Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 3-4 | Rangur dómur réði úrslitum í framlengingu Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. maí 2024 18:45 Agla María Albertsdóttir skoraði þriðja og fjórða mark Breiðabliks í kvöld. vísir / vilhelm Breiðablik vann Stjörnuna 4-3 og er komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna. Venjulegum leiktíma lauk með 3-3 jafntefli en úrslitin réðust á kolröngum vítaspyrnudómi sem féll gegn Stjörnunni. Agla María steig á punktinn og skoraði sigurmarkið. Líkt og í deildarleik liðanna á dögunum, sem Breiðablik vann 5-1, tóku Blikakonur forystuna á 1. mínútu leiks. Markið kom eftir fyrirgjöf frá Hrafnhildi Ásu, boltinn skoppaði fyrir markið og Birta Georgsdóttir gerði vel að slíta sig lausa frá varnarmanninum og pota honum framhjá markverðinum. Fyrirliðinn Ásta Eir tvöfaldaði svo forystu Blika á 22. mínútu. Markið kom eftir hornspyrnu sem Stjörnukonur hreinsuðu illa frá marki. Boltinn datt fyrir Ástu sem átti skemmtilegt skot í snúningnum, boltinn flaug yfir markvörðinn og söng í netinu. Caitlin Cosme var varnarmaður Stjörnunnar sem átti þá slöku hreinsun. Hún var ekki lengi að bæta upp fyrir það og minnkaði muninn með frábæru skallamarki á 25. mínútu eftir fyrirgjöf frá Hönnuh Sharts á hægri kantinum. Snemma í seinni hálfleik átti Blikaliðið góðan kafla og ógnaði í sífelldu. Agla María átti þrumuskot sem hafnaði í slánni, henni tókst svo betur til í annað sinn þegar boltinn fór í slána og inn á 55. mínútu. Stjarnan svaraði aftur skömmu síðar. Ásta Eir, varnarmaður Breiðabliks, braut þá niður skyndisókn og gaf aukaspyrnu á hættulegum stað við við vítateiginn. Andrea Mist stillti sér upp og þrumaði boltanum í nærhornið, markmaður Blika var lagður af stað í hitt hornið og kom engum vörnum við. Það var svo ekki fyrr en á 88. mínútu sem Stjarnan jafnaði loksins leikinn. Blikar voru þá búnir að vera í mikilli nauðvörn og virkuðu óstyrkar. Stungusending kom frá Caitlin Cosme, beint í hlaupalínu Esther Rósar sem kjötaði Ástu Eir niður í jörðina og kláraði færið milli fóta markmannsins, glæsilegt jöfnunarmark. Venjulegur leiktími dugði ekki til að skilja liðin að. Breiðablik fékk gefins víti og tryggði sigurinn í uppbótartíma af punktinum. Atvik leiksins Myndbandið segir meira en þúsund orð. Þetta er einfaldlega aldrei víti og hreint út sagt grátlegt að svona góður og spennandi leikur ráðist á þennan hátt. Víti? Dæmi hver fyrir sig. Það liggur í það minnsta enginn vafi á því að Agla María skoraði örugglega úr vítaspyrnunni! pic.twitter.com/tcFtuj89iT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 19, 2024 Dómarar [0] Bríet Bragadóttir á flautunni. Magnús Garðarson og Eydís Ragna Einarsdóttir til aðstoðar. Falleinkunn einfaldlega. Þegar komið er í framlengingu í svona stórum leik verðurðu að vera viss í þinni sök áður en bent er á punktinn. Magnús var réttu megin og sá atvikið gerast hefði átt að leiðrétta mistök Bríetar. Stemning og umgjörð Umgjörðin algjörlega til fyrirmyndar að vana hér í Garðabænum en gul veðurviðvörun fældi fólk frá Samsung-vellinum. Afskaplega fámennt, en sannarlega góðmennt, í stúkunni. Viðtöl „Var bara aldrei víti í hreinskilni sagt“ Nik Chamberlainvísir / anton brink Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, fór ekkert í felur með það að úrslitin hafi ráðist á röngum dómi. „Þetta er léttir. Mér fannst við vera við stjórnvölinn en gefum frá okkur tvö ódýr mörk. Slök sending sem leiðir til fyrsta marksins, Ásta [markvörður] tók ábyrgð á öðru markinu en ég tek ábyrgð á því þriðja. Hefði átt að skipa þeim betur fyrir. Við vorum síógnandi í framlengingu en skorum mark úr víti, sem var bara aldrei víti í hreinskilni sagt, hún rann til en við fengum vítið. Það voru margar furðulegar ákvarðanir dómara, í báðar áttir, og það er ekki ásættanlegt á þessu stigi.“ Þannig að þú tekur undir að þessi vítaspyrna hafi fengist gefins? „Já, ekki spurning. Katrín var vissulega spörkuð niður skömmu síðar þannig að þetta jafnast kannski út. Ég ætla ekkert að fara í felur með það samt, að þetta var virkilega slæm ákvörðun.“ Er öðruvísi að fagna sigri á þennan hátt, frekar en að vinna sanngjarnt ef svo mætti segja? „Kannski á einhvern hátt, en sigur er sigur þegar allt kemur til alls. Það skiptir ekki öllu þó sigurinn komi eftir svona ákvörðun, við þurftum að skora úr vítinu og halda leikinn út.“ Það eru fimm dagar í næsta leik hjá Breiðabliki. Nokkuð ljóst að mikil orka fór í þessar 120 mínútur í dag en Nik hefur ekkert of miklar áhyggjur af því. „Þetta var leikur sem við áttum að klára í venjulegum leiktíma, en svona fór þetta. Við sýndum mikinn kraft og kláruðum þetta á góðri orku. Ég hef ekki endilega áhyggjur af þreytu, við hefðum bara átt að gera betur og klára þetta á 90 mínútum.“ Næsti leikur er gegn Íslandsmeisturum Vals. Liðin eru jöfn að stigum en Breiðablik situr í efsta sæti deildarinnar á markatölu. „Það verður erfitt. Erfiður leikur. Þær fengu aðeins auðveldari leik [í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins], en við jöfnum okkur fljótt og endurheimtum orkuna. Við hefðum getað spilað tveimur dögum fyrir Valsleikinn því í þeim leik finna leikmenn alltaf orkuna sem þarf“ sagði Nik Chamberlain að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar kvenna Stjarnan Breiðablik
Breiðablik vann Stjörnuna 4-3 og er komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna. Venjulegum leiktíma lauk með 3-3 jafntefli en úrslitin réðust á kolröngum vítaspyrnudómi sem féll gegn Stjörnunni. Agla María steig á punktinn og skoraði sigurmarkið. Líkt og í deildarleik liðanna á dögunum, sem Breiðablik vann 5-1, tóku Blikakonur forystuna á 1. mínútu leiks. Markið kom eftir fyrirgjöf frá Hrafnhildi Ásu, boltinn skoppaði fyrir markið og Birta Georgsdóttir gerði vel að slíta sig lausa frá varnarmanninum og pota honum framhjá markverðinum. Fyrirliðinn Ásta Eir tvöfaldaði svo forystu Blika á 22. mínútu. Markið kom eftir hornspyrnu sem Stjörnukonur hreinsuðu illa frá marki. Boltinn datt fyrir Ástu sem átti skemmtilegt skot í snúningnum, boltinn flaug yfir markvörðinn og söng í netinu. Caitlin Cosme var varnarmaður Stjörnunnar sem átti þá slöku hreinsun. Hún var ekki lengi að bæta upp fyrir það og minnkaði muninn með frábæru skallamarki á 25. mínútu eftir fyrirgjöf frá Hönnuh Sharts á hægri kantinum. Snemma í seinni hálfleik átti Blikaliðið góðan kafla og ógnaði í sífelldu. Agla María átti þrumuskot sem hafnaði í slánni, henni tókst svo betur til í annað sinn þegar boltinn fór í slána og inn á 55. mínútu. Stjarnan svaraði aftur skömmu síðar. Ásta Eir, varnarmaður Breiðabliks, braut þá niður skyndisókn og gaf aukaspyrnu á hættulegum stað við við vítateiginn. Andrea Mist stillti sér upp og þrumaði boltanum í nærhornið, markmaður Blika var lagður af stað í hitt hornið og kom engum vörnum við. Það var svo ekki fyrr en á 88. mínútu sem Stjarnan jafnaði loksins leikinn. Blikar voru þá búnir að vera í mikilli nauðvörn og virkuðu óstyrkar. Stungusending kom frá Caitlin Cosme, beint í hlaupalínu Esther Rósar sem kjötaði Ástu Eir niður í jörðina og kláraði færið milli fóta markmannsins, glæsilegt jöfnunarmark. Venjulegur leiktími dugði ekki til að skilja liðin að. Breiðablik fékk gefins víti og tryggði sigurinn í uppbótartíma af punktinum. Atvik leiksins Myndbandið segir meira en þúsund orð. Þetta er einfaldlega aldrei víti og hreint út sagt grátlegt að svona góður og spennandi leikur ráðist á þennan hátt. Víti? Dæmi hver fyrir sig. Það liggur í það minnsta enginn vafi á því að Agla María skoraði örugglega úr vítaspyrnunni! pic.twitter.com/tcFtuj89iT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 19, 2024 Dómarar [0] Bríet Bragadóttir á flautunni. Magnús Garðarson og Eydís Ragna Einarsdóttir til aðstoðar. Falleinkunn einfaldlega. Þegar komið er í framlengingu í svona stórum leik verðurðu að vera viss í þinni sök áður en bent er á punktinn. Magnús var réttu megin og sá atvikið gerast hefði átt að leiðrétta mistök Bríetar. Stemning og umgjörð Umgjörðin algjörlega til fyrirmyndar að vana hér í Garðabænum en gul veðurviðvörun fældi fólk frá Samsung-vellinum. Afskaplega fámennt, en sannarlega góðmennt, í stúkunni. Viðtöl „Var bara aldrei víti í hreinskilni sagt“ Nik Chamberlainvísir / anton brink Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, fór ekkert í felur með það að úrslitin hafi ráðist á röngum dómi. „Þetta er léttir. Mér fannst við vera við stjórnvölinn en gefum frá okkur tvö ódýr mörk. Slök sending sem leiðir til fyrsta marksins, Ásta [markvörður] tók ábyrgð á öðru markinu en ég tek ábyrgð á því þriðja. Hefði átt að skipa þeim betur fyrir. Við vorum síógnandi í framlengingu en skorum mark úr víti, sem var bara aldrei víti í hreinskilni sagt, hún rann til en við fengum vítið. Það voru margar furðulegar ákvarðanir dómara, í báðar áttir, og það er ekki ásættanlegt á þessu stigi.“ Þannig að þú tekur undir að þessi vítaspyrna hafi fengist gefins? „Já, ekki spurning. Katrín var vissulega spörkuð niður skömmu síðar þannig að þetta jafnast kannski út. Ég ætla ekkert að fara í felur með það samt, að þetta var virkilega slæm ákvörðun.“ Er öðruvísi að fagna sigri á þennan hátt, frekar en að vinna sanngjarnt ef svo mætti segja? „Kannski á einhvern hátt, en sigur er sigur þegar allt kemur til alls. Það skiptir ekki öllu þó sigurinn komi eftir svona ákvörðun, við þurftum að skora úr vítinu og halda leikinn út.“ Það eru fimm dagar í næsta leik hjá Breiðabliki. Nokkuð ljóst að mikil orka fór í þessar 120 mínútur í dag en Nik hefur ekkert of miklar áhyggjur af því. „Þetta var leikur sem við áttum að klára í venjulegum leiktíma, en svona fór þetta. Við sýndum mikinn kraft og kláruðum þetta á góðri orku. Ég hef ekki endilega áhyggjur af þreytu, við hefðum bara átt að gera betur og klára þetta á 90 mínútum.“ Næsti leikur er gegn Íslandsmeisturum Vals. Liðin eru jöfn að stigum en Breiðablik situr í efsta sæti deildarinnar á markatölu. „Það verður erfitt. Erfiður leikur. Þær fengu aðeins auðveldari leik [í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins], en við jöfnum okkur fljótt og endurheimtum orkuna. Við hefðum getað spilað tveimur dögum fyrir Valsleikinn því í þeim leik finna leikmenn alltaf orkuna sem þarf“ sagði Nik Chamberlain að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti