Uppgjörið og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 94-91 | Tvíframlengdur spennutryllir Siggeir Ævarsson skrifar 16. maí 2024 22:20 Keflavík og Njarðvík buðu upp á háspennuleik í kvöld. Vísir/Diego Keflavík er komið 1-0 yfir í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna í körfubolta eftir ótrúlegan sigur á Njarðvík í tvíframlengdum leik. Ef marka má leik kvöldsins verður einvígið algjör veisla allt til enda. Stóra spurningin fyrir kvöldið var auðvitað hvernig Keflvíkingar myndu stilla upp sínu byrjunarliði í fjarveru Birnu Benónýsdóttur. Niðurstaðan var að fá fyrirliða liðsins, Önnu Ingunni Svansdóttur, inn í byrjunarliðið. Sú breyting var ekki að virka og Njarðvík fór mun betur af stað í leiknum meðan að sóknarleikur heimakvenna var striður. En eftir stirða byrjun náðu Keflvíkingar sér betur á strik og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 15-14. Þær náðu svo ágætum takti í sinn leik í öðrum leikhluta en Njarðvíkingar skoruðu síðustu tvær körfurnar og leiddu í hálfleik, 32-36. Bæði lið að taka mikið af þristum en að hitta lítið, voru alls með 30 skot en aðeins fjóra þrista ofan í. Njarðvíkingar tóku góðan sprett undir lok þriðja leikhluta. Eftir að hafa verið með einn þrist ofan í í 20 tilraunum duttu tveir í röð og svo nokkrar körfur til og munurinn allt í einu kominn upp í tíu stig. Selena Lott fór mikinn á þessum tímapunkti og skoraði níu síðustu stig Njarðvíkur í leikhlutanum en staðan var 52-57 fyrir lokaátökin. Gestirnir héldu dampi í fjórða og héldu muninum um það bil í fimm stigum. Þá var komið að Thelmu Dís Ágústsdóttur að taka leikinn yfir en hún skoraði tólf stig í röð og Keflvíkingar allt í einu komnir 71-69 yfir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. Lokasekúndurnar urðu æsispennandi. Daniela Wallen brenndi af galopnu sniðskoti í stöðunni 71-71 og Njarðvík fékk því tækifæri til að gera út um leikinn en náðu ekki skoti á loft á átta sekúndum og því þurfti að grípa til framlengingar. Sú var ekki minna spennandi en báðum liðum gekk illa að skora og staðan enn jöfn 78-78 þegar framlengingunni lauk. Því þurfti að framlengja aftur. Þar setti Thelma Dís niður þrjá þrista með skömmu millibili fyrir Keflavík sem gerðu í raun út um leikinn. Þessum ótrúlega leik lauk svo loks með þriggja stiga sigri Keflavíkur, 94-91. Atvik leiksins Þessar lokamínútur hjá Thelmu voru náttúrulega alveg ótrúlegar. Hún gerði í raun út um leikinn með þristaregni og ótrúlegt að Njarðvíkingar hafi ekki náð að loka á hana. Stjörnur og skúrkar Aftur er það Thelma sem er í aðalhlutverki. 29 stig frá henni og megnið af þeim á síðustu 20 mínútum leiksins. Þá var Daniela Wallen öflugt með 19 stig og 17 fráköst og Sara Rún Hinriksdóttir setti mikilvæg stig undir lokin. 20 frá henni alls og átta fráköst. Hjá Njarðvík tók Selena Lott stigakorið yfir undir lokin, 39 stig frá henni og 14 fráköst. Aðeins ein stoðsending í bland við þessi fjölmörgu stig og það sást undir lokin að hún var orðin ansi þreytt. Það sama má segja um Emilie Hessedal sem endaði með 15 stig, 20 fráköst og sjö stoðsendingar. Það má kannski finna skúr kvöldsins í skotnýtingu Njarðvíkur en liðið setti aðeins sex þrista niður í 30 tilraunum, sem gefur 20 prósent nýtingu. Dómarar Dómarar kvöldsins voru Davíð Tómas Tómasson, Jón Þór Eyþórsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Þeir létu leikinn fljóta vel, slepptu villu hér og þar og á stöku stað fannst mér þeir dæma þveröfugt miðað við hvað ég sá úr blaðamannastúkunni en ég er auðvitað ekki með dómarapróf. Smellum B+ á þá fyrir kvöldið. Stemming og umgjörð Það var vel mætt í Blue höllina í kvöld en þó ekki jafn gríðarlega vel og á oddaleikinn fyrir þremur kvöldum. Kannski truflaði það eitthvað að Keflavík var einnig að spila í Mjólkurbikarnum í fótbolta nánast á sama tíma. Eitthvað af lausum sætum og stuðningsmannasveitin fyrir miðju var ansi ung að árum. Stemmingin annars góð í Keflavík en ég verð að gera alvarlega athugasemd við tónlistarvalið hjá plötusnúðnum í kvöld en á köflum var engu líkara en maður væri mættur í slökunartíma í jóga. Viðtöl Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík
Keflavík er komið 1-0 yfir í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna í körfubolta eftir ótrúlegan sigur á Njarðvík í tvíframlengdum leik. Ef marka má leik kvöldsins verður einvígið algjör veisla allt til enda. Stóra spurningin fyrir kvöldið var auðvitað hvernig Keflvíkingar myndu stilla upp sínu byrjunarliði í fjarveru Birnu Benónýsdóttur. Niðurstaðan var að fá fyrirliða liðsins, Önnu Ingunni Svansdóttur, inn í byrjunarliðið. Sú breyting var ekki að virka og Njarðvík fór mun betur af stað í leiknum meðan að sóknarleikur heimakvenna var striður. En eftir stirða byrjun náðu Keflvíkingar sér betur á strik og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 15-14. Þær náðu svo ágætum takti í sinn leik í öðrum leikhluta en Njarðvíkingar skoruðu síðustu tvær körfurnar og leiddu í hálfleik, 32-36. Bæði lið að taka mikið af þristum en að hitta lítið, voru alls með 30 skot en aðeins fjóra þrista ofan í. Njarðvíkingar tóku góðan sprett undir lok þriðja leikhluta. Eftir að hafa verið með einn þrist ofan í í 20 tilraunum duttu tveir í röð og svo nokkrar körfur til og munurinn allt í einu kominn upp í tíu stig. Selena Lott fór mikinn á þessum tímapunkti og skoraði níu síðustu stig Njarðvíkur í leikhlutanum en staðan var 52-57 fyrir lokaátökin. Gestirnir héldu dampi í fjórða og héldu muninum um það bil í fimm stigum. Þá var komið að Thelmu Dís Ágústsdóttur að taka leikinn yfir en hún skoraði tólf stig í röð og Keflvíkingar allt í einu komnir 71-69 yfir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. Lokasekúndurnar urðu æsispennandi. Daniela Wallen brenndi af galopnu sniðskoti í stöðunni 71-71 og Njarðvík fékk því tækifæri til að gera út um leikinn en náðu ekki skoti á loft á átta sekúndum og því þurfti að grípa til framlengingar. Sú var ekki minna spennandi en báðum liðum gekk illa að skora og staðan enn jöfn 78-78 þegar framlengingunni lauk. Því þurfti að framlengja aftur. Þar setti Thelma Dís niður þrjá þrista með skömmu millibili fyrir Keflavík sem gerðu í raun út um leikinn. Þessum ótrúlega leik lauk svo loks með þriggja stiga sigri Keflavíkur, 94-91. Atvik leiksins Þessar lokamínútur hjá Thelmu voru náttúrulega alveg ótrúlegar. Hún gerði í raun út um leikinn með þristaregni og ótrúlegt að Njarðvíkingar hafi ekki náð að loka á hana. Stjörnur og skúrkar Aftur er það Thelma sem er í aðalhlutverki. 29 stig frá henni og megnið af þeim á síðustu 20 mínútum leiksins. Þá var Daniela Wallen öflugt með 19 stig og 17 fráköst og Sara Rún Hinriksdóttir setti mikilvæg stig undir lokin. 20 frá henni alls og átta fráköst. Hjá Njarðvík tók Selena Lott stigakorið yfir undir lokin, 39 stig frá henni og 14 fráköst. Aðeins ein stoðsending í bland við þessi fjölmörgu stig og það sást undir lokin að hún var orðin ansi þreytt. Það sama má segja um Emilie Hessedal sem endaði með 15 stig, 20 fráköst og sjö stoðsendingar. Það má kannski finna skúr kvöldsins í skotnýtingu Njarðvíkur en liðið setti aðeins sex þrista niður í 30 tilraunum, sem gefur 20 prósent nýtingu. Dómarar Dómarar kvöldsins voru Davíð Tómas Tómasson, Jón Þór Eyþórsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Þeir létu leikinn fljóta vel, slepptu villu hér og þar og á stöku stað fannst mér þeir dæma þveröfugt miðað við hvað ég sá úr blaðamannastúkunni en ég er auðvitað ekki með dómarapróf. Smellum B+ á þá fyrir kvöldið. Stemming og umgjörð Það var vel mætt í Blue höllina í kvöld en þó ekki jafn gríðarlega vel og á oddaleikinn fyrir þremur kvöldum. Kannski truflaði það eitthvað að Keflavík var einnig að spila í Mjólkurbikarnum í fótbolta nánast á sama tíma. Eitthvað af lausum sætum og stuðningsmannasveitin fyrir miðju var ansi ung að árum. Stemmingin annars góð í Keflavík en ég verð að gera alvarlega athugasemd við tónlistarvalið hjá plötusnúðnum í kvöld en á köflum var engu líkara en maður væri mættur í slökunartíma í jóga. Viðtöl
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum