Algeng mistök við fasteignakaup og hvernig þú forðast þau Kristín Ósk Þórðardóttir skrifar 16. maí 2024 16:01 Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa um mikilvægi innivistar er að það vekur hjá mér áhyggjur þegar ég sé hversu þétt er verið að byggja íbúðir í mínu nærumhverfi. Ég hef áhyggjur af því að fólk sé ekki alltaf nægilega vel upplýst um þá þætti sem mestu máli skiptir fyrir gæði innivistar. Mikilvægt er að fólk sé vel upplýst um hvernig slíkir þættir, eins og nægilegt dagsljós, útsýni, loftgæði og hljóðvist, geta haft bein áhrif á líðan og heilsu. Ég tel að með aukinni vitund um þessi mál getum við tekið skynsamlegri og heilbrigðari ákvarðanir þegar kemur að því að velja okkur heimili. Að kaupa íbúð er einn af mikilvægustu fjárhagslegu ákvörðunum sem einstaklingar standa frammi fyrir. Það er ekki aðeins um að ræða fjárfestingu í fasteign, heldur einnig í lífsgæðum og heilsu. Við kaup á íbúð eru nokkur algeng mistök sem geta haft langtímaáhrif á heilsu kaupenda. Hér eru helstu mistökin og ráð til að forðast þau í ljósi mikilvægis góðrar innivistar: Ekki að kanna loftgæði innandyra: Mengun innandyra getur verið falin hætta. Til dæmis er algengt að vakna með höfuðverk ef það er þungt loft í svefnherbergjum. Gott er að spyrja fasteignasala hvernig loftræstingin er í íbúðinni? Eru loftinntök og -úttök nógu góð til að tryggja ferskt loft og forðast rakasöfnun sem getur valdið myglu? Er hægt að lofta út og lofta í gegn? Eru skilyrðin fyrir utan þannig að þú getir fengið hreint loft inn í íbúðina? Vanmat á mikilvægi náttúrulegs ljóss: Skortur á náttúrulegu ljósi getur haft veruleg áhrif á geðheilsu og almenna líðan. Þegar þú skoðar íbúðir, athugaðu stöðu glugga og hversu mikið af dagsbirtu kemst inn, athuga hvort filmur séu í glugga sem geta hindrað dagsbirtuna. Kíktu á eignina á mismunandi tímum dags til að fá skýra mynd af ljósmagni. Hvernig snýr eignin uppá sólarupprás og sólarlag? Eru gluggar á öllum hliðum íbúðar, nær dagsbirtan inn í öll rými? Að hunsa hljóðvist og hávaða: Góð hljóðeinangrun er lykilatriði í þægilegu heimilislífi. Ef íbúðin er nærri hávaðasömum svæðum, eins og umferðargötum eða iðnaðarsvæðum, getur það truflað svefn og daglegt líf. Þú ættir að kanna hljóðeinangrun og jafnvel heimsækja íbúðina á hávaðatímum til að meta áhrifin. Ekki að taka tillit til hita- og loftrakastigs: Of mikill eða of lítill hiti og loftraki getur haft áhrif á heilsuna. Of lítill loftraki gerir loftið þurrt, sem þurrkar slímhúðir í nefi og hálsi, og gerir þig viðkvæmari fyrir veirum og bakteríum. Of lítill loftraki getur líka valdið þurrki á húð og kláða. Of mikill hiti getur gert það erfitt að sofna og komið í veg fyrir að ná djúpum svefni, eins getur of mikill kuldi truflað náttúrulega svefnhringrás. Athugaðu hvernig hita- og rakastjórnunarkerfi virkar í íbúðinni, svo sem upphitun, loftræstingu og loftskipti. Það er ráðlegt að spyrja núverandi íbúa um þeirra reynslu af þessum þáttum eða spyrja fasteignasala. Að vanrækja mikilvægi útsýnis og tengingar við náttúru: Útsýnið yfir græn svæði og tengslin við náttúruna geta haft verulega jákvæð áhrif á geðheilsu. Þegar þú velur íbúð, ekki einungis einblína á staðsetningu og stærð; taktu einnig tillit til útsýnisins og hversu nálægt hún er útivistarsvæðum. Hvernig er útsýnið frá íbúðinni? Hvernig mun hverfið þróast í náinni framtíð? Athugaðu einnig hvort fyrirhugaðar byggingar gætu truflað útsýnið og minnkað birtu í framtíðinni. Með því að hafa þessi atriði í huga þegar skoðaðar eru íbúðir, getur þú dregið úr líkum á að gera algeng mistök við fasteignakaup sem geta haft langvarandi neikvæð áhrif á heilsu og lífsgæði. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur hjá Lotu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa um mikilvægi innivistar er að það vekur hjá mér áhyggjur þegar ég sé hversu þétt er verið að byggja íbúðir í mínu nærumhverfi. Ég hef áhyggjur af því að fólk sé ekki alltaf nægilega vel upplýst um þá þætti sem mestu máli skiptir fyrir gæði innivistar. Mikilvægt er að fólk sé vel upplýst um hvernig slíkir þættir, eins og nægilegt dagsljós, útsýni, loftgæði og hljóðvist, geta haft bein áhrif á líðan og heilsu. Ég tel að með aukinni vitund um þessi mál getum við tekið skynsamlegri og heilbrigðari ákvarðanir þegar kemur að því að velja okkur heimili. Að kaupa íbúð er einn af mikilvægustu fjárhagslegu ákvörðunum sem einstaklingar standa frammi fyrir. Það er ekki aðeins um að ræða fjárfestingu í fasteign, heldur einnig í lífsgæðum og heilsu. Við kaup á íbúð eru nokkur algeng mistök sem geta haft langtímaáhrif á heilsu kaupenda. Hér eru helstu mistökin og ráð til að forðast þau í ljósi mikilvægis góðrar innivistar: Ekki að kanna loftgæði innandyra: Mengun innandyra getur verið falin hætta. Til dæmis er algengt að vakna með höfuðverk ef það er þungt loft í svefnherbergjum. Gott er að spyrja fasteignasala hvernig loftræstingin er í íbúðinni? Eru loftinntök og -úttök nógu góð til að tryggja ferskt loft og forðast rakasöfnun sem getur valdið myglu? Er hægt að lofta út og lofta í gegn? Eru skilyrðin fyrir utan þannig að þú getir fengið hreint loft inn í íbúðina? Vanmat á mikilvægi náttúrulegs ljóss: Skortur á náttúrulegu ljósi getur haft veruleg áhrif á geðheilsu og almenna líðan. Þegar þú skoðar íbúðir, athugaðu stöðu glugga og hversu mikið af dagsbirtu kemst inn, athuga hvort filmur séu í glugga sem geta hindrað dagsbirtuna. Kíktu á eignina á mismunandi tímum dags til að fá skýra mynd af ljósmagni. Hvernig snýr eignin uppá sólarupprás og sólarlag? Eru gluggar á öllum hliðum íbúðar, nær dagsbirtan inn í öll rými? Að hunsa hljóðvist og hávaða: Góð hljóðeinangrun er lykilatriði í þægilegu heimilislífi. Ef íbúðin er nærri hávaðasömum svæðum, eins og umferðargötum eða iðnaðarsvæðum, getur það truflað svefn og daglegt líf. Þú ættir að kanna hljóðeinangrun og jafnvel heimsækja íbúðina á hávaðatímum til að meta áhrifin. Ekki að taka tillit til hita- og loftrakastigs: Of mikill eða of lítill hiti og loftraki getur haft áhrif á heilsuna. Of lítill loftraki gerir loftið þurrt, sem þurrkar slímhúðir í nefi og hálsi, og gerir þig viðkvæmari fyrir veirum og bakteríum. Of lítill loftraki getur líka valdið þurrki á húð og kláða. Of mikill hiti getur gert það erfitt að sofna og komið í veg fyrir að ná djúpum svefni, eins getur of mikill kuldi truflað náttúrulega svefnhringrás. Athugaðu hvernig hita- og rakastjórnunarkerfi virkar í íbúðinni, svo sem upphitun, loftræstingu og loftskipti. Það er ráðlegt að spyrja núverandi íbúa um þeirra reynslu af þessum þáttum eða spyrja fasteignasala. Að vanrækja mikilvægi útsýnis og tengingar við náttúru: Útsýnið yfir græn svæði og tengslin við náttúruna geta haft verulega jákvæð áhrif á geðheilsu. Þegar þú velur íbúð, ekki einungis einblína á staðsetningu og stærð; taktu einnig tillit til útsýnisins og hversu nálægt hún er útivistarsvæðum. Hvernig er útsýnið frá íbúðinni? Hvernig mun hverfið þróast í náinni framtíð? Athugaðu einnig hvort fyrirhugaðar byggingar gætu truflað útsýnið og minnkað birtu í framtíðinni. Með því að hafa þessi atriði í huga þegar skoðaðar eru íbúðir, getur þú dregið úr líkum á að gera algeng mistök við fasteignakaup sem geta haft langvarandi neikvæð áhrif á heilsu og lífsgæði. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur hjá Lotu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun