Innlent

Dregur saman með efstu fram­bjóð­endum

Kjartan Kjartansson skrifar
Halla Hrund Logadóttir, Katrín Jakobsdóttir og Baldur Þórhallsson eru efst í nýrri könnun Gallup. Munurinn á þeim er ekki marktækur tölfræðilega og Halla Tómasdóttir er ekki langt undan.
Halla Hrund Logadóttir, Katrín Jakobsdóttir og Baldur Þórhallsson eru efst í nýrri könnun Gallup. Munurinn á þeim er ekki marktækur tölfræðilega og Halla Tómasdóttir er ekki langt undan. Vísir/Vilhelm

Ekki er tölfræðilega marktækur munur á fylgi þriggja efstu frambjóðendanna til forseta í nýrri skoðanakönnun Gallup. Fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Höllu Hrundar Logadóttur minnkar milli kannana en Halla Tómasdóttir sækir á.

Katrín mælist með 23 prósent fylgi en Halla Hrund 21 prósent í Þjóðarpúlsi Gallup en þær hafa verið efstar í skoðanakönnunum síðustu vikurnar. Í síðustu könnun Gallup mældust þær með um fjórðungs fylgi hvor, að sögn Ríkisútvarpsins.

Á eftir þeim kemur Baldur Þórhallsson með nítján prósent fylgi en eins og áður segir er munur á honum, Katrínu og Höllu Hrund ekki tölfræðilega marktækur.

Niðurstöður Gallup um fylgi Höllu Tómasdóttur er í samræmi við aðrar nýlegar kannanir sem sýna hana á nokkurri siglingu. Hún mælist nú með fimmtán prósent fylgi og bætir við sig fjórum prósentustigum frá síðasta Þjóðarpúlsi.

Fylgi annarra frambjóðenda er sagt svipað á milli kannana.


Tengdar fréttir

Baldur vin­sælasta plan B

Baldur Þórhallsson er sá frambjóðandi sem flestir myndu kjósa í forsetakosningunum ef sá frambjóðandi sem aðspurðir segjast ætla að kjósa, væri ekki í framboði.

Katrín tekur forystuna á ný og Halla T í sókn

Katrín Jakobsdóttir tekur forystuna á ný samkvæmt nýrri könnun Maskínu en þó er ekki marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. Halla Tómasdóttir er síðan í mikilli sókn og rúmlega tvöfaldar fylgi sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×