Óljóst hvort þyrlan sé fundin Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. maí 2024 17:55 Mynd frá leitarsvæðinu. Ekki liggur fyrir hvort þyrlan sé endilega fundin. AP Þyrlan sem flutti Ebrahim Raisi forseta Íran og utanríkisráðherrann Hossein Amirabdollahian er sögð hafa „lent harkalega“ á hálendi á norðvesturhluta Íran fyrr í dag vegna þoku. Íranskir miðlar tilkynntu fyrr í kvöld um að þyrlan væri fundin en talsmenn Rauða hálfmánans sögðu það ekki rétt og leit stæði enn yfir. Þyrlu Raisi var flogið yfir Austur-Aserbaídsjanhérað þegar hún brotlenti. Samkvæmt írönskum miðlum var slysinu lýst sem „harðri lendingu“ sem rekja megi til erfiðra veðuraðstæðna. Tehran Times hefur eftir Ahmad Vahidi innviðaráðherra Íran að áhöfn þyrlunnar hafi verið gert að nauðlenda henni vegna mikillar þoku. Veðuraðstæður á svæðinu eru sagðar verulega slæmar, mikil rigning, rok og þykk þoka. Ekki er búist við að veðrið gangi niður í nótt. Uppfært 18:18: Þyrlan er fundin, hefur Reuters eftir íranskri sjónvarpsútsendingu. Fleiri upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Uppfært 18:32: Embættismaður Rauða hálfmánans í Íran segir ekki rétt með farið í írönskum miðlum að þyrlan hafi fundist. Þá hefur sjónvarpsfréttamaður í Íran eftir Ali Akbar orkumálaráðherra að það sé ekkert að frétta af leitinni, það er, þyrlan sé ekki fundin. Þrátt fyrir það sé búist við að leitarsveitir séu í innan við tveggja kílómetra fjarlægð frá þyrlunni. Þyrlan í flugtaki í dag. AP Samkvæmt fréttavakt Al Jazeera um málið náðist samband við meðlim áhafnarinnar á tíunda tímanum að staðartíma. Miðillinn hafði eftir talsmanni björgunarsveita í Íran að ekki hafi verið hægt að halda leit úr lofti áfram eftir að fór að dimma vegna þoku. Þá yrðu fleiri sjúkrabílar sendir á svæðið fyrir vikið. Auk forsetans og utanríkisráðherrans voru Malek Rahmati ríkisstjóri Austur-Aserbaídsjan og Ayatollah Mohammad Ali Ale-Hashem, fulltrúi leiðtoga Írans í Austur-Aserbaídsjan í þyrlunni. Þjóðarleiðtogar nágrannalanda hafa tjáð samstöðu með íranska forsetanum á samfélagsmiðlum í dag. Þar á meðal Narendra Modi forsætisráðherra Indlands og Shehbaz Sharif forsætisráðherra Pakistan. Deeply concerned by reports regarding President Raisi’s helicopter flight today. We stand in solidarity with the Iranian people in this hour of distress, and pray for well being of the President and his entourage.— Narendra Modi (@narendramodi) May 19, 2024 Heard the distressing news from Iran regarding Hon. President Seyyed Ebrahim Raisi’s helicopter. Waiting with great anxiety for good news that all is well. Our prayers and best wishes are with Hon.President Raisi and the entire Iranian nation.— Shehbaz Sharif (@CMShehbaz) May 19, 2024 Þá gaf utanríkisráðuneyti Katar út yfirlýsingu þar sem öllum mögulegum stuðningi við björgunaraðgerðirnar er heitið. Yfirvöld í Rússlandi, Tyrklandi og Sádi-Arabíu hafa einnig boðið fram hjálparhönd. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur að auki gefið út tilkynningu þar sem greint er frá því að gervihnattakortlagning hafi verið virkt til að aðstoða við leitina. Upon Iranian request for assistance we are activating the 🇪🇺's @CopernicusEMS rapid response 📡 mapping service in view of to the helicopter accident reportedly carrying the President of #Iran and its foreign minister. #EUSolidarity— Janez Lenarčič (@JanezLenarcic) May 19, 2024 Íran Þyrluslys Íransforseta Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Þyrlu Raisi var flogið yfir Austur-Aserbaídsjanhérað þegar hún brotlenti. Samkvæmt írönskum miðlum var slysinu lýst sem „harðri lendingu“ sem rekja megi til erfiðra veðuraðstæðna. Tehran Times hefur eftir Ahmad Vahidi innviðaráðherra Íran að áhöfn þyrlunnar hafi verið gert að nauðlenda henni vegna mikillar þoku. Veðuraðstæður á svæðinu eru sagðar verulega slæmar, mikil rigning, rok og þykk þoka. Ekki er búist við að veðrið gangi niður í nótt. Uppfært 18:18: Þyrlan er fundin, hefur Reuters eftir íranskri sjónvarpsútsendingu. Fleiri upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Uppfært 18:32: Embættismaður Rauða hálfmánans í Íran segir ekki rétt með farið í írönskum miðlum að þyrlan hafi fundist. Þá hefur sjónvarpsfréttamaður í Íran eftir Ali Akbar orkumálaráðherra að það sé ekkert að frétta af leitinni, það er, þyrlan sé ekki fundin. Þrátt fyrir það sé búist við að leitarsveitir séu í innan við tveggja kílómetra fjarlægð frá þyrlunni. Þyrlan í flugtaki í dag. AP Samkvæmt fréttavakt Al Jazeera um málið náðist samband við meðlim áhafnarinnar á tíunda tímanum að staðartíma. Miðillinn hafði eftir talsmanni björgunarsveita í Íran að ekki hafi verið hægt að halda leit úr lofti áfram eftir að fór að dimma vegna þoku. Þá yrðu fleiri sjúkrabílar sendir á svæðið fyrir vikið. Auk forsetans og utanríkisráðherrans voru Malek Rahmati ríkisstjóri Austur-Aserbaídsjan og Ayatollah Mohammad Ali Ale-Hashem, fulltrúi leiðtoga Írans í Austur-Aserbaídsjan í þyrlunni. Þjóðarleiðtogar nágrannalanda hafa tjáð samstöðu með íranska forsetanum á samfélagsmiðlum í dag. Þar á meðal Narendra Modi forsætisráðherra Indlands og Shehbaz Sharif forsætisráðherra Pakistan. Deeply concerned by reports regarding President Raisi’s helicopter flight today. We stand in solidarity with the Iranian people in this hour of distress, and pray for well being of the President and his entourage.— Narendra Modi (@narendramodi) May 19, 2024 Heard the distressing news from Iran regarding Hon. President Seyyed Ebrahim Raisi’s helicopter. Waiting with great anxiety for good news that all is well. Our prayers and best wishes are with Hon.President Raisi and the entire Iranian nation.— Shehbaz Sharif (@CMShehbaz) May 19, 2024 Þá gaf utanríkisráðuneyti Katar út yfirlýsingu þar sem öllum mögulegum stuðningi við björgunaraðgerðirnar er heitið. Yfirvöld í Rússlandi, Tyrklandi og Sádi-Arabíu hafa einnig boðið fram hjálparhönd. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur að auki gefið út tilkynningu þar sem greint er frá því að gervihnattakortlagning hafi verið virkt til að aðstoða við leitina. Upon Iranian request for assistance we are activating the 🇪🇺's @CopernicusEMS rapid response 📡 mapping service in view of to the helicopter accident reportedly carrying the President of #Iran and its foreign minister. #EUSolidarity— Janez Lenarčič (@JanezLenarcic) May 19, 2024
Íran Þyrluslys Íransforseta Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira