Forseti Íslands, Baldur Þórhallsson Friðrik Erlingsson skrifar 16. maí 2024 16:31 Kynhneigð fólks er ekki persónan. Kyn, kynhneigð eða kynvitund hafa vissulega áhrif á afstöðu einstaklingsins til mála sem tengjast þeim þáttum, ekki síst ef viðkomandi hefur mætt fordómum. En hver við erum sem kynverur er aðeins brot af hinu flókna vélvirki persónuleikans; hver manneskja er svo miklu meira en bara kyn, kynhneigð eða kynvitund. Þegar komið er að því að velja einstakling til að taka að sér opinbert starf sem tengist stjórnmálum, menningu, sögu, vísindastarfi – raunar samfélaginu í allri sinni breidd – og til að vera fulltrúi þjóðarinnar með erlendum þjóðhöfðingjum – þá blasir það við að kyn, kynhneigð eða kynvitund hefur nákvæmlega ekkert með þau mál að gera. Það er ótrúlegt að á okkar tímum skuli einstaklingur í framboði til embættis forseta Íslands virkilega þurfa að segja þessi orð: „Ég er einfaldlega forsetaframbjóðandi, ekki hommi í framboði.“ En svo lágkúruleg og smásálarleg hefur umræðan orðið, að Baldur Þórhallsson var tilneyddur að segja þessi orð, sér og framboði sínu til varnar, og um leið til að árétta þá augljósu staðreynd að kyn eða kynhneigð er ekki persóna. Hvert og eitt okkar höfum mörgum ólíkum hlutverkum að gegna í lífinu, eins og allir ættu að þekkja vel á eigin skinni. Sum hlutverkin tilheyra persónulegu lífi með fjölskyldu og nánum vinum, önnur hinu ytra lífi sem tengjast menntun, starfi, áhugamálum o.sv.fr. Baldur Þórhallsson er sonur, bróðir og frændi, hann er eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi: sjö hlutverk sem tilheyra hans persónulega einkalífi; fjölskyldulífi sem tilheyrir honum og hans fólki eingöngu og hverjum þeim sem hann eða þau velja að bjóða í heimsókn. Eðli málsins samkvæmt verður fjölskylda forsetaframbjóðanda í kastljósi fjölmiðla, því almenningur vill og þarf að sjá fólkið sem er bakland hvers frambjóðanda. En það gefur engum óviðkomandi rétt til þess að ryðjast inn til fjölskyldunnar á skítugum skónum með fordóma sína, ranghugmyndir og varmennsku. Slík framkoma gerir enda fátt annað en að auglýsa þá andlegu og tilfinningalegu eyðimörk sem viðkomandi einstaklingur hefur valið sér að grafarstæði. Baldur Þórhallsson er líka stjórnmálafræðingur, prófessor við Háskóla Íslands, höfundur bóka, fræðigreina og fyrirlestra á sínu sérsviði og hefur kennt í háskólum víða um heim, verið ötull í félagsmálum stúdenta, komið á fót rannsóknarsetri við Háskóla Íslands og verið virkur í réttindabaráttu hinsegin fólks, sem hefur styrkt sannfæringu hans um nauðsyn mannréttindabaráttu á öllum sviðum mannlífsins. Hér eru því önnur sjö hlutverk, sem tilheyra hinu ytra og opinbera lífi hans. Ég kynntist Baldri þegar ég hóf störf sem leiðsögumaður í hellunum við Hellu, sem er eitt öflugasta söguferðaþjónustufyrirtæki á Suðurlandi, rekið af þeim systkinum Ólöfu og Baldri á ættaróðalinu Ægissíðu, þar sem faðir þeirra, Þórhallur, situr í sæmd sinni. Ég hafði aðeins séð Baldur í fjölmiðlum fram að því, að ræða um hugðarefni sín í stjórnmálum, en nú kynntist ég hlið sem ég síst átti von á: atorkumiklum framkvæmdamanni, glaðbeittum og brennandi áhugamanni um menningu þjóðarinnar, sem var mikið í mun að kynna Íslendingum þá stórmerku sögu sem býr í þessum mögnuðu fyrirbærum í landi Ægissíðu; úthöggnum sandsteinshellum sem eru með elstu uppistandandi mannvirkjum á landinu. Covid-árið mikla, þegar Íslendingar fengu styrk úr Ríkissjóði til að ferðast um landið, komu stórir hópar fólks í hellana, lifðu sig inn í menningarsögu fortíðarinnar, fengu nýja og óvænta sýn á sögu lands og þjóðar og komu út í dagsbirtuna innblásnir í anda. Það var gaman að vera þátttakandi í þessu menningarævintýri alvöru söguferðaþjónustu og sjá hversu mikil áhrif upplifunin hafði á gesti. Þar sá ég Baldur að verki; hvernig hann tók á móti ólíkum hópum af fólki, hvernig hann heillaði það með leiðsögn sinni og framkomu, hvernig hann kvaddi gesti, hvernig hann greiddi úr óvæntum uppákomum eða lagði á ráðin um breytingar eða umbætur. Það er óhætt að segja að ég hafi séð allar hliðar hans sem snúa að samskiptum við ókunnuga jafnt og við samstarfsmenn eða fjölskyldu; verið vitni að framkomu hans, samtölum, vangaveltum og ákvörðunum sem tilheyra rekstri sem þessum og öðru sem slíku fylgir. Þar kynntist ég manni heilinda og heiðvirðleika, dugnaðarmanni og góðum dreng, frábærum félaga og auðmjúkum leiðtoga, sem býr einmitt yfir kostum hins sanna leiðtoga: að tendra áhuga og fá fólk í lið með sér, í stað þess að gefa skipanir; hlusta á tillögur og velja þær sem henta viðkomandi verkefni best, en ekki standa fastur á eigin hugmyndum líkt og þær væru hið eina rétta. Fyrir þessar forsetakosningar spyr ég ekki hvort einhver frambjóðenda geti „valdið embættinu“ heldur hvort hann geti „verið embættið:“ tekið það í faðminn og gert það að sínu, líkt og við öll höfum séð herra Guðna Th. Jóhannesson gera undanfarin ár með glæsibrag og líkt og við sáum frú Vigdísi Finnbogadóttur gera á sínum tíma, a.m.k. þau okkar sem fylgdust með frá upphafi embættistíma hennar. Í mínum huga býr Baldur Þórhallsson yfir þeim fjölbreyttu mannkostum og reynslu sem mér finnst forseti Íslands þurfa að hafa til að bera - og sjálfstæði og þroska til að gera embættið að sínu - að verða embættið – til gæfu og sóma fyrir land og þjóð. Höfundur er rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Friðrik Erlingsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Kynhneigð fólks er ekki persónan. Kyn, kynhneigð eða kynvitund hafa vissulega áhrif á afstöðu einstaklingsins til mála sem tengjast þeim þáttum, ekki síst ef viðkomandi hefur mætt fordómum. En hver við erum sem kynverur er aðeins brot af hinu flókna vélvirki persónuleikans; hver manneskja er svo miklu meira en bara kyn, kynhneigð eða kynvitund. Þegar komið er að því að velja einstakling til að taka að sér opinbert starf sem tengist stjórnmálum, menningu, sögu, vísindastarfi – raunar samfélaginu í allri sinni breidd – og til að vera fulltrúi þjóðarinnar með erlendum þjóðhöfðingjum – þá blasir það við að kyn, kynhneigð eða kynvitund hefur nákvæmlega ekkert með þau mál að gera. Það er ótrúlegt að á okkar tímum skuli einstaklingur í framboði til embættis forseta Íslands virkilega þurfa að segja þessi orð: „Ég er einfaldlega forsetaframbjóðandi, ekki hommi í framboði.“ En svo lágkúruleg og smásálarleg hefur umræðan orðið, að Baldur Þórhallsson var tilneyddur að segja þessi orð, sér og framboði sínu til varnar, og um leið til að árétta þá augljósu staðreynd að kyn eða kynhneigð er ekki persóna. Hvert og eitt okkar höfum mörgum ólíkum hlutverkum að gegna í lífinu, eins og allir ættu að þekkja vel á eigin skinni. Sum hlutverkin tilheyra persónulegu lífi með fjölskyldu og nánum vinum, önnur hinu ytra lífi sem tengjast menntun, starfi, áhugamálum o.sv.fr. Baldur Þórhallsson er sonur, bróðir og frændi, hann er eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi: sjö hlutverk sem tilheyra hans persónulega einkalífi; fjölskyldulífi sem tilheyrir honum og hans fólki eingöngu og hverjum þeim sem hann eða þau velja að bjóða í heimsókn. Eðli málsins samkvæmt verður fjölskylda forsetaframbjóðanda í kastljósi fjölmiðla, því almenningur vill og þarf að sjá fólkið sem er bakland hvers frambjóðanda. En það gefur engum óviðkomandi rétt til þess að ryðjast inn til fjölskyldunnar á skítugum skónum með fordóma sína, ranghugmyndir og varmennsku. Slík framkoma gerir enda fátt annað en að auglýsa þá andlegu og tilfinningalegu eyðimörk sem viðkomandi einstaklingur hefur valið sér að grafarstæði. Baldur Þórhallsson er líka stjórnmálafræðingur, prófessor við Háskóla Íslands, höfundur bóka, fræðigreina og fyrirlestra á sínu sérsviði og hefur kennt í háskólum víða um heim, verið ötull í félagsmálum stúdenta, komið á fót rannsóknarsetri við Háskóla Íslands og verið virkur í réttindabaráttu hinsegin fólks, sem hefur styrkt sannfæringu hans um nauðsyn mannréttindabaráttu á öllum sviðum mannlífsins. Hér eru því önnur sjö hlutverk, sem tilheyra hinu ytra og opinbera lífi hans. Ég kynntist Baldri þegar ég hóf störf sem leiðsögumaður í hellunum við Hellu, sem er eitt öflugasta söguferðaþjónustufyrirtæki á Suðurlandi, rekið af þeim systkinum Ólöfu og Baldri á ættaróðalinu Ægissíðu, þar sem faðir þeirra, Þórhallur, situr í sæmd sinni. Ég hafði aðeins séð Baldur í fjölmiðlum fram að því, að ræða um hugðarefni sín í stjórnmálum, en nú kynntist ég hlið sem ég síst átti von á: atorkumiklum framkvæmdamanni, glaðbeittum og brennandi áhugamanni um menningu þjóðarinnar, sem var mikið í mun að kynna Íslendingum þá stórmerku sögu sem býr í þessum mögnuðu fyrirbærum í landi Ægissíðu; úthöggnum sandsteinshellum sem eru með elstu uppistandandi mannvirkjum á landinu. Covid-árið mikla, þegar Íslendingar fengu styrk úr Ríkissjóði til að ferðast um landið, komu stórir hópar fólks í hellana, lifðu sig inn í menningarsögu fortíðarinnar, fengu nýja og óvænta sýn á sögu lands og þjóðar og komu út í dagsbirtuna innblásnir í anda. Það var gaman að vera þátttakandi í þessu menningarævintýri alvöru söguferðaþjónustu og sjá hversu mikil áhrif upplifunin hafði á gesti. Þar sá ég Baldur að verki; hvernig hann tók á móti ólíkum hópum af fólki, hvernig hann heillaði það með leiðsögn sinni og framkomu, hvernig hann kvaddi gesti, hvernig hann greiddi úr óvæntum uppákomum eða lagði á ráðin um breytingar eða umbætur. Það er óhætt að segja að ég hafi séð allar hliðar hans sem snúa að samskiptum við ókunnuga jafnt og við samstarfsmenn eða fjölskyldu; verið vitni að framkomu hans, samtölum, vangaveltum og ákvörðunum sem tilheyra rekstri sem þessum og öðru sem slíku fylgir. Þar kynntist ég manni heilinda og heiðvirðleika, dugnaðarmanni og góðum dreng, frábærum félaga og auðmjúkum leiðtoga, sem býr einmitt yfir kostum hins sanna leiðtoga: að tendra áhuga og fá fólk í lið með sér, í stað þess að gefa skipanir; hlusta á tillögur og velja þær sem henta viðkomandi verkefni best, en ekki standa fastur á eigin hugmyndum líkt og þær væru hið eina rétta. Fyrir þessar forsetakosningar spyr ég ekki hvort einhver frambjóðenda geti „valdið embættinu“ heldur hvort hann geti „verið embættið:“ tekið það í faðminn og gert það að sínu, líkt og við öll höfum séð herra Guðna Th. Jóhannesson gera undanfarin ár með glæsibrag og líkt og við sáum frú Vigdísi Finnbogadóttur gera á sínum tíma, a.m.k. þau okkar sem fylgdust með frá upphafi embættistíma hennar. Í mínum huga býr Baldur Þórhallsson yfir þeim fjölbreyttu mannkostum og reynslu sem mér finnst forseti Íslands þurfa að hafa til að bera - og sjálfstæði og þroska til að gera embættið að sínu - að verða embættið – til gæfu og sóma fyrir land og þjóð. Höfundur er rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun