Stuðningslán með ríkisábyrgð fyrir grindvísk fyrirtæki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2024 15:29 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á fundinum í Hörpu í dag. vísir/vilhelm Ríkisstjórnin leggur til stuðningslán til grindvískra heimila og fyrirækja í Grindavík að viðbættum viðspyrnustyrkjum, framhaldi launastuðnings og hráefnis- og afurðatryggingum. Þá verður sérstakur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga framlengdur til áramóta. Þetta kom fram á fundi ráðherra ríkisstjórnarinnar í Hörpu í dag. Gera má ráð fyrir að kostnaður ríkisins af þeim aðgerðum sem þegar hefur verið ráðist í og eru áformaður sé á bilinu 70-80 milljarðar króna. Stuðningslán með ríkisáðbyrgð Á vef stjórnarráðsins segir að rekstraraðilum með starfsstöð í Grindavík verði gert kleift að taka lán hjá lánastofnunum með ábyrgð ríkisins að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Markmiðið er að hjálpa rekstrarhæfum fyrirtækjum í Grindavík að viðhalda starfsemi á óvissutímum. Lán af þessu tagi eiga sér fordæmi í stuðningsaðgerðum til fyrirtækja í COVID-19 faraldrinum. Gert er ráð fyrir að fyrirtæki með starfsstöð í Grindavík eigi kost á láni og að fasteign sé ekki skilyrði. Frumvarp um stuðningslán verður unnið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Stefnt er að því að lánveitingar hefjist í haust. Viðspyrnustyrkir Tímabundinn rekstrarstuðningur til fyrirtækja sem voru með rekstur í Grindavík í nóvember 2023 verður framlengdur og gildi til loka ársins. Að óbreyttu hefði úrræðið runnið út í lok júní. Stuðningnum er ætlað að gera fyrirtækjum kleift að laga starfsemi sína að breyttum aðstæðum og hefja starfsemi í Grindavík að nýju þegar aðstæður leyfa. Gert er ráð fyrir að frumvarp um framlengingu viðspyrnustyrkja verði lagt fram á Alþingi í júní. Framlenging launastuðnings Stuðningur til greiðslu launa verður framlengdur til 31. ágúst nk. en úrræðið átti að renna út í lok júní. Með því að framlengja gildistímann um tvo mánuði gefst atvinnurekendum og launþegum frekara svigrúm þar sem búist er við að stuðningslán verði ekki afgreidd fyrr en í haust. Um 1.700 manns hafa fengið greitt úr úrræðinu, en mikill meirihluti þeirra starfar á almennum vinnumarkaði. Gert er ráð fyrir að frumvarp um framlengingu launastuðnings verði lagt fram á Alþingi í júní. Afurðasjóður Grindavíkur verður til Í matvælaráðuneytinu er unnið að gerð frumvarps með það að markmiði að koma á fót úrræði til að tryggja hráefni og afurðir fyrirtækja í Grindavík fyrir tjóni vegna náttúruvár. Málið er unnið í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneytið og Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Gert er ráð fyrir að frumvarp um tryggingu afurða í Grindavík verði lagt fram á Alþingi í júní. Framlenging sértæks húsnæðisstuðnings Sértækur húsnæðisstuðningur fyrir Grindvíkinga verður framlengdur til áramóta. Úrræðinu var komið á fót með samþykkt Alþingis í desember sl. en markmiðið er að lækka húsnæðiskostnað Grindvíkinga sem þurfa að leigja húsnæði utan bæjarins. Að óbreyttu hefði stuðningurinn runnið út í lok ágúst. Gert er ráð fyrir að frumvarp um framlengingu sértæks húsnæðisstuðnings verði lagt fram á Alþingi í júní. Tillögurnar sem snúa að fyrirtækjum byggja á vinnu starfshóps um atvinnulíf í Grindavík sem forsætisráðherra skipaði í febrúar sl. Þar áttu sæti fulltrúar fjögurra ráðuneyta en hópurinn fundaði með fulltrúum fyrirtækja í Grindavík og átti náið samstarf við atvinnuteymi Grindavíkurbæjar. Starfshópurinn fékk Deloitte til að vinna skýrslu þar sem innviðir í Grindavík voru kortlagðir og dregnar upp mismunandi sviðsmyndir um uppbyggingu atvinnulífs í bænum. Í skýrslunni er einnig að finna hagfræðilega greinargerð sem tekur bæði á hlutlægum og huglægum þjóðhagslegum kostnaði hagkerfisins við misjafnar sviðsmyndir. Grindavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Sjá meira
Þetta kom fram á fundi ráðherra ríkisstjórnarinnar í Hörpu í dag. Gera má ráð fyrir að kostnaður ríkisins af þeim aðgerðum sem þegar hefur verið ráðist í og eru áformaður sé á bilinu 70-80 milljarðar króna. Stuðningslán með ríkisáðbyrgð Á vef stjórnarráðsins segir að rekstraraðilum með starfsstöð í Grindavík verði gert kleift að taka lán hjá lánastofnunum með ábyrgð ríkisins að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Markmiðið er að hjálpa rekstrarhæfum fyrirtækjum í Grindavík að viðhalda starfsemi á óvissutímum. Lán af þessu tagi eiga sér fordæmi í stuðningsaðgerðum til fyrirtækja í COVID-19 faraldrinum. Gert er ráð fyrir að fyrirtæki með starfsstöð í Grindavík eigi kost á láni og að fasteign sé ekki skilyrði. Frumvarp um stuðningslán verður unnið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Stefnt er að því að lánveitingar hefjist í haust. Viðspyrnustyrkir Tímabundinn rekstrarstuðningur til fyrirtækja sem voru með rekstur í Grindavík í nóvember 2023 verður framlengdur og gildi til loka ársins. Að óbreyttu hefði úrræðið runnið út í lok júní. Stuðningnum er ætlað að gera fyrirtækjum kleift að laga starfsemi sína að breyttum aðstæðum og hefja starfsemi í Grindavík að nýju þegar aðstæður leyfa. Gert er ráð fyrir að frumvarp um framlengingu viðspyrnustyrkja verði lagt fram á Alþingi í júní. Framlenging launastuðnings Stuðningur til greiðslu launa verður framlengdur til 31. ágúst nk. en úrræðið átti að renna út í lok júní. Með því að framlengja gildistímann um tvo mánuði gefst atvinnurekendum og launþegum frekara svigrúm þar sem búist er við að stuðningslán verði ekki afgreidd fyrr en í haust. Um 1.700 manns hafa fengið greitt úr úrræðinu, en mikill meirihluti þeirra starfar á almennum vinnumarkaði. Gert er ráð fyrir að frumvarp um framlengingu launastuðnings verði lagt fram á Alþingi í júní. Afurðasjóður Grindavíkur verður til Í matvælaráðuneytinu er unnið að gerð frumvarps með það að markmiði að koma á fót úrræði til að tryggja hráefni og afurðir fyrirtækja í Grindavík fyrir tjóni vegna náttúruvár. Málið er unnið í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneytið og Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Gert er ráð fyrir að frumvarp um tryggingu afurða í Grindavík verði lagt fram á Alþingi í júní. Framlenging sértæks húsnæðisstuðnings Sértækur húsnæðisstuðningur fyrir Grindvíkinga verður framlengdur til áramóta. Úrræðinu var komið á fót með samþykkt Alþingis í desember sl. en markmiðið er að lækka húsnæðiskostnað Grindvíkinga sem þurfa að leigja húsnæði utan bæjarins. Að óbreyttu hefði stuðningurinn runnið út í lok ágúst. Gert er ráð fyrir að frumvarp um framlengingu sértæks húsnæðisstuðnings verði lagt fram á Alþingi í júní. Tillögurnar sem snúa að fyrirtækjum byggja á vinnu starfshóps um atvinnulíf í Grindavík sem forsætisráðherra skipaði í febrúar sl. Þar áttu sæti fulltrúar fjögurra ráðuneyta en hópurinn fundaði með fulltrúum fyrirtækja í Grindavík og átti náið samstarf við atvinnuteymi Grindavíkurbæjar. Starfshópurinn fékk Deloitte til að vinna skýrslu þar sem innviðir í Grindavík voru kortlagðir og dregnar upp mismunandi sviðsmyndir um uppbyggingu atvinnulífs í bænum. Í skýrslunni er einnig að finna hagfræðilega greinargerð sem tekur bæði á hlutlægum og huglægum þjóðhagslegum kostnaði hagkerfisins við misjafnar sviðsmyndir.
Grindavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Sjá meira