Hafa íslensk fjarskiptafélög málað sig út í horn? Aron Heiðar Steinsson skrifar 17. maí 2024 08:31 Nýlega hafa íslensk fjarskiptafélög á opnum markaði gefið út árshlutauppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung 2024. Öll félögin eiga það sameiginlegt að takast á við lækkun hagnaðar samanborið við fyrsta ársfjórðung 2023. Á íslenskum fjarskiptamarkaði hefur ríkt mikil samkeppni í gegnum tíðina og hefur verðlag á fjarskiptaþjónustu hérlendis oft verið lágt samanborið við önnur lönd. Síðastliðin ár hafa fjarskiptafélögin farið í umfangsmiklar fjárfestingar á 5G fjarskiptabúnaði sem býður upp á aukinn hraða og minni tafir í samskiptum á farnetinu, vænta má að þessar fjárfestingar eigi sinn hlut í auknumrekstarkostnaði sem félögin bera fyrir sig sem orsök lækkunar á hagnaði milli ársfjorðunga. Nova leiddi þessa 5G vegferð og var fyrsta fjarskiptafélagið til að koma upp 5G kerfi á Íslandi, og má segja að Nova hafi verið brautryðjandi hérlendis í þessari byltingu. Síðan 5G var fyrst sett á laggir hafa farsímafélögin strögglað við að innheimta rekstrartekjur af tækninni, enda bjóða öll félögin upp á ótakmarkað gagnamagn hérlendis fyrir fast verð og hafa ekki tekið upp þekkt viðskiptamódel erlendra fjarskiptafélaga, þar sem rukkað er eftir hraða á farnetinu. Fjarskiptafyrirtæki sem rukka viðskiptavini fyrir mismunandi hraða (Mbps) á farsímanetinu hafa tilhneigingu til að standa sig betur fjárhagslega, samanborið við þau sem gera það ekki. Þetta verðlagningarlíkan gerir fyrirtækjum kleift að hámarka tekjur með því að sinna mismunandi viðskiptavinahópum, sem hafa ólíkar þarfir og greiðsluvilja þegar kemur að þeim hraða og gagnamagni sem þeir nýta. Til dæmis um slíkt líkan má nefna T-Mobile, sem hefur boðið mismunandi verðlagningu byggða á hraða og þjónustugæðum til viðskiptavina, sem hefur styrkt fjárhagslega stöðu þess í samanburði við önnur fjarskiptafélög sem ekki hafa fylgt slíku verðlagslíkani. T-Mobile er stöðugt á undan keppinautum hvað varðar 5G niðurhals- og upphalshraða, sem hefur skilað sér í aukinni viðskiptavinánægju og tryggð, sem hefur borið með sér aukna arðbærni. (Opensignal) (Deloitte United States). Auk þess geta fyrirtæki sem innleiða áðurnefndar verðlagningarstefnur betur stjórnað netumferð og aðföngum, með því að bjóða aukinn hraða fyrir viðskiptavini sem greiða hærra verð viðhalda háu þjónustustigi fyrir alla viðskiptavini. Þessi stefnumarkandi aðgreining gerir þeim kleift að hámarka nýtingu innviða og auka meðaltekjur á hvern notanda (ARPU), sem hefur jákvæð áhrif á fjárhagslega heilsu þessara fyrirtækja (McKinsey & Company). Fjarskiptafélög sem ekki aðgreina verðlagningu byggða á hraða geta staðið frammi fyrir áskorunum við að hámarka tekjur sínar og stjórna netgetu, sem getur haft neikvæð áhrif á fjárhagslega frammistöðu þeirra. Þessi nálgun getur takmarkað getu þeirra til að fjárfesta í netbótum og nýsköpun, sem er lykilatriði á samkeppnisríkum markaði. Nú velti ég því fyrir mér, hafa íslensk fjarskiptafélög málað sig út í horn? Hvernig má það vera arðbært að fjárfesta stórum fjármunum í tækni sem veitir aukna þjónustu sem þú sem fjarskiptafélag tekur ekki með inn í tekjumódelið? Þegar allir landsmenn hafa ótakmarkað gagnamagn á föstu verði, er kakan þá ekki orðin eins stór og hún verður nema að fjölgun verði á landsmönnum eða viðskiptamönnum.? Hefðu fjarskiptafélögum ekki tekist að búa sér til auknar tekjur á síðastliðnum tveimur árum. með því að skipta um tekjumódel á 5G sem tekur mið af því þjónustustigi sem 5G tæknin er að veita notendum? Fjárhagsstaða íslenskra fjarskiptafyrirtækja hefur verið erfið undanfarið. Þau hafa upplifað samdrátt í hagnaði vegna aukinna fjárfestinga og samkeppni, sem hefur þrýst á verðlagningu og hagnýtni þjónustu þeirra. Ef þau gera ekkert til að aðlaga verðlagningarmódel sín að breyttum markaðsaðstæðum og nýta betur 5G tæknina, gætu þau staðið frammi fyrir ýmsum neikvæðum afleiðingum. Fyrst og fremst gætu tekjur og arðsemi haldið áfram að dala, þar sem þau missa af tækifærum til að auka tekjur með mismunandi verðlagningu þjónustustigs. Þetta gæti leitt til aukins rekstrarkostnaðar ogdræmri hagnaðar, sér í lagi þar sem þau hafa fjárfest mikið í nýrri tækni án samsvarandi tekjuaukningar. Auk þess gæti takmörkuð geta til nýsköpunar og þróunar hamlað getu þeirra til að viðhalda og uppfæra innviði, sem gæti leitt til þess að þau verða eftir á í samkeppninni og komi sér í tækniskuld. Versnandi þjónustugæði er önnur hugsanleg afleiðing, þar sem skortur á fjármagni til viðhalds og uppfærslu netkerfa gæti leitt til óánægju meðal viðskiptavina og viðskiptaflótta til annarra þjónustuaðila. Með tilkomu eSIM gæti aukin samkeppni frá erlendum aðilum haft neikvæð áhrif á íslensk fjarskiptafyrirtæki. Ef þau eru ekki samkeppnishæf geta þau átt það í hættu, að missa markaðshlutdeild til erlendra fyrirtækja á komandi árum sem bjóða sveigjanlegri verðlagningarlíkön og betri þjónustu. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur og nemandi í Executive MBA við Háskóla Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega hafa íslensk fjarskiptafélög á opnum markaði gefið út árshlutauppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung 2024. Öll félögin eiga það sameiginlegt að takast á við lækkun hagnaðar samanborið við fyrsta ársfjórðung 2023. Á íslenskum fjarskiptamarkaði hefur ríkt mikil samkeppni í gegnum tíðina og hefur verðlag á fjarskiptaþjónustu hérlendis oft verið lágt samanborið við önnur lönd. Síðastliðin ár hafa fjarskiptafélögin farið í umfangsmiklar fjárfestingar á 5G fjarskiptabúnaði sem býður upp á aukinn hraða og minni tafir í samskiptum á farnetinu, vænta má að þessar fjárfestingar eigi sinn hlut í auknumrekstarkostnaði sem félögin bera fyrir sig sem orsök lækkunar á hagnaði milli ársfjorðunga. Nova leiddi þessa 5G vegferð og var fyrsta fjarskiptafélagið til að koma upp 5G kerfi á Íslandi, og má segja að Nova hafi verið brautryðjandi hérlendis í þessari byltingu. Síðan 5G var fyrst sett á laggir hafa farsímafélögin strögglað við að innheimta rekstrartekjur af tækninni, enda bjóða öll félögin upp á ótakmarkað gagnamagn hérlendis fyrir fast verð og hafa ekki tekið upp þekkt viðskiptamódel erlendra fjarskiptafélaga, þar sem rukkað er eftir hraða á farnetinu. Fjarskiptafyrirtæki sem rukka viðskiptavini fyrir mismunandi hraða (Mbps) á farsímanetinu hafa tilhneigingu til að standa sig betur fjárhagslega, samanborið við þau sem gera það ekki. Þetta verðlagningarlíkan gerir fyrirtækjum kleift að hámarka tekjur með því að sinna mismunandi viðskiptavinahópum, sem hafa ólíkar þarfir og greiðsluvilja þegar kemur að þeim hraða og gagnamagni sem þeir nýta. Til dæmis um slíkt líkan má nefna T-Mobile, sem hefur boðið mismunandi verðlagningu byggða á hraða og þjónustugæðum til viðskiptavina, sem hefur styrkt fjárhagslega stöðu þess í samanburði við önnur fjarskiptafélög sem ekki hafa fylgt slíku verðlagslíkani. T-Mobile er stöðugt á undan keppinautum hvað varðar 5G niðurhals- og upphalshraða, sem hefur skilað sér í aukinni viðskiptavinánægju og tryggð, sem hefur borið með sér aukna arðbærni. (Opensignal) (Deloitte United States). Auk þess geta fyrirtæki sem innleiða áðurnefndar verðlagningarstefnur betur stjórnað netumferð og aðföngum, með því að bjóða aukinn hraða fyrir viðskiptavini sem greiða hærra verð viðhalda háu þjónustustigi fyrir alla viðskiptavini. Þessi stefnumarkandi aðgreining gerir þeim kleift að hámarka nýtingu innviða og auka meðaltekjur á hvern notanda (ARPU), sem hefur jákvæð áhrif á fjárhagslega heilsu þessara fyrirtækja (McKinsey & Company). Fjarskiptafélög sem ekki aðgreina verðlagningu byggða á hraða geta staðið frammi fyrir áskorunum við að hámarka tekjur sínar og stjórna netgetu, sem getur haft neikvæð áhrif á fjárhagslega frammistöðu þeirra. Þessi nálgun getur takmarkað getu þeirra til að fjárfesta í netbótum og nýsköpun, sem er lykilatriði á samkeppnisríkum markaði. Nú velti ég því fyrir mér, hafa íslensk fjarskiptafélög málað sig út í horn? Hvernig má það vera arðbært að fjárfesta stórum fjármunum í tækni sem veitir aukna þjónustu sem þú sem fjarskiptafélag tekur ekki með inn í tekjumódelið? Þegar allir landsmenn hafa ótakmarkað gagnamagn á föstu verði, er kakan þá ekki orðin eins stór og hún verður nema að fjölgun verði á landsmönnum eða viðskiptamönnum.? Hefðu fjarskiptafélögum ekki tekist að búa sér til auknar tekjur á síðastliðnum tveimur árum. með því að skipta um tekjumódel á 5G sem tekur mið af því þjónustustigi sem 5G tæknin er að veita notendum? Fjárhagsstaða íslenskra fjarskiptafyrirtækja hefur verið erfið undanfarið. Þau hafa upplifað samdrátt í hagnaði vegna aukinna fjárfestinga og samkeppni, sem hefur þrýst á verðlagningu og hagnýtni þjónustu þeirra. Ef þau gera ekkert til að aðlaga verðlagningarmódel sín að breyttum markaðsaðstæðum og nýta betur 5G tæknina, gætu þau staðið frammi fyrir ýmsum neikvæðum afleiðingum. Fyrst og fremst gætu tekjur og arðsemi haldið áfram að dala, þar sem þau missa af tækifærum til að auka tekjur með mismunandi verðlagningu þjónustustigs. Þetta gæti leitt til aukins rekstrarkostnaðar ogdræmri hagnaðar, sér í lagi þar sem þau hafa fjárfest mikið í nýrri tækni án samsvarandi tekjuaukningar. Auk þess gæti takmörkuð geta til nýsköpunar og þróunar hamlað getu þeirra til að viðhalda og uppfæra innviði, sem gæti leitt til þess að þau verða eftir á í samkeppninni og komi sér í tækniskuld. Versnandi þjónustugæði er önnur hugsanleg afleiðing, þar sem skortur á fjármagni til viðhalds og uppfærslu netkerfa gæti leitt til óánægju meðal viðskiptavina og viðskiptaflótta til annarra þjónustuaðila. Með tilkomu eSIM gæti aukin samkeppni frá erlendum aðilum haft neikvæð áhrif á íslensk fjarskiptafyrirtæki. Ef þau eru ekki samkeppnishæf geta þau átt það í hættu, að missa markaðshlutdeild til erlendra fyrirtækja á komandi árum sem bjóða sveigjanlegri verðlagningarlíkön og betri þjónustu. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur og nemandi í Executive MBA við Háskóla Reykjavíkur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun