„Umgjörðin er bara engu lík, gæsahúð að hlaupa inn á völlinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. maí 2024 10:01 Vignir Stefánsson hefur verið leikmaður Vals síðan 2012 og tekið þátt í sjö Evrópukeppnum með liðinu. Vísir Eftir vonbrigði í vikunni býður handboltaliði Vals heldur betur spennandi og krefjandi verkefni þegar liðið leikur til úrslita Evrópubikarsins gegn Olympiacos. Fyrri leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda í kvöld, einvíginu lýkur svo í Grikklandi eftir viku. „Við erum bara að verða þokkalega stemmdir, setjum fókusinn á þetta eftir að hafa dottið út úr Íslandsmótinu en við þurfum bara að nýta þau vonbrigði inn í þetta verkefni“ sagði Vignir Stefánsson, hornamaður Vals, fyrir stórleikinn í kvöld. Vignir hefur verið leikmaður Vals í rúman áratug og upplifað mörg Evrópuævintýri með félaginu. Hann sagði reynsluna dýrmæta sem hann sjálfur og liðið allt hefur sankað að sér undanfarin ár. „Við erum búnir að hafa allavega síðasta tímabil svolítið á bakvið eyrað, lærðum helling þar og vorum auðvitað í miklu álagi. Liðið er bara á flottum stað og við verðum að nýta orkuna úr því sem er að gerast hjá okkur inn í þetta.“ Gríðarlega gaman að vera Valsmaður undanfarna viku Það er einmitt mikil orka á Hlíðarenda þessa dagana. Handboltalið kvenna varð Íslandsmeistari á fimmtudag og í öðrum greinum lék félagið til úrslita eða útsláttar nánast á hverjum degi undanfarna viku. Þessi ótrúlega vika nær svo ákveðnum hápunkti á Hlíðarenda í kvöld þegar úrslitaleikur Evrópubikarsins fer fram hér á landi í fyrsta sinn. „Umgjörðin er bara engu lík, gæsahúð að hlaupa inn á völlinn og fá mikinn stuðning af pöllunum eins og hefur verið í þessum leikjum hjá okkur.“ Viðtalið allt við Vigni úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá hér fyrir ofan. Valur EHF-bikarinn Grikkland Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Fleiri fréttir „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Sjá meira
„Við erum bara að verða þokkalega stemmdir, setjum fókusinn á þetta eftir að hafa dottið út úr Íslandsmótinu en við þurfum bara að nýta þau vonbrigði inn í þetta verkefni“ sagði Vignir Stefánsson, hornamaður Vals, fyrir stórleikinn í kvöld. Vignir hefur verið leikmaður Vals í rúman áratug og upplifað mörg Evrópuævintýri með félaginu. Hann sagði reynsluna dýrmæta sem hann sjálfur og liðið allt hefur sankað að sér undanfarin ár. „Við erum búnir að hafa allavega síðasta tímabil svolítið á bakvið eyrað, lærðum helling þar og vorum auðvitað í miklu álagi. Liðið er bara á flottum stað og við verðum að nýta orkuna úr því sem er að gerast hjá okkur inn í þetta.“ Gríðarlega gaman að vera Valsmaður undanfarna viku Það er einmitt mikil orka á Hlíðarenda þessa dagana. Handboltalið kvenna varð Íslandsmeistari á fimmtudag og í öðrum greinum lék félagið til úrslita eða útsláttar nánast á hverjum degi undanfarna viku. Þessi ótrúlega vika nær svo ákveðnum hápunkti á Hlíðarenda í kvöld þegar úrslitaleikur Evrópubikarsins fer fram hér á landi í fyrsta sinn. „Umgjörðin er bara engu lík, gæsahúð að hlaupa inn á völlinn og fá mikinn stuðning af pöllunum eins og hefur verið í þessum leikjum hjá okkur.“ Viðtalið allt við Vigni úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá hér fyrir ofan.
Valur EHF-bikarinn Grikkland Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Fleiri fréttir „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Sjá meira