Rannsóknir á söfnum skapa dýrmæta þekkingu Arndís Bergsdóttr skrifar 17. maí 2024 13:01 Í tilefni Alþjóðlega safnadagsins 18. maí, sem í ár er tileinkaður rannsóknum og fræðslu, er mikilvægt að brýna hlutverk safna. Söfn eru ekki aðeins vörslumenn menningar- og náttúruarfleifðar, heldur einnig virkir þátttakendur í fræðslu og ábyrgri nýsköpun. Þessi dagur kallar á ígrundun um hlutverk safna í nútímasamfélagi sem stendur frammi fyrir fjölmörgum áskorunum, þar á meðal loftslagsbreytingum og þverrandi líffræðilegum fjölbreytileika, auk vaxandi kynþáttahyggju og fordómum gagnvart fjölmenningu. Lengi vel hafa söfn verið álitin staðir sem varðveita minjar um menningu, og nátturu fortíðar, en þau eru jafnframt mikilvæg miðstöðvar rannsókna sem geta haft djúpstæð áhrif á framtíðina. Með því að rannsaka samskipti mannkyns við náttúruna og hvernig menning mótast af ríkjandi hugmyndum og umhverfinu, geta söfn skapað dýrmæta þekkingu um hvernig best sé að takast á við núverandi vandamál og áskoranir framtíðar. Á Alþjóðlega safnadeginum í ár er sérstök áhersla lögð á mikilvægi rannsókna og fræðslu í safnastarfi. Rannsóknasetur í safnafræðum, sem sameinar fræða- og safnafólk, er hlekkur í þessari þróun. Setrið er vettvangur samstarfs þar sem akademískar rannsóknir, rannsóknarsýningar safna, listir og fagleg ástundun mætast. Slíkur samtakamáttur opnar nýja möguleika og leiðir til nýsköpunar sem ekki aðeins örvar skilning og styrkir þjálfun safnafólks framtíðarinnar, heldur eflir söfn sem lifandi miðstöðvar þar sem fram fara mikilvægar umræður um sjálfbærni og menningarlegan skilning. Á þessum tímamótum, þegar við tökumst á við áskoranir samtímans, er mikilvægt að eigendur safna, sem eru samfélagið, ríki og sveitarfélögin, geri þeim kleift að grípa þetta tækifæri. Með því að nýta sér kraftinn sem felst í rannsóknum og fræðslu, geta söfn orðið þýðingarmiklar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, útrýmingu tegunda og í leitinni að réttlátari heimi. Safnadagurinn er því ekki aðeins dagur til að heiðra fortíðina, heldur einnig tækifæri til að móta framtíðina. Á þessum degi er okkur öllum boðið að taka þátt í að endurskilgreina og styrkja þátt safna í að byggja brú milli fortíðar, nútíðar og framtíðar, og tryggja að þau séu áfram miðstöðvar þekkingar, menningar og nýsköpunar. Höfundur er aðjúnkt í safnafræði, framkvæmdastýra Rannsóknaseturs í Safnafræðum, ritstýra Nordisk Museologi og rannsóknasérfræðingur hjá ROCS rannsóknasetrinu, Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni Alþjóðlega safnadagsins 18. maí, sem í ár er tileinkaður rannsóknum og fræðslu, er mikilvægt að brýna hlutverk safna. Söfn eru ekki aðeins vörslumenn menningar- og náttúruarfleifðar, heldur einnig virkir þátttakendur í fræðslu og ábyrgri nýsköpun. Þessi dagur kallar á ígrundun um hlutverk safna í nútímasamfélagi sem stendur frammi fyrir fjölmörgum áskorunum, þar á meðal loftslagsbreytingum og þverrandi líffræðilegum fjölbreytileika, auk vaxandi kynþáttahyggju og fordómum gagnvart fjölmenningu. Lengi vel hafa söfn verið álitin staðir sem varðveita minjar um menningu, og nátturu fortíðar, en þau eru jafnframt mikilvæg miðstöðvar rannsókna sem geta haft djúpstæð áhrif á framtíðina. Með því að rannsaka samskipti mannkyns við náttúruna og hvernig menning mótast af ríkjandi hugmyndum og umhverfinu, geta söfn skapað dýrmæta þekkingu um hvernig best sé að takast á við núverandi vandamál og áskoranir framtíðar. Á Alþjóðlega safnadeginum í ár er sérstök áhersla lögð á mikilvægi rannsókna og fræðslu í safnastarfi. Rannsóknasetur í safnafræðum, sem sameinar fræða- og safnafólk, er hlekkur í þessari þróun. Setrið er vettvangur samstarfs þar sem akademískar rannsóknir, rannsóknarsýningar safna, listir og fagleg ástundun mætast. Slíkur samtakamáttur opnar nýja möguleika og leiðir til nýsköpunar sem ekki aðeins örvar skilning og styrkir þjálfun safnafólks framtíðarinnar, heldur eflir söfn sem lifandi miðstöðvar þar sem fram fara mikilvægar umræður um sjálfbærni og menningarlegan skilning. Á þessum tímamótum, þegar við tökumst á við áskoranir samtímans, er mikilvægt að eigendur safna, sem eru samfélagið, ríki og sveitarfélögin, geri þeim kleift að grípa þetta tækifæri. Með því að nýta sér kraftinn sem felst í rannsóknum og fræðslu, geta söfn orðið þýðingarmiklar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, útrýmingu tegunda og í leitinni að réttlátari heimi. Safnadagurinn er því ekki aðeins dagur til að heiðra fortíðina, heldur einnig tækifæri til að móta framtíðina. Á þessum degi er okkur öllum boðið að taka þátt í að endurskilgreina og styrkja þátt safna í að byggja brú milli fortíðar, nútíðar og framtíðar, og tryggja að þau séu áfram miðstöðvar þekkingar, menningar og nýsköpunar. Höfundur er aðjúnkt í safnafræði, framkvæmdastýra Rannsóknaseturs í Safnafræðum, ritstýra Nordisk Museologi og rannsóknasérfræðingur hjá ROCS rannsóknasetrinu, Háskóla Íslands.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun