Forseti sem gefur kjark og von Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar 15. maí 2024 11:30 Mig líkaði ekkert alltaf við Jón Gnarr, en ég var unglingur þegar hann sprellaði í Fóstbræðrum og skildi alls ekkert alla brandarana þar. Mér fannst hann oft bara alls ekkert fyndinn, en reyndi að finnast hann skemmtilegur og sniðugur því að öðrum virtist finnast það. Ég eignaðist síðan einhvernveginn geisladiskinn ,,Kondí fíling (græna diskinn)” með Tvíhöfða, fékk hann líklega í jólagjöf. Þá plötu kunni ég nokkuð vel að meta og þá sérstaklega lögin, en ég var mjög ,,músíkölsk”. Píanókennarinn minn skrifaði það oft ef ekki alltaf í umsögn eftir hverja önn í mínu píanónámi (afsakið smá útúrdúr). Áhugaverð staðreynd að ég áttaði mig ekki á því fyrr en einhverjum árum seinna að Helga Braga var ekki að tala fyrir kvenkynsraddirnar á plötunni (ég var ,,mindblown”). Mér þótti frekar vandræðalegt að hafa ekki vitað þetta þannig að ég sagði engum frá, en segi nú í fyrsta skipti frá í skoðanagrein á Vísi.is svo að allir geti hlegið að þessu með mér. Ég man að mér fannst sniðugt að Jón Gnarr varð borgarstjóri. Sú staðreynd í sjálfu sér var gott grín. Síðan hugsaði ég ekkert mikið um það, enda hafði ég lítinn sem engan áhuga á pólitík. Einhverntímann var fólk að gagnrýna Jón á Facebook og ég kommentaði undir án þess að vita í raun nokkuð um málið eitthvað á borð við: ,,Ég kaus sko ekki þennan trúð”. Mig langaði líklega að reyna að vera dálítið kúl, vera memm í kommentum og herma eftir hinum. Í dag skammast ég mín fyrir að hafa skrifað þetta, en ég var bara svo mikill óviti. Mér fannst uppistandið hans ,,Ég var einu sinni nörd” alveg einstaklega skemmtilegt og karakterinn Georg Bjarnfreðarson í ,,Næturvaktinni” algjör snilld. Fyrst þá fór ég að spekulera hver Jón Gnarr í rauninni er. Einhverntímann heyrði ég frétt um að þegar hann lenti í vandræðum og bað um hjálp hélt fólk að það væri bara grín og tók hann ekki alvarlega. Ég fann til með honum. Heldur fólk að hann sé bara ALLTAF að reyna að vera fyndinn og að grínast? Getur hann ekki bara fengið að vera hann sjálfur? Þessi dásamlega skrýtni maður með sinn alveg einstaka hlátur. Ef ég lít í eigin barm þá hef ég vissulega ætlast til þess að hann sé ALLTAF fyndinn. Reynið bara að ímynda ykkur pressuna?! Fólk með slíkar óraunhæfar væntingar til hans mun að sjálfsögðu verða fyrir vonbrigðum. Þessi tilætlunarsemi af samfélaginu um að vera ,,normal” (taugatýpísk) manneskja og það að vera skrýtið/n/nn eða öðruvísi sé einvörðungu ásættanlegt sem spaug eða í leikrænu samhengi er alvarleg meinsemd í okkar samfélagi sem þarf að uppræta. Það er til heill haugur af fólki sem eyðir ómældri orku í að reyna að bæla skrýtinleika sinn, hvort sem það er ADHD eða einhverfa því það vill ekki vera álitið fatlað. Það bitnar verulega á geðheilsu þessa fólks og ýtir alltof mörgum út í örorku. Haugur af fólki hér á Íslandi fær ekki að vera það sjálft, er í raun fatlað, en gerir allt sem það getur til að fela það því þeir vilja ekki verða fyrir mismunun. Jón Gnarr er fyrir mér alveg ótrúleg fyrirmynd. Hann er duglegasti maður sem ég veit af, auðmjúkur, einlægur, skemmtilegur, þakklátur, heiðarlegur sem elskar íslenska þjóð, tungu og menningu af öllu hjarta. Hann gaf mér kjark og von, en ég hefði aldrei þorað að byrja að prófa mig áfram á TikTok að reyna að finna sjálfa mig ef það væri ekki fyrir hann. Útaf honum þá verð ég minna og minna hrædd við það að fólki finnist ég skrýtin. Við þurfum Jón Gnarr sem forseta til að sýna að hér á Íslandi er allt í lagi að vera ADHD, einhverfur eða hvað svo sem fólk kýs að kalla alla þessa hluti sem telst ekki normal. Sýnum heiminum að Ísland samþykkir skrýtið/óvenjulegt og einstakt fólk. Þannig einstaklingar geta meira að segja orðið forsetar. Ég grátbið ykkur að kjósa Jón Gnarr. Höfundur er manneskja og Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mig líkaði ekkert alltaf við Jón Gnarr, en ég var unglingur þegar hann sprellaði í Fóstbræðrum og skildi alls ekkert alla brandarana þar. Mér fannst hann oft bara alls ekkert fyndinn, en reyndi að finnast hann skemmtilegur og sniðugur því að öðrum virtist finnast það. Ég eignaðist síðan einhvernveginn geisladiskinn ,,Kondí fíling (græna diskinn)” með Tvíhöfða, fékk hann líklega í jólagjöf. Þá plötu kunni ég nokkuð vel að meta og þá sérstaklega lögin, en ég var mjög ,,músíkölsk”. Píanókennarinn minn skrifaði það oft ef ekki alltaf í umsögn eftir hverja önn í mínu píanónámi (afsakið smá útúrdúr). Áhugaverð staðreynd að ég áttaði mig ekki á því fyrr en einhverjum árum seinna að Helga Braga var ekki að tala fyrir kvenkynsraddirnar á plötunni (ég var ,,mindblown”). Mér þótti frekar vandræðalegt að hafa ekki vitað þetta þannig að ég sagði engum frá, en segi nú í fyrsta skipti frá í skoðanagrein á Vísi.is svo að allir geti hlegið að þessu með mér. Ég man að mér fannst sniðugt að Jón Gnarr varð borgarstjóri. Sú staðreynd í sjálfu sér var gott grín. Síðan hugsaði ég ekkert mikið um það, enda hafði ég lítinn sem engan áhuga á pólitík. Einhverntímann var fólk að gagnrýna Jón á Facebook og ég kommentaði undir án þess að vita í raun nokkuð um málið eitthvað á borð við: ,,Ég kaus sko ekki þennan trúð”. Mig langaði líklega að reyna að vera dálítið kúl, vera memm í kommentum og herma eftir hinum. Í dag skammast ég mín fyrir að hafa skrifað þetta, en ég var bara svo mikill óviti. Mér fannst uppistandið hans ,,Ég var einu sinni nörd” alveg einstaklega skemmtilegt og karakterinn Georg Bjarnfreðarson í ,,Næturvaktinni” algjör snilld. Fyrst þá fór ég að spekulera hver Jón Gnarr í rauninni er. Einhverntímann heyrði ég frétt um að þegar hann lenti í vandræðum og bað um hjálp hélt fólk að það væri bara grín og tók hann ekki alvarlega. Ég fann til með honum. Heldur fólk að hann sé bara ALLTAF að reyna að vera fyndinn og að grínast? Getur hann ekki bara fengið að vera hann sjálfur? Þessi dásamlega skrýtni maður með sinn alveg einstaka hlátur. Ef ég lít í eigin barm þá hef ég vissulega ætlast til þess að hann sé ALLTAF fyndinn. Reynið bara að ímynda ykkur pressuna?! Fólk með slíkar óraunhæfar væntingar til hans mun að sjálfsögðu verða fyrir vonbrigðum. Þessi tilætlunarsemi af samfélaginu um að vera ,,normal” (taugatýpísk) manneskja og það að vera skrýtið/n/nn eða öðruvísi sé einvörðungu ásættanlegt sem spaug eða í leikrænu samhengi er alvarleg meinsemd í okkar samfélagi sem þarf að uppræta. Það er til heill haugur af fólki sem eyðir ómældri orku í að reyna að bæla skrýtinleika sinn, hvort sem það er ADHD eða einhverfa því það vill ekki vera álitið fatlað. Það bitnar verulega á geðheilsu þessa fólks og ýtir alltof mörgum út í örorku. Haugur af fólki hér á Íslandi fær ekki að vera það sjálft, er í raun fatlað, en gerir allt sem það getur til að fela það því þeir vilja ekki verða fyrir mismunun. Jón Gnarr er fyrir mér alveg ótrúleg fyrirmynd. Hann er duglegasti maður sem ég veit af, auðmjúkur, einlægur, skemmtilegur, þakklátur, heiðarlegur sem elskar íslenska þjóð, tungu og menningu af öllu hjarta. Hann gaf mér kjark og von, en ég hefði aldrei þorað að byrja að prófa mig áfram á TikTok að reyna að finna sjálfa mig ef það væri ekki fyrir hann. Útaf honum þá verð ég minna og minna hrædd við það að fólki finnist ég skrýtin. Við þurfum Jón Gnarr sem forseta til að sýna að hér á Íslandi er allt í lagi að vera ADHD, einhverfur eða hvað svo sem fólk kýs að kalla alla þessa hluti sem telst ekki normal. Sýnum heiminum að Ísland samþykkir skrýtið/óvenjulegt og einstakt fólk. Þannig einstaklingar geta meira að segja orðið forsetar. Ég grátbið ykkur að kjósa Jón Gnarr. Höfundur er manneskja og Íslendingur.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar