Kristinn: Varnarleikur, varnarleikur og varnarleikur Árni Jóhannsson skrifar 17. maí 2024 21:26 Kristinn Pálsson háði mjög harða baráttu við DeAndre Kane í kvöld Vísir / Anton Brink Valur leiðir einvígið um Íslandsmeistaratitilinn og stigahæsti leikmaður þeirra Kristinn Pálsson var að sjálfsögðu ánægður með sína menn. Hann sagði tímabært að einhver vinni í Smáranum. Lokastaðan 89-79 fyrir Val og átti Kristinn 18 stig af þeim. „Ég veit nú ekki með það hvort ég get tekið undir það að við söltuðum þá“, sagði Kristinn Pálsson þegar hann var inntur eftir ástæðum fyrir sigri Valsmanna í kvöld. „Lykilatriðið í kvöld var bara varnarleikur, varnarleikur og varnarleikur. Ef við höfðum hann ekki í dag þá hefðum við tapað þessu í dag.“ Staðan var jöfn í hálfleik 37-37. Hvernig fannst Kristni takturinn vera hjá sínum mönnum í hálfleik? „Mér fannst við helvíti flatir í fyrri hálfleik. Það var bara þristurinn frá Justas í lok hálfleiksins sem jafnar leikinn og gaf okkur kraft inn í klefa. Við settum svo bara í næsta gír ef ég má segja.“ Grunnurinn að sigrinum var lagður strax í upphafi seinni hálfleiks og var Kristinn beðinn um að segja frá fyrstu fimm mínútum seinni háfleiksins. Á þeim tíma setti Kristinn fjóra þrista. „Þeir voru aðeins að gleyma sér Grindvíkingarnir. Ég var búinn að vera að fá erfið skot á móti Njarðvík en fékk opin skot í dag. Ég tek því.“ Heldur Kristinn að það hafi verið taktík hjá Grindavík að skilja þig eftir svona opinn þar sem þið hittuð bara tveimur af tíu þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik? „Ég efast um það og finnst það mjög skrýtið hjá þeim ef það var pælinginn. Kannski var það samt þannig en það virkaði ekki.“ Kári Jónsson sneri aftur á gólfið og skilaði heldur betur framlagi. Hvernig fannst Vaslmönnum að fá þann liðsstyrk? „Það var bara geðveikt. Ekki bara nærveran hans heldur líka þá róast allt inn á vellinum þegar hann fær boltann. Það er stórt fyrir okkur.“ Hvernig verður svo að halda liðinu á jörðinni milli leikja? „Auðvitað alla leið. Það er enginn búinn að vinna í Smáranum og það er tímabært að einhver geri það.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík | Valsmenn leiða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn Frábær byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að góðum sigri Valsmanna á Grindavík í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Staðan var jöfn í hálfleik en Valsmenn keyrðu fram úr gestunum í upphafi þess seinni. Staðan 89-79 í leiknum og 1-0 í einvíginu. 17. maí 2024 18:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira
„Ég veit nú ekki með það hvort ég get tekið undir það að við söltuðum þá“, sagði Kristinn Pálsson þegar hann var inntur eftir ástæðum fyrir sigri Valsmanna í kvöld. „Lykilatriðið í kvöld var bara varnarleikur, varnarleikur og varnarleikur. Ef við höfðum hann ekki í dag þá hefðum við tapað þessu í dag.“ Staðan var jöfn í hálfleik 37-37. Hvernig fannst Kristni takturinn vera hjá sínum mönnum í hálfleik? „Mér fannst við helvíti flatir í fyrri hálfleik. Það var bara þristurinn frá Justas í lok hálfleiksins sem jafnar leikinn og gaf okkur kraft inn í klefa. Við settum svo bara í næsta gír ef ég má segja.“ Grunnurinn að sigrinum var lagður strax í upphafi seinni hálfleiks og var Kristinn beðinn um að segja frá fyrstu fimm mínútum seinni háfleiksins. Á þeim tíma setti Kristinn fjóra þrista. „Þeir voru aðeins að gleyma sér Grindvíkingarnir. Ég var búinn að vera að fá erfið skot á móti Njarðvík en fékk opin skot í dag. Ég tek því.“ Heldur Kristinn að það hafi verið taktík hjá Grindavík að skilja þig eftir svona opinn þar sem þið hittuð bara tveimur af tíu þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik? „Ég efast um það og finnst það mjög skrýtið hjá þeim ef það var pælinginn. Kannski var það samt þannig en það virkaði ekki.“ Kári Jónsson sneri aftur á gólfið og skilaði heldur betur framlagi. Hvernig fannst Vaslmönnum að fá þann liðsstyrk? „Það var bara geðveikt. Ekki bara nærveran hans heldur líka þá róast allt inn á vellinum þegar hann fær boltann. Það er stórt fyrir okkur.“ Hvernig verður svo að halda liðinu á jörðinni milli leikja? „Auðvitað alla leið. Það er enginn búinn að vinna í Smáranum og það er tímabært að einhver geri það.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík | Valsmenn leiða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn Frábær byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að góðum sigri Valsmanna á Grindavík í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Staðan var jöfn í hálfleik en Valsmenn keyrðu fram úr gestunum í upphafi þess seinni. Staðan 89-79 í leiknum og 1-0 í einvíginu. 17. maí 2024 18:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira
Leik lokið: Valur - Grindavík | Valsmenn leiða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn Frábær byrjun á seinni hálfleik lagði grunninn að góðum sigri Valsmanna á Grindavík í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Staðan var jöfn í hálfleik en Valsmenn keyrðu fram úr gestunum í upphafi þess seinni. Staðan 89-79 í leiknum og 1-0 í einvíginu. 17. maí 2024 18:30