Bæjarstjóri sakaður um að vera njósnari: „Enginn veit hver hún er“ Jón Þór Stefánsson skrifar 19. maí 2024 08:36 Alice Guo hefur verið á milli tannanna á fólki í Filippseyjum undanfarið vegna meintra tengsla hennar við mansalsstarfsemi og spurninga um uppruna hennar. Bæjarstjórn Bamban Bæjarstjóri filippseyska bæjarins Bamban er nú skyndilega í kastljósi fjölmiðla, bæði innan Filippseyja sem utan, vegna ásakanna um að hún sé í raun og veru að vinna fyrir Kína. Bæjarstjórinn sem um ræðir er hin 35 ára gamla Alice Guo. Ekkert hafði þótt benda til þess að eitthvað óvenjulegt væri í seyði með hana. Þangað til filippseyska þingið gerði henni að gefa skýrslu fyrr í þessum mánuði. BBC fjallar um málið, en í frétt miðilsins segir að málið megi rekja til lögregluaðgerða í húsnæði netspilavítis í bænum hennar. Í ljós hafi komið að spilavítið væri svikamilla. Þar hafi starfað um sjöhundruð manns, þar af rúmlega 200 kínverjar og aðrir 73 útlendingar. Þetta fólk er talið hafa verið í kynlífsmansali á netinu. „Enginn veit hver hún er“ Ferdinand Marcos, forseti Filipseyja, hefur gripið til mikilla aðgerða gegn netspilavítum sem þessum, sérstaklega vegna uppgötvana um að sum þeirra starfræki mansal. Rannsókn á áðurnefndu netspilavíti leiddi í ljós að húsnæði þess væri á lóð í eigu Guo, sem væri í raun örstutt frá skrifstofu hennar. Hún hefur þó haldið því fram að hafa selt landareignina áður en hún fór í framboð til bæjarstjórnar fyrir tveimur árum. Um er að ræða átta hektara land, sem samkvæmt BBC inniheldur sundlaug og vínkjallara, en einnig húsnæði þar sem áðurnefnd svikamillustarfsemi fór fram. „Enginn veit hver hún er. Við veltum fyrir okkur hvaðan hún kemur. Þess vegna erum við að rannsaka þetta, vegna spurninga um uppruna hennar,“ sagði Marcos forseti við blaðamenn. Lítið er vitað um Guo, sem er óvenjulegt í filippseyskum stjórnmálum þar sem pólitíkusar koma gjarnan úr þekktum fjölskyldum stjórnmálamanna. Þá bendir BBC á að eftirnafn hennar, Guo, sé eitt algengasta fjölskyldunafn Filippseyja hjá fólki af kínverskum uppruna. Í skýrslutöku hjá filippseyska þinginu á dögunum viðurkenndi Guo að fæðingarvottorð hennar hefði verið gefið út þegar hún var nýorðin sautján ára. Hún sagði ástæðuna vera að hún hefði fæðst heima hjá sér, en ekki á spítala eða á annarri heilbrigðisstofnun. Þá vakti einnig athygli að Guo sagði föður sinn vera filippseyskan, en samkvæmt gögnum sem liggja fyrir í málinu er hann sagður kínverskur. Sökuð um að vera njósnari „Er Alice bæjarstjóri, og aðrir hennar líkir með dularfullan bakgrunn, að vinna fyrir Kína? Komið fyrir í landinu okkar svo þau geti skipt sér af filippseyskum stjórnmálum?“ spurði Risa Hontiveros, þingmaður í Filippseyjum að skýrslutökunni lokinni. „Það er erfitt að trúa því að Alice Guo, bæjarstjóri Bamban svari alltaf með því að segja: „Ég veit það ekki,“ Og hún man ekki einu sinni hvar hún átti heima,“ sagði Sherwin Gatchalian, annar þingmaður. Guo hefur ekki tjáð sig um ásakanir um að hún sé í raun og veru njósnari, og þá hefur hún forðast viðtöl við fjölmiðla í kjölfar skýrslutökunnar. Filippseyjar Erlend sakamál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Bæjarstjórinn sem um ræðir er hin 35 ára gamla Alice Guo. Ekkert hafði þótt benda til þess að eitthvað óvenjulegt væri í seyði með hana. Þangað til filippseyska þingið gerði henni að gefa skýrslu fyrr í þessum mánuði. BBC fjallar um málið, en í frétt miðilsins segir að málið megi rekja til lögregluaðgerða í húsnæði netspilavítis í bænum hennar. Í ljós hafi komið að spilavítið væri svikamilla. Þar hafi starfað um sjöhundruð manns, þar af rúmlega 200 kínverjar og aðrir 73 útlendingar. Þetta fólk er talið hafa verið í kynlífsmansali á netinu. „Enginn veit hver hún er“ Ferdinand Marcos, forseti Filipseyja, hefur gripið til mikilla aðgerða gegn netspilavítum sem þessum, sérstaklega vegna uppgötvana um að sum þeirra starfræki mansal. Rannsókn á áðurnefndu netspilavíti leiddi í ljós að húsnæði þess væri á lóð í eigu Guo, sem væri í raun örstutt frá skrifstofu hennar. Hún hefur þó haldið því fram að hafa selt landareignina áður en hún fór í framboð til bæjarstjórnar fyrir tveimur árum. Um er að ræða átta hektara land, sem samkvæmt BBC inniheldur sundlaug og vínkjallara, en einnig húsnæði þar sem áðurnefnd svikamillustarfsemi fór fram. „Enginn veit hver hún er. Við veltum fyrir okkur hvaðan hún kemur. Þess vegna erum við að rannsaka þetta, vegna spurninga um uppruna hennar,“ sagði Marcos forseti við blaðamenn. Lítið er vitað um Guo, sem er óvenjulegt í filippseyskum stjórnmálum þar sem pólitíkusar koma gjarnan úr þekktum fjölskyldum stjórnmálamanna. Þá bendir BBC á að eftirnafn hennar, Guo, sé eitt algengasta fjölskyldunafn Filippseyja hjá fólki af kínverskum uppruna. Í skýrslutöku hjá filippseyska þinginu á dögunum viðurkenndi Guo að fæðingarvottorð hennar hefði verið gefið út þegar hún var nýorðin sautján ára. Hún sagði ástæðuna vera að hún hefði fæðst heima hjá sér, en ekki á spítala eða á annarri heilbrigðisstofnun. Þá vakti einnig athygli að Guo sagði föður sinn vera filippseyskan, en samkvæmt gögnum sem liggja fyrir í málinu er hann sagður kínverskur. Sökuð um að vera njósnari „Er Alice bæjarstjóri, og aðrir hennar líkir með dularfullan bakgrunn, að vinna fyrir Kína? Komið fyrir í landinu okkar svo þau geti skipt sér af filippseyskum stjórnmálum?“ spurði Risa Hontiveros, þingmaður í Filippseyjum að skýrslutökunni lokinni. „Það er erfitt að trúa því að Alice Guo, bæjarstjóri Bamban svari alltaf með því að segja: „Ég veit það ekki,“ Og hún man ekki einu sinni hvar hún átti heima,“ sagði Sherwin Gatchalian, annar þingmaður. Guo hefur ekki tjáð sig um ásakanir um að hún sé í raun og veru njósnari, og þá hefur hún forðast viðtöl við fjölmiðla í kjölfar skýrslutökunnar.
Filippseyjar Erlend sakamál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent