Uppgjörið: Vestri-Víkingur 1-4 | Öruggur meistarasigur gegn nýliðunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. maí 2024 13:30 Danijel Dejan Djuric var á skotskónum í dag. vísir / hulda margrét Vestri tók á móti Víkingi á AVIS vellinum í Laugardal í 7. umferð Bestu deildar karla. Víkingar fóru þar með afar öruggan 1-4 sigur. Leikurinn fór hratt af stað og Víkingar tóku forystuna strax á 4. mínútu. Aron Elís Þrándarson átti frábæra fyrirgjöf sem rataði beint í hlaupalínu Daniels Dejan Djuric. Hann tók boltann með sér framhjá varnarmanni og var við það að detta en tókst að klára færið framhjá markverðinum. Vestramenn komust mjög nálægt því að jafna leikinn örskömmu síðar. Sóttu upp hægri vænginn og fundu svo Benedikt Warén á fjærstönginni. Hann kom sér framhjá varnarmanni og skaut milli fóta markmannsins en boltinn skoppaði í stöngina og út. Á 31. mínútu átti Tarik Ibrahimagic eina bestu stungusendingu sem sést hefur í sumar. Þræddi boltann frá eigin vallarhelmingi, milli miðvarða Víkinga og akkúrat á réttan stað fyrir Silas Dylan Songani sem kom á sprettinum, tók boltann framhjá markverði og renndi honum í netið. Leikurinn var þó ekki jafn nema í smástund. Daniel Dejan Djuric skoraði sitt annað mark og kom Víkingum aftur yfir á 35. mínútu. Markið svipaði mjög til þess fyrra, fyrirgjöf frá Aroni Elís hægra megin rataði á réttan mann. Markmaður Vestra varði fyrri tilraunina virkilega vel en Daniel Dejan varð fyrstur í frákastið og potaði boltanum í autt markið. Ari Sigurpálsson skoraði svo þriðja mark Víkinga rétt áður en flautað var til hálfleiks. Náði góðu samspili við Jón Guðna og kláraði færið í fyrstu snertingu af mikilli snilli. Vont fyrir Vestra, sem voru vel inni í leiknum, að fá mark á sig rétt fyrir hálfleik. Það var öllu rólegra yfirbragð í seinni hálfleik. Víkingur við stjórnvölinn og Vestramenn komust einfaldlega ekki nálægt. Aron Elís fékk tvö frábær færi en í bæði skipti varði markmaður Vestra virkilega vel. Þrátt fyrir fjölda breytinga hjá báðum liðum lifnaði ekkert yfir leiknum eftir því sem leið á. Víkingar héldu örugglega út og Erlingur Agnarsson innsiglaði svo sigurinn endanlega með marki á fimmtu mínútu uppbótartíma. Atvik leiksins Þriðja mark Víkinga sem Ari Sigurpálsson skoraði. Dró allan vind úr seglum Vestra og gerði svolítið útaf við leikinn. Ari 1-3Takk ❤️🤍🖤 pic.twitter.com/SoVscAbY9B— Víkingur (@vikingurfc) May 20, 2024 Stjörnur og skúrkar Daniel Dejan Djuric var síógnandi hjá Víkingum og þeirra hættulegasti maður. Komst mjög nálægt því að fullkomna þrennuna með bakfallsspyrnu, óheppinn að það hafi ekki farið inn. Aron Elís á mikið hrós skilið. Leitaði ítrekað út á hægri kant og kom með flottar fyrirgjafir sem leiddu til tveggja marka. Nálægt því að setja eitt sjálfur líka í seinni hálfleik. Tek hatt minn líka að ofan fyrir stoðsendingunni hjá Tarik Ibrahimagic. Þvílík þræðing. Stemning og umgjörð Vestramenn vona að þetta hafi verið síðasti leikur liðsins í Laugardalnum. Þeir hafa annars komið sér mætavel fyrir. Öll umgjörð til fyrirmyndar, góðir matarvagnar og bara virkilega vel að þessu staðið. Dómarar Elías Ingi Árnason á flautunni. Gylfi Már Sigurðsson og Kristján Már Ólafs til aðstoðar. Algjör fyrirmyndardómgæsla en vissulega mjög þægilegur leikur. Engin óþarfa spjöld, aðeins eitt á loft allan leikinn. Vel gert. Viðtöl „Það búa hellings gæði í Vestraliðinu“ Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, hefur þurft að eiga við meiðsli lykilmanna liðsins í upphafi móts.Vísir/Pawel „Alltaf hundleiðinlegt að tapa leikjum en heilt yfir bara sáttur með liðið mitt“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, strax að leik loknum. Fyrstu tvö mörkin, og í raun þriðja markið líka, sem Vestri fékk á sig voru mjög svipuð að mörgu leiti. „Aulamörk. Mér fannst mörkin sem við fáum á okkur ódýr en vissulega skapa þeir sér urmul færa í leiknum en leiðinlegt þegar við gefum ódýr mörk en náum að koma í veg fyrir gæðafæri.“ Þrátt fyrir tap í dag er margt jákvætt sem þjálfarinn tekur út úr leiknum, þó ákvarðanatakan á síðasta þriðjungi hefði vissulega mátt vera betri. „Við ætluðum okkur að halda boltanum, þora að spila og reyna að spila aðeins í gegn. Það er auðvitað gríðarlega erfitt en við horfðum bara á þetta verkefni sem eitthvað sem við gætum tekið með okkur í það sem framundan er. Það hefur vantað svolítið upp á gæðin í spilamennsku en mér fannst við hugaðir í dag, þora að spila og reyna að halda í boltann, sem enn og aftur er mjög erfitt á móti Víkingum. Mér fannst við komast inn á síðasta þriðjung en ákvarðanatakan þar hefði mátt vera betri.“ Markið sem Vestri skoraði kom einmitt eftir frábæra sendingu milli línanna frá Tarik Ibrahimagic. Davíð sagði þessi gæði búa í Vestraliðinu og vonar að þeir fari að sýna meira af því. „Frábært mark og það búa hellings gæði í Vestraliðinu. Margoft verið talað um það, við erum seinir í gang. Við ætluðum að nýta þennan leik sem upphafspunkt á okkar spilamennsku, að fá gæði inn í okkar leik. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið besta frammistaða í heimi en ég var sáttur með stóra kafla í leiknum og hugrekkið í að senda boltann milli línanna.“ Vestri gerði þrefalda breytingu um miðjan seinni hálfleik. Vonandi ekki um meiðsli að ræða þar sem liðið er mikið meiðslahrjáð í upphafi móts. „Þegar maður spilar á móti svona kraftmiklu liði, þeir geta dælt inn kraftmiklum leikmönnum. Þá þurftum við bara extra orku, og jújú, það voru líka lemstraðir menn að fara útaf“ sagði Davíð Smári að lokum. „Kom smá töffaraskapur í okkur í staðinn fyrir að ganga frá þeim“ Arnar Gunnlaugsson var ánægður með sigurinnVísir/Hulda Margrét „Ekta Víkingsmörk þar sem við fylltum teiginn vel en við hefðum mátt nýta færin betur í seinni hálfleik. Oft að komast í góðar stöður en fyrirgjafirnar ekki nógu nákvæmar. Stórt hrós líka á Vestra, margir meiddir en voru að reyna að spila og voru að valda okkur vandræðum. Við þurftum að vera vel agaðir til að landa þessum sigri“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Danijel Dejan Djuric skoraði tvö mörk og átti frábæran leik. Hann hefur heldur betur svarað vel eftir að Arnar geymdi hann á bekknum allan leikinn gegn FH í síðustu umferð. „Hann var ekki sáttur við það, eðlilega ekki og ég vil heldur ekkert hafa hann sáttan við það. En í staðinn fyrir að væla og skæla þá bara æfði hann betur. Það á enginn öruggt sæti í þessum hóp okkar, engir smá menn á bekknum. Hann lagði bara hart að sér, skoraði á móti Grindavík og tvö í dag. Örugglega í fýlu út í mig fyrir að taka sig útaf og hann náði ekki þrennu, en svona er þetta bara.“ Arnar gerði fjórfalda breytingu á liði sínu um miðjan seinni hálfleik. Fannst honum eitthvað vanta á völlinn eða var þetta bara gert til að dreifa álaginu? „Bæði og. Mér fannst við geta verið aðeins meira ruthless, við fundum blóðbragð, komnir með þrjú mörk og þá kom smá töffaraskapur í okkur í staðinn fyrir að ganga frá þeim. Mér fannst við fara illa með góðar stöður og vantaði bara ferskar lappir.“ Víkingur fer næst upp á Skaga og heimsækir ÍA á grasvellinum þeirra. Verkefni sem gæti reynst erfitt en ÍA hefur spilað virkilega vel í upphafi móts. „Ég kvíði strax fyrir. Þetta hafa verið tricky útileikir fyrir okkur. Fram, alltaf mjög erfiður útivöllur, svo var HK inni, Vestri núna og svo Skaginn sko, þetta eru bara mjög tricky útileikir og leikir sem titillið verða að vinna og misstíga sig ekki.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Vestri
Vestri tók á móti Víkingi á AVIS vellinum í Laugardal í 7. umferð Bestu deildar karla. Víkingar fóru þar með afar öruggan 1-4 sigur. Leikurinn fór hratt af stað og Víkingar tóku forystuna strax á 4. mínútu. Aron Elís Þrándarson átti frábæra fyrirgjöf sem rataði beint í hlaupalínu Daniels Dejan Djuric. Hann tók boltann með sér framhjá varnarmanni og var við það að detta en tókst að klára færið framhjá markverðinum. Vestramenn komust mjög nálægt því að jafna leikinn örskömmu síðar. Sóttu upp hægri vænginn og fundu svo Benedikt Warén á fjærstönginni. Hann kom sér framhjá varnarmanni og skaut milli fóta markmannsins en boltinn skoppaði í stöngina og út. Á 31. mínútu átti Tarik Ibrahimagic eina bestu stungusendingu sem sést hefur í sumar. Þræddi boltann frá eigin vallarhelmingi, milli miðvarða Víkinga og akkúrat á réttan stað fyrir Silas Dylan Songani sem kom á sprettinum, tók boltann framhjá markverði og renndi honum í netið. Leikurinn var þó ekki jafn nema í smástund. Daniel Dejan Djuric skoraði sitt annað mark og kom Víkingum aftur yfir á 35. mínútu. Markið svipaði mjög til þess fyrra, fyrirgjöf frá Aroni Elís hægra megin rataði á réttan mann. Markmaður Vestra varði fyrri tilraunina virkilega vel en Daniel Dejan varð fyrstur í frákastið og potaði boltanum í autt markið. Ari Sigurpálsson skoraði svo þriðja mark Víkinga rétt áður en flautað var til hálfleiks. Náði góðu samspili við Jón Guðna og kláraði færið í fyrstu snertingu af mikilli snilli. Vont fyrir Vestra, sem voru vel inni í leiknum, að fá mark á sig rétt fyrir hálfleik. Það var öllu rólegra yfirbragð í seinni hálfleik. Víkingur við stjórnvölinn og Vestramenn komust einfaldlega ekki nálægt. Aron Elís fékk tvö frábær færi en í bæði skipti varði markmaður Vestra virkilega vel. Þrátt fyrir fjölda breytinga hjá báðum liðum lifnaði ekkert yfir leiknum eftir því sem leið á. Víkingar héldu örugglega út og Erlingur Agnarsson innsiglaði svo sigurinn endanlega með marki á fimmtu mínútu uppbótartíma. Atvik leiksins Þriðja mark Víkinga sem Ari Sigurpálsson skoraði. Dró allan vind úr seglum Vestra og gerði svolítið útaf við leikinn. Ari 1-3Takk ❤️🤍🖤 pic.twitter.com/SoVscAbY9B— Víkingur (@vikingurfc) May 20, 2024 Stjörnur og skúrkar Daniel Dejan Djuric var síógnandi hjá Víkingum og þeirra hættulegasti maður. Komst mjög nálægt því að fullkomna þrennuna með bakfallsspyrnu, óheppinn að það hafi ekki farið inn. Aron Elís á mikið hrós skilið. Leitaði ítrekað út á hægri kant og kom með flottar fyrirgjafir sem leiddu til tveggja marka. Nálægt því að setja eitt sjálfur líka í seinni hálfleik. Tek hatt minn líka að ofan fyrir stoðsendingunni hjá Tarik Ibrahimagic. Þvílík þræðing. Stemning og umgjörð Vestramenn vona að þetta hafi verið síðasti leikur liðsins í Laugardalnum. Þeir hafa annars komið sér mætavel fyrir. Öll umgjörð til fyrirmyndar, góðir matarvagnar og bara virkilega vel að þessu staðið. Dómarar Elías Ingi Árnason á flautunni. Gylfi Már Sigurðsson og Kristján Már Ólafs til aðstoðar. Algjör fyrirmyndardómgæsla en vissulega mjög þægilegur leikur. Engin óþarfa spjöld, aðeins eitt á loft allan leikinn. Vel gert. Viðtöl „Það búa hellings gæði í Vestraliðinu“ Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, hefur þurft að eiga við meiðsli lykilmanna liðsins í upphafi móts.Vísir/Pawel „Alltaf hundleiðinlegt að tapa leikjum en heilt yfir bara sáttur með liðið mitt“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, strax að leik loknum. Fyrstu tvö mörkin, og í raun þriðja markið líka, sem Vestri fékk á sig voru mjög svipuð að mörgu leiti. „Aulamörk. Mér fannst mörkin sem við fáum á okkur ódýr en vissulega skapa þeir sér urmul færa í leiknum en leiðinlegt þegar við gefum ódýr mörk en náum að koma í veg fyrir gæðafæri.“ Þrátt fyrir tap í dag er margt jákvætt sem þjálfarinn tekur út úr leiknum, þó ákvarðanatakan á síðasta þriðjungi hefði vissulega mátt vera betri. „Við ætluðum okkur að halda boltanum, þora að spila og reyna að spila aðeins í gegn. Það er auðvitað gríðarlega erfitt en við horfðum bara á þetta verkefni sem eitthvað sem við gætum tekið með okkur í það sem framundan er. Það hefur vantað svolítið upp á gæðin í spilamennsku en mér fannst við hugaðir í dag, þora að spila og reyna að halda í boltann, sem enn og aftur er mjög erfitt á móti Víkingum. Mér fannst við komast inn á síðasta þriðjung en ákvarðanatakan þar hefði mátt vera betri.“ Markið sem Vestri skoraði kom einmitt eftir frábæra sendingu milli línanna frá Tarik Ibrahimagic. Davíð sagði þessi gæði búa í Vestraliðinu og vonar að þeir fari að sýna meira af því. „Frábært mark og það búa hellings gæði í Vestraliðinu. Margoft verið talað um það, við erum seinir í gang. Við ætluðum að nýta þennan leik sem upphafspunkt á okkar spilamennsku, að fá gæði inn í okkar leik. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið besta frammistaða í heimi en ég var sáttur með stóra kafla í leiknum og hugrekkið í að senda boltann milli línanna.“ Vestri gerði þrefalda breytingu um miðjan seinni hálfleik. Vonandi ekki um meiðsli að ræða þar sem liðið er mikið meiðslahrjáð í upphafi móts. „Þegar maður spilar á móti svona kraftmiklu liði, þeir geta dælt inn kraftmiklum leikmönnum. Þá þurftum við bara extra orku, og jújú, það voru líka lemstraðir menn að fara útaf“ sagði Davíð Smári að lokum. „Kom smá töffaraskapur í okkur í staðinn fyrir að ganga frá þeim“ Arnar Gunnlaugsson var ánægður með sigurinnVísir/Hulda Margrét „Ekta Víkingsmörk þar sem við fylltum teiginn vel en við hefðum mátt nýta færin betur í seinni hálfleik. Oft að komast í góðar stöður en fyrirgjafirnar ekki nógu nákvæmar. Stórt hrós líka á Vestra, margir meiddir en voru að reyna að spila og voru að valda okkur vandræðum. Við þurftum að vera vel agaðir til að landa þessum sigri“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Danijel Dejan Djuric skoraði tvö mörk og átti frábæran leik. Hann hefur heldur betur svarað vel eftir að Arnar geymdi hann á bekknum allan leikinn gegn FH í síðustu umferð. „Hann var ekki sáttur við það, eðlilega ekki og ég vil heldur ekkert hafa hann sáttan við það. En í staðinn fyrir að væla og skæla þá bara æfði hann betur. Það á enginn öruggt sæti í þessum hóp okkar, engir smá menn á bekknum. Hann lagði bara hart að sér, skoraði á móti Grindavík og tvö í dag. Örugglega í fýlu út í mig fyrir að taka sig útaf og hann náði ekki þrennu, en svona er þetta bara.“ Arnar gerði fjórfalda breytingu á liði sínu um miðjan seinni hálfleik. Fannst honum eitthvað vanta á völlinn eða var þetta bara gert til að dreifa álaginu? „Bæði og. Mér fannst við geta verið aðeins meira ruthless, við fundum blóðbragð, komnir með þrjú mörk og þá kom smá töffaraskapur í okkur í staðinn fyrir að ganga frá þeim. Mér fannst við fara illa með góðar stöður og vantaði bara ferskar lappir.“ Víkingur fer næst upp á Skaga og heimsækir ÍA á grasvellinum þeirra. Verkefni sem gæti reynst erfitt en ÍA hefur spilað virkilega vel í upphafi móts. „Ég kvíði strax fyrir. Þetta hafa verið tricky útileikir fyrir okkur. Fram, alltaf mjög erfiður útivöllur, svo var HK inni, Vestri núna og svo Skaginn sko, þetta eru bara mjög tricky útileikir og leikir sem titillið verða að vinna og misstíga sig ekki.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti