Hver er Robert Fico? Jón Þór Stefánsson skrifar 16. maí 2024 14:01 Robert Fico var skotin í gær, en hann er sagður komin úr lífshættu. Getty Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, er ekki lengur talinn vera í lífshættu eftir skotárás í gær, en lítið annað er meira um áverka og ástand hans. Hann er sagður hafa verið skotinn fimm sinnum. Grunaður árásarmaður er ljóðskáld á áttræðisaldri sem var handtekinn skömmu eftir verknaðinn. Fico sór embættiseið sem forsætisráðherra í fjórða sinn í október síðastliðnum. Í kosningabaráttunni talaði hann gegn Bandaríkjunum og hvatti til þess að tengsl Slóvakíu við Rússland yrðu efld. Washington Post fjallaði um ferill Fico, sem fæddist árið 1964 í landinu sem þá hét Tékkóslóvakía. Hann var meðlimur í Kommúnistaflokknum og er þekktur fyrir þrautseigju og metorðagirnd. Eftir skiptinu Tékkóslóvakíu árið 1993 gekk hann til liðs við SDL-flokkinn, arftaka Kommúnistaflokksins. En eftir að hafa verið sniðgenginn af SDL, sem einnig dvínaði í vinsældum, stofnaði Fico sinn eigin flokk Smer árið 1999. SDL þurrkaðist hins vegar út á fjórum árum. Vinstri maður sem aðhyllist samsæriskenningar Fico, sem og flokkur hans Smer, er á vinstri væng stjórnmálanna en stefnan einkennist einnig af þjóðernishyggju og íhaldsstefnu. Washington Post minnist á að hann hafi lýst yfir andúð sinni á ættleiðingum samkynhneigðra, og sakað blaðamenn um að halda úti skipulagðri glæpastarfsemi. Hann er sagður hallur undir samsæriskenningar. Hann vill til dæmis meina að ungverski auðkýfingurinn George Soros velji forseta Slóvakíu, og segir úkraínska nasista hafa hafið stríðið í Úkraínu. „Stríð kemur alltaf frá vestrinu og friður úr austrinu,“ sagði hann í kosningabaráttunni í fyrra. Sagði af sér eftir dráp á blaðamanni Árið 2018 sagði Fico af sér í kjölfar manndrápsmáls. Blaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans Martina Kusnirova, bæði 27 ára gömul, voru myrt á heimili þeirra. Á meðal þess sem Kuciak hafði verið að rannsaka voru tengsl Fico við ítölsku mafíuna. Þrír menn hafa verið sakfelldir vegna morðanna. Mikil mótmæli brutust út vegna þessa og á endanum sagði Robert Fico af sér. Hann sneri síðan aftur á pólitíska sviðið í fyrra eftir nokkur ár úr sviðsljósinu. Í þingkosningunum í fyrra varð Smer stærsti flokkurinn og Fico gekk í ríkisstjórnarsamstarf á ný. „Eruð þið ánægð?“ Mikið uppnám varð í gær vegna skotárásarinnar. Bandamenn Fico hafa fullyrt að andstæðingar hans hafi skapað ástand þar sem atburður sem þessi gæti átt sér stað. „Þetta er ykkur að kenna,“ sagði Lubos Blaha, varaþingmaður Smer, við stjórnarandstæðinga í gær. „Eruð þið ánægð?“ sagði Andrej Danko, sem er í stjórnarsamstarfi með Fico, í gær og beindi spurningunni að blaðamönnum. Ástæða árásarmannsins fyrir verknaðinum liggur ekki fyrir að svo stöddu, en Matus Sutaj, innviðaráðherra Slóvakíu, hefur fullyrt að árásin hafi verið af pólitíksum toga. Slóvakía Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira
Fico sór embættiseið sem forsætisráðherra í fjórða sinn í október síðastliðnum. Í kosningabaráttunni talaði hann gegn Bandaríkjunum og hvatti til þess að tengsl Slóvakíu við Rússland yrðu efld. Washington Post fjallaði um ferill Fico, sem fæddist árið 1964 í landinu sem þá hét Tékkóslóvakía. Hann var meðlimur í Kommúnistaflokknum og er þekktur fyrir þrautseigju og metorðagirnd. Eftir skiptinu Tékkóslóvakíu árið 1993 gekk hann til liðs við SDL-flokkinn, arftaka Kommúnistaflokksins. En eftir að hafa verið sniðgenginn af SDL, sem einnig dvínaði í vinsældum, stofnaði Fico sinn eigin flokk Smer árið 1999. SDL þurrkaðist hins vegar út á fjórum árum. Vinstri maður sem aðhyllist samsæriskenningar Fico, sem og flokkur hans Smer, er á vinstri væng stjórnmálanna en stefnan einkennist einnig af þjóðernishyggju og íhaldsstefnu. Washington Post minnist á að hann hafi lýst yfir andúð sinni á ættleiðingum samkynhneigðra, og sakað blaðamenn um að halda úti skipulagðri glæpastarfsemi. Hann er sagður hallur undir samsæriskenningar. Hann vill til dæmis meina að ungverski auðkýfingurinn George Soros velji forseta Slóvakíu, og segir úkraínska nasista hafa hafið stríðið í Úkraínu. „Stríð kemur alltaf frá vestrinu og friður úr austrinu,“ sagði hann í kosningabaráttunni í fyrra. Sagði af sér eftir dráp á blaðamanni Árið 2018 sagði Fico af sér í kjölfar manndrápsmáls. Blaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans Martina Kusnirova, bæði 27 ára gömul, voru myrt á heimili þeirra. Á meðal þess sem Kuciak hafði verið að rannsaka voru tengsl Fico við ítölsku mafíuna. Þrír menn hafa verið sakfelldir vegna morðanna. Mikil mótmæli brutust út vegna þessa og á endanum sagði Robert Fico af sér. Hann sneri síðan aftur á pólitíska sviðið í fyrra eftir nokkur ár úr sviðsljósinu. Í þingkosningunum í fyrra varð Smer stærsti flokkurinn og Fico gekk í ríkisstjórnarsamstarf á ný. „Eruð þið ánægð?“ Mikið uppnám varð í gær vegna skotárásarinnar. Bandamenn Fico hafa fullyrt að andstæðingar hans hafi skapað ástand þar sem atburður sem þessi gæti átt sér stað. „Þetta er ykkur að kenna,“ sagði Lubos Blaha, varaþingmaður Smer, við stjórnarandstæðinga í gær. „Eruð þið ánægð?“ sagði Andrej Danko, sem er í stjórnarsamstarfi með Fico, í gær og beindi spurningunni að blaðamönnum. Ástæða árásarmannsins fyrir verknaðinum liggur ekki fyrir að svo stöddu, en Matus Sutaj, innviðaráðherra Slóvakíu, hefur fullyrt að árásin hafi verið af pólitíksum toga.
Slóvakía Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira