Eru stjórnvöld að virða réttindi barna á flótta? Hópur fólks í ungmennaráði UNICEF á Íslandi skrifar 16. maí 2024 17:01 „Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ Svona hljóðar 22. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um börn sem flóttamenn. Hún er skýr en það er skylda stjórnvalda að sjá til þess að þau börn sem koma til landsins á flótta frá heimili sínu fái að njóta réttinda Barnasáttmálans líkt og önnur börn. Þann 20. febrúar 2013 var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi en hafði fyrir það verið fullgiltur síðan 1992. Ísland hefur því verið að fylgja Barnasáttmálanum í rúm 30 ár. Stjórnvöld og opinberar stofnanir ættu því að vera vel að sér í málum er varða réttindi barna og sjá til þess að ekki sé brotið gegn þeim réttindum sem Barnasáttmálinn kveður á um. Því miður virðist það ekki vera raunin og greinilega kominn tími á upprifjun hjá hinu opinbera. Yazan er tólf ára drengur frá Palestínu sem kom til landsins fyrir tæpu ári síðan. Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne sem er mjög ágengur og ræðst á alla vöðva líkamans og notast Yazan því við hjólastól. Hér á Íslandi hefur hann fengið mikla þjónustu til þess að halda sjúkdómnum í skefjum og hefur hann aðlagast lífinu vel hér á landi. Nú stendur til að vísa Yazan, ásamt fjölskyldu sinni, úr landi og missir hann því aðgang að þeirri lífsnauðsynlegu þjónustu sem að hann hefur fengið hér á landi undanfarna mánuði. Að sögn móður Yazan hrakar honum mikið ef hann missir af reglubundnum tímum hjá lækni eða sjúkraþjálfara og því erfitt að ímynda sér afleiðingar þess að missa þá þjónustu í marga mánuði. Í 23. grein Barnasáttmálans segir að „Fötluð börn eiga rétt á því að lifa við aðstæður sem gerir þeim kleift að lifa eins góðu lífi í samfélaginu og völ er á.“ Með því að brottvísa Yazan brjóta stjórnvöld á þeim grundvallarréttindum hans á því að lifa eins góðu lífi og völ er á. Með því að svipta hann nauðsynlegri þjónustu setja stjórnvöld heilsu hans, menntun og þroska í hættu og mun það hafa grafalvarlegar afleiðingar fyrir framtíð hans. Í 6. grein Barnasáttmálans er fjallað um skyldur stjórnvalda þegar að kemur að því að sjá til þess að börn fái að lifa góðu lífi og þroskast, líkamlega, andlega og félagslega. Áður en Yazan kom til Íslands hafði hann takmarkað aðgengi að skóla, félagslífi og heilbrigðis þjónustu sem setur hans líf og þroska í hættu. Þetta breyttist þó við komu hans til landsins og hefur hann fengið aukinn aðgang að þeirri þjónustu sem hann þarfnast og segir, „Hér er það allt annað. Ég fæ að fara með krökkunum út að leika, fæ að vera í íþróttum. Ég er með hreint borð og mér líður vel þarna.“ Hér á landi hefur hann því fengið að þroskast eins og hann á rétt á. Hægt er að nefna margar aðrar greinar Barnasáttmálans sem stjórnvöld myndu brjóta ef af þessari brottvísun verður. Eins og sést er virkilega mikilvægt fyrir heilsu og þroska Yazan að hann fái að vera áfram á Íslandi þar sem að hann fær viðeigandi stuðning vegna fötlunar sinnar. Við skorum því Útlendingastofnun, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra og Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, að sjá til þess að Yazan fái að búa hér á landi áfram og tryggja þannig aðgang hans að lífsnauðsynlegri þjónustu. Höfundar eru Ungmennaráð UNICEF á Íslandi. Brynjar Bragi Einarsson, formaður Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage, varaformaður Anh Ngoc Bui Arndís Rut Sigurðardóttir Bergþóra Hildur Andradóttir Dagur Björgvin Jónsson Gerður María Sveinsdóttir Guðrún Baldursdóttir Gunnhildur Daðadóttir Rebekka Lind Kristinsdóttir Snæ Humadóttir Sólveig Hjörleifsdóttir Ylfa Blöndal Egilsdóttir Þröstur Flóki Klemensson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Réttindi barna Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
„Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ Svona hljóðar 22. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um börn sem flóttamenn. Hún er skýr en það er skylda stjórnvalda að sjá til þess að þau börn sem koma til landsins á flótta frá heimili sínu fái að njóta réttinda Barnasáttmálans líkt og önnur börn. Þann 20. febrúar 2013 var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi en hafði fyrir það verið fullgiltur síðan 1992. Ísland hefur því verið að fylgja Barnasáttmálanum í rúm 30 ár. Stjórnvöld og opinberar stofnanir ættu því að vera vel að sér í málum er varða réttindi barna og sjá til þess að ekki sé brotið gegn þeim réttindum sem Barnasáttmálinn kveður á um. Því miður virðist það ekki vera raunin og greinilega kominn tími á upprifjun hjá hinu opinbera. Yazan er tólf ára drengur frá Palestínu sem kom til landsins fyrir tæpu ári síðan. Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne sem er mjög ágengur og ræðst á alla vöðva líkamans og notast Yazan því við hjólastól. Hér á Íslandi hefur hann fengið mikla þjónustu til þess að halda sjúkdómnum í skefjum og hefur hann aðlagast lífinu vel hér á landi. Nú stendur til að vísa Yazan, ásamt fjölskyldu sinni, úr landi og missir hann því aðgang að þeirri lífsnauðsynlegu þjónustu sem að hann hefur fengið hér á landi undanfarna mánuði. Að sögn móður Yazan hrakar honum mikið ef hann missir af reglubundnum tímum hjá lækni eða sjúkraþjálfara og því erfitt að ímynda sér afleiðingar þess að missa þá þjónustu í marga mánuði. Í 23. grein Barnasáttmálans segir að „Fötluð börn eiga rétt á því að lifa við aðstæður sem gerir þeim kleift að lifa eins góðu lífi í samfélaginu og völ er á.“ Með því að brottvísa Yazan brjóta stjórnvöld á þeim grundvallarréttindum hans á því að lifa eins góðu lífi og völ er á. Með því að svipta hann nauðsynlegri þjónustu setja stjórnvöld heilsu hans, menntun og þroska í hættu og mun það hafa grafalvarlegar afleiðingar fyrir framtíð hans. Í 6. grein Barnasáttmálans er fjallað um skyldur stjórnvalda þegar að kemur að því að sjá til þess að börn fái að lifa góðu lífi og þroskast, líkamlega, andlega og félagslega. Áður en Yazan kom til Íslands hafði hann takmarkað aðgengi að skóla, félagslífi og heilbrigðis þjónustu sem setur hans líf og þroska í hættu. Þetta breyttist þó við komu hans til landsins og hefur hann fengið aukinn aðgang að þeirri þjónustu sem hann þarfnast og segir, „Hér er það allt annað. Ég fæ að fara með krökkunum út að leika, fæ að vera í íþróttum. Ég er með hreint borð og mér líður vel þarna.“ Hér á landi hefur hann því fengið að þroskast eins og hann á rétt á. Hægt er að nefna margar aðrar greinar Barnasáttmálans sem stjórnvöld myndu brjóta ef af þessari brottvísun verður. Eins og sést er virkilega mikilvægt fyrir heilsu og þroska Yazan að hann fái að vera áfram á Íslandi þar sem að hann fær viðeigandi stuðning vegna fötlunar sinnar. Við skorum því Útlendingastofnun, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra og Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, að sjá til þess að Yazan fái að búa hér á landi áfram og tryggja þannig aðgang hans að lífsnauðsynlegri þjónustu. Höfundar eru Ungmennaráð UNICEF á Íslandi. Brynjar Bragi Einarsson, formaður Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage, varaformaður Anh Ngoc Bui Arndís Rut Sigurðardóttir Bergþóra Hildur Andradóttir Dagur Björgvin Jónsson Gerður María Sveinsdóttir Guðrún Baldursdóttir Gunnhildur Daðadóttir Rebekka Lind Kristinsdóttir Snæ Humadóttir Sólveig Hjörleifsdóttir Ylfa Blöndal Egilsdóttir Þröstur Flóki Klemensson
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun