Jokic tók við MVP-styttunni og sýndi svo hver er bestur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2024 08:32 Nikola Jokic tekur við MVP-styttunni úr hendi Adams Silver, yfirmanns NBA-deildarinnar. getty/Matthew Stockman Nikola Jokic og Jalen Brunson voru aðalmennirnir í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þeir skoruðu báðir grimmt þegar Denver Nuggets og New York Knicks unnu andstæðinga sína. Denver bar sigurorð af Minnesota Timberwolves, 112-97, í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Meistararnir töpuðu fyrstu tveimur leikjum einvígisins en hafa nú unnið þrjá í röð og eru aðeins einum sigri frá því að komast áfram. Fyrir leikinn í nótt tók Jokic við styttunni fyrir að vera valinn besti leikmaður deildarinnar (MVP) og hann sýndi svo mátt sinn og megin gegn Úlfunum frá Minnesota. Jokic skoraði fjörutíu stig, tók sjö fráköst og gaf þrettán stoðsendingar í leiknum og Michael Malone, þjálfari Denver, var að vonum ánægður með sinn mann. „Hann gerði allt fyrir okkur í kvöld. Og það var gaman að fylgjast með því,“ sagði Malone. Nikola Jokic put the stamp on receiving his third #KiaMVP with a HISTORIC performance to power the @nuggets to a 3-2 series lead!🃏 40 PTS🃏 13 REB🃏 7 REB🃏 0 TO🃏 15-22 FGMGame 6: Thursday, 8:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/VnA2Z8N3tq— NBA (@NBA) May 15, 2024 Aaron Gordon skoraði átján stig og tók tíu fráköst hjá Denver og Jamal Murray og Kentavious Caldwell-Pope voru með sitt hvor sextán stigin. Karl-Anthony Towns skoraði 23 stig fyrir Minnesota og Anthony Edwards og Rudy Gobert voru báðir með átján stig. Knicks komst í 3-2 í einvíginu gegn Indiana Pacers í undanúrslitum Austurdeildarinnar með stórsigri í Madison Square Garden, 121-91. Brunson fór hamförum í leiknum og skoraði 44 stig. Josh Hart var með átján stig og ellefu fráköst og Alex Burks lagði einnig átján stig til af bekknum. Miles McBride skoraði sautján stig og Isaiah Hartenstein tók sautján fráköst, þar af tólf í sókn. Jalen Brunson rose to the occasion in Game 5 to help the @nyknicks take a 3-2 series lead at The Garden!🗽 44 PTS🗽 7 AST🗽 4 REB🗽 18-35 FGM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/zWgsQSY6FL— NBA (@NBA) May 15, 2024 Pascal Siakam skoraði 22 stig fyrir Indiana sem verður að vinna næsta leik til að knýja fram oddaleik á sunnudaginn. NBA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Denver bar sigurorð af Minnesota Timberwolves, 112-97, í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Meistararnir töpuðu fyrstu tveimur leikjum einvígisins en hafa nú unnið þrjá í röð og eru aðeins einum sigri frá því að komast áfram. Fyrir leikinn í nótt tók Jokic við styttunni fyrir að vera valinn besti leikmaður deildarinnar (MVP) og hann sýndi svo mátt sinn og megin gegn Úlfunum frá Minnesota. Jokic skoraði fjörutíu stig, tók sjö fráköst og gaf þrettán stoðsendingar í leiknum og Michael Malone, þjálfari Denver, var að vonum ánægður með sinn mann. „Hann gerði allt fyrir okkur í kvöld. Og það var gaman að fylgjast með því,“ sagði Malone. Nikola Jokic put the stamp on receiving his third #KiaMVP with a HISTORIC performance to power the @nuggets to a 3-2 series lead!🃏 40 PTS🃏 13 REB🃏 7 REB🃏 0 TO🃏 15-22 FGMGame 6: Thursday, 8:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/VnA2Z8N3tq— NBA (@NBA) May 15, 2024 Aaron Gordon skoraði átján stig og tók tíu fráköst hjá Denver og Jamal Murray og Kentavious Caldwell-Pope voru með sitt hvor sextán stigin. Karl-Anthony Towns skoraði 23 stig fyrir Minnesota og Anthony Edwards og Rudy Gobert voru báðir með átján stig. Knicks komst í 3-2 í einvíginu gegn Indiana Pacers í undanúrslitum Austurdeildarinnar með stórsigri í Madison Square Garden, 121-91. Brunson fór hamförum í leiknum og skoraði 44 stig. Josh Hart var með átján stig og ellefu fráköst og Alex Burks lagði einnig átján stig til af bekknum. Miles McBride skoraði sautján stig og Isaiah Hartenstein tók sautján fráköst, þar af tólf í sókn. Jalen Brunson rose to the occasion in Game 5 to help the @nyknicks take a 3-2 series lead at The Garden!🗽 44 PTS🗽 7 AST🗽 4 REB🗽 18-35 FGM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/zWgsQSY6FL— NBA (@NBA) May 15, 2024 Pascal Siakam skoraði 22 stig fyrir Indiana sem verður að vinna næsta leik til að knýja fram oddaleik á sunnudaginn.
NBA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum