Jón Dagur hóf leik á varamannabekk OH Leuven, en það voru heimamenn í St. Truiden sem tóku forystuna á 66. mínútu með marki frá varamanninum Fatih Kaya.
Það var svo annar varamaður sem jafnaði metin fyrir OH Leuven á 76. mínútu þegar Jón Dagur kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Youssef Maziz, aðeins átta mínútum eftir að hann hafði komið inn af bekknum.
Reyndist það síðasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli. Jón Dagur og félagar sitja í fjórða sæti annars þriðjungs deildarinnar með 30 stig, þremur stigum minna ne St. Truiden sem situr sæti neðar.