Veður

Suð­vest­læg átt og skúrir eða slyddu­él

Atli Ísleifsson skrifar
Gera má ráð fyrir að hiti verði á bilinu þrjú til tíu stig að deginum.
Gera má ráð fyrir að hiti verði á bilinu þrjú til tíu stig að deginum. Vísir/Vilhelm

Dálítil lægð mjakast nú til austurs skammt fyrir norðan land í dag og verður áttin því suðvestlæg á landinu í dag.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að reikna megi með golu eða kalda og skúrum eða slydduéljum. Þó verður þurrt að kalla suðaustan- og austanlands fram undir kvöld

Gera má ráð fyrir að hiti verði á bilinu þrjú til tíu stig að deginum. Norðlægari vindur í kvöld og léttir til á Suðvesturlandi.

„Norðlæg átt 5-13 m/s á morgun. Dálítil él um landið norðanvert og hiti 0 til 5 stig, en bjart með köflum sunnan heiða og talsvert mildara yfir daginn. Þó má búast einhverjum skúrum á Suðausturlandi annað kvöld.

Á sunnudag er útlit fyrir að hægfara lægð verði skammt suður af landinu. Áttin verður því austlæg, yfirleitt kaldi eða strekkingur en hvassviðri syðst. Austanáttinni fylgir rigning með köflum sunnanlands, en dálítil slydda eða jafnvel snjókoma á Norðaustur- og Austurlandi. Svalt í veðri. Síðdegis bætir í úrkomu á austanverðu landinu, þar má búast við hríð á fjallvegum og þeir sem hyggja á ferðalög eru hvattir til að fylgjast með veðurspám,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Norðlæg átt 5-13 m/s. Dálítil él um landið norðanvert og hiti 0 til 5 stig. Bjart með köflum sunnan heiða og hiti að 10 stigum yfir daginn, en stöku skúrir á Suðausturlandi undir kvöld.

Á sunnudag (hvítasunnudagur): Gengur í austan 8-15, en 15-23 syðst á landinu síðdegis. Úrkomulítið á Norðvesturlandi, annars rigning með köflum, en dálítil slydda norðaustantil. Hiti 1 til 8 stig. Rigning eða slydda víðast hvar um kvöldið.

Á mánudag (annar í hvítasunnu): Suðaustan og austan 5-13, en hvassara við norðurströndina. Víða rigning, en dregur úr vætu vestanlands eftir hádegi. Hiti 2 til 10 stig.

Á þriðjudag og miðvikudag: Suðlæg eða breytileg átt og víða dálítil væta. Hiti 4 til 11 stig

Á fimmtudag: Suðvestlæg eða breytileg átt og skúrir. Hiti breytist lítið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×