Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu sex til tólf stig. Á Norðausturlandi sé útlit fyrir þurru og björtu veðri og geti hiti náð að fimmtán stigum þegar best lætur.
„Á morgun er útlit fyrir fremur hæga breytilega átt og skúrir vestanlands, en súld eða þokumóða við norðausturströndina, annars þurrt að kalla. Þá kólnar aðeins í veðri fyrir austan, hiti 5 til 11 stig, hlýjast syðst,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Breytileg átt 3-10 m/s. Dálitlar skúrir á vesturhelmingi landsins, annars þurrt að kalla. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast syðst.
Á föstudag: Norðlæg átt 5-10 á norðanverðu landinu og rigning eða slydda með köflum. Vestlægari og skúrir sunnantil. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Á laugardag: Norðan og norðaustan 5-10. Skýjað og lítilsháttar væta norðantil á landinu, hiti 0 til 5 stig. Bjart með köflum sunnan heiða, en skúrir síðdegis og hiti 5 til 10 stig yfir daginn.
Á sunnudag (hvítasunnudagur): Vaxandi austanátt og víða dálítil væta, 8-15 um kvöldið og fer að rigna sunnanlands. Hiti breytist lítið.
Á mánudag (annar í hvítasunnu): Ákveðin austlæg átt og rigning. Hiti víða 4 til 10 stig.
Á þriðjudag: Suðaustlæg átt og rigning með köflum sunnan- og vestanlands, en þurrt að kalla norðaustantil. Hlýnar í veðri.