Erlent

Fær­eyingar felldu frum­varp um fóstur­eyðingar

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Færeyingar búa ennþá við ströngustu þungunarrofslöggjöf Norðurlandanna.
Færeyingar búa ennþá við ströngustu þungunarrofslöggjöf Norðurlandanna. Vísir/Vilhelm

Frumvarp þess efnis að heimila ætti þungunarrof fram að 12. viku var fellt á færeyska þinginu á miðvikudaginn. Málið féll á jöfnu, en atkvæðagreiðslan fór 15 -15. Á þinginu sitja 33.

Kringvarpið greinir frá.

Færeyingar búa við ströngustu þungunarrofslöggjöf Norðurlandanna, en núgildandi lög um þungunarrof í þar í landi eru frá 1956. 

Þar kveður á um að kona þurfi að uppfylla ýmis skilyrði svo rjúfa megi meðgöngu, svosem að henni hafi verið nauðgað eða heilsu hennar sé ógnað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×