir? Hver er okkar raunverulega afstaða til réttinda, allra heimsins barna, til lífs og hamingju? Er það ekki skoðun okkar að öll börn eigi sjálfsagðan rétt á lífshamingju, rétt til þess að vera 17 ára og hlakka til 18 ára afmælis síns? Eða finnst okkur eitthvað annað? Eiga bara sum börn að njóta réttinda Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? Eru það kannski bara börnin sem fæðast innan „ríku“ nýlenduþjóða og vinaþjóða þeirra, sem okkur finnst „eiga“ mannréttindin? Verum þess meðvituð hverja stund, að þessar nýlenduþjóðir eru „ríkar“, aðallega vegna þess að þær hafa ráðist með ofbeldi og drápum inn í önnur lönd og rænt þau auðlindum sínum og sitja svo á auðlindum þeirra eins og ormar á gulli. Yfirvöld hér hafa svo tekið þá aumu afstöðu að hanga aftan í þessum þjóðum, herma eftir þeim í öllu tilliti því þau telja sig líka hagnast efnahagslega á þvílíku óréttlæti. „Ríkidæmi“ vesturlanda er jú í grunninn allt byggt á þjófnaði og gegndarlausu ofbeldi. Er það eðlilegt? Réttlætanlegt? Ásættanlegt? Spyrjum okkur: Er rétturinn til lífs og mannréttinda aðeins „eign“ þeirra ríku á vesturlöndum? Hvert er eiginlegt siðferði okkar? Viljum við, líkt og stjórnvöld eru að gera „normalísera“ eymd og þjáningu sumra barna en standa vörð um réttindi annarra barna? Nei - Aldrei! Við berum ábyrgð á öllum börnum. Gleymum því aldrei. Ásmundur Einar Daðason, mennta og barnamálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadottir utanríkisráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Salvör Nordal Umboðsmaður barna, Óttarr Proppé leiðandi stýrihópa um málefni barna á flótta hjá mennta og barnamálaráðuneytinu og starfsmenn Barnaverndar - Ykkur ber bæði lagaleg og siðferðileg skylda til að hjálpa barni í þessari stöðu. Fadi hefur fengið ranga málsmeðferð frá upphafi og því ber, að taka mál hans upp aftur. Ljóst er orðið að lögfræðingur sá, sem Útlendingastofnun útvegaði honum í upphafi, var óhæfur og klúðraði máli drengsins algerlega, að því er virðist, viljandi. Íslensk stjórnvöld reyna að bera fyrir sig skýringu á úrskurðinum um brottvísun sem ekki fær staðist, þ.e. að um sé að ræða fjölskyldusameiningu. Allir málsaðilar vita þó að samband næst ekki við fjölskylduna og enginn veit hvar hana er að finna. Það er því ekki um neina fjölskyldusameiningu að ræða. Fjölskylda hans er týnd og óvíst, hvort þau séu hreinlega á lífi. Hvernig ætli það bætist við vanlíðan þessa 17 ára gamla drengs? Við vitum öll sem er, að óvissan um afdrif þeirra hlýtur að vera honum óbærileg. Kæra samfélag. Við getum brugðist við og okkur ber að gera það. Við sem samfélag þurfum að sameinast um skýr skilaboð til yfirvalda, um að við viljum ekki láta koma fram við börn af slíku ofbeldi. Að við stöndum ekki fyrir þau gildi, jafnvel þótt yfirvöld geri það. Við erum manneskjur og hjálpum hvert öðru. Við viljum benda á undirskriftalista til stuðnings Fadi: https://tinyurl.com/Undirskriftarlisti Höfundar eru mæður og amma.
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar