„Þarf að sjá eld í staðinn fyrir einhverja hræðslu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2024 21:40 Rúnar Ingi fer yfir málin Vísir/Anton Brink Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur kallar eftir meira hugrekki í leik sinna leikmanna en Njarðvík tapaði 2-0 gegn Keflavík í kvöld í úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna. „Það eru ótalmörg atriði, vörnin í fyrsta leikhluta. Mér finnst mjög mikilvægt á móti þessu Keflavíkurliði að byrja vel til að kveikja ekki í sjálfstraustinu þeirra. Sérstaklega miðað við okkar varnarplan,“ sagði Rúnar Ingi í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld um hvað það var sem varð til þess að Njarðvík tapaði. „Þær skora 81 stig sem er ekkert ömurlegt. Þú býrð til sjálfstraust í liði Keflvíkinga með því, svona eftir á, að við vorum ekki búin að kveikja á okkur í byrjun. Þær skora 30 stig í fyrsta leikhluta sem er allt of mikið,“ bætti Rúnar Ingi við en lið Keflavíkur mætti afar grimmt til leiks í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvíkingar komu hins vegar til baka og misstu Keflavíkurliðið aldrei neitt ofboðslega langt frá sér. Rúnari Inga fannst vanta hugrekki í sínar konur þegar á reyndi. „Við vorum sóknarlega fínar í fyrsta leikhluta en þegar líður á leikinn þá finnst mér vanta upp á hugrekki. Ef ég á að velja eitthvað eitt þá finnst mér vanta upp á hugrekki. Sækja þær stöður sem við viljum sækja í kringum körfuna. Við erum að búa til fullt af fínum stöðum í þriggja stiga skotum þar sem við erum að keyra síðan aftur inn í teiginn.“ „Ef þú ætlar að verða Íslandsmeistari þá þarftu að þora að taka stóru skotin og þarft að negla þeim niður. Þú þarft að finna stemmninguna í staðinn fyrir að bugast undan einhverju stressi. Aðallega finnst mér þetta andlegt vandamál sem við þurfum að yfirstíga og við höfum tvo daga til þess.“ „Vitum alveg í hverju þær eru góðar“ Njarðvík tapaði 17 boltum í leiknum í kvöld og Keflavík skoraði 24 stig eftir hraðaupphlaup. Þá komu leikmenn Keflavíkur oft með stór skot á góðum augnablikum á meðan Njarðvík setti ekki niður sín þriggja stiga skot. „Þær setja þessi stóru skot og svara. Þegar við erum komin einu eða tveimur yfir og þurfum lykilstopp þá koma þær með körfu á móti sem ber að hrósa þeim fyrir. Ég þarf að skoða hverju ég get breytt varnarlega. Það sem var að ganga vel upp í fyrsta leik er heilt yfir að ganga upp hérna fyrir utan fyrsta leikhlutann.“ „Þær skora 21 stig úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Þetta er aðallega hvernig við hugsum um boltann og hvernig jafnvægið er á liðinu þegar við erum að skjóta. Við erum einstaklega lengi að koma okkur til baka oft á tíðum. Það skánaði þegar leið á leikinn en Keflavík er bara lið sem refsar fyrir þetta. Við vitum alveg í hverju þær eru góðar en aðalpælingin er að gefa þeim ekki svona sjálfstraust í upphafi leiks og vera sterkari andlega.“ „Mitt stærsta verkefni er að sannfæra þær“ Talandi um andlegu hliðina þá viðurkenndi Rúnar Ingi það að hans helsta verkefni fyrir leik þrjú væri að ná að telja sínum konum trú um að þær gætu lagt Keflavík að velli. Keflavík hefur unnið alla sjö leiki liðanna í vetur í deild, bikar og úrslitakeppni. „Hundrað prósent. Það er partur af einhverju sem er að læðast í gegnum hugann á leikmönnum, við þurfum bara að trúa því að við getum unnið Keflavík. Tækifærin eru hér út um allt fyrir framan okkur og ef ég horfi í augun á leikmönnum á vellinum þarf ég að sjá eld í staðinn fyrir að sjá einhverja hræðslu.“ „Mér er alveg sama hvort við klikkum á víti eða sniðskoti en við megum ekki láta þetta hafa áhrif á okkur. Mér finnst að þetta sé að hafa alltof mikil áhrif á okkur, svona smá trúleysi í hvert skipti sem eitthvað gengur ekki upp. Það mun hafa áhrif í næstu sókn á eftir í staðinn fyrir að hugsa að þetta skipti ekki máli, þetta eru endalaus mistök fram og til baka.“ Hann sagði sitt stærsta verkefni væri að sannfæra sitt lið um að þær gætu unnið deildar- og bikarmeistarana. „Við þurfum að vera sterkari andlega. Við höfum ekki unnið þær í vetur og það er mitt stærsta verkefni núna að sannfæra þær. Ég tek þeirri áskorun, ég þarf að sannfæra mitt lið um að við getum unnið þetta Keflavíkurlið.“ Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið McIlroy vann Masters í bráðabana Golf Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Fótbolti „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Íslenski boltinn „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Körfubolti „Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Sport Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ Sjá meira
„Það eru ótalmörg atriði, vörnin í fyrsta leikhluta. Mér finnst mjög mikilvægt á móti þessu Keflavíkurliði að byrja vel til að kveikja ekki í sjálfstraustinu þeirra. Sérstaklega miðað við okkar varnarplan,“ sagði Rúnar Ingi í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld um hvað það var sem varð til þess að Njarðvík tapaði. „Þær skora 81 stig sem er ekkert ömurlegt. Þú býrð til sjálfstraust í liði Keflvíkinga með því, svona eftir á, að við vorum ekki búin að kveikja á okkur í byrjun. Þær skora 30 stig í fyrsta leikhluta sem er allt of mikið,“ bætti Rúnar Ingi við en lið Keflavíkur mætti afar grimmt til leiks í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvíkingar komu hins vegar til baka og misstu Keflavíkurliðið aldrei neitt ofboðslega langt frá sér. Rúnari Inga fannst vanta hugrekki í sínar konur þegar á reyndi. „Við vorum sóknarlega fínar í fyrsta leikhluta en þegar líður á leikinn þá finnst mér vanta upp á hugrekki. Ef ég á að velja eitthvað eitt þá finnst mér vanta upp á hugrekki. Sækja þær stöður sem við viljum sækja í kringum körfuna. Við erum að búa til fullt af fínum stöðum í þriggja stiga skotum þar sem við erum að keyra síðan aftur inn í teiginn.“ „Ef þú ætlar að verða Íslandsmeistari þá þarftu að þora að taka stóru skotin og þarft að negla þeim niður. Þú þarft að finna stemmninguna í staðinn fyrir að bugast undan einhverju stressi. Aðallega finnst mér þetta andlegt vandamál sem við þurfum að yfirstíga og við höfum tvo daga til þess.“ „Vitum alveg í hverju þær eru góðar“ Njarðvík tapaði 17 boltum í leiknum í kvöld og Keflavík skoraði 24 stig eftir hraðaupphlaup. Þá komu leikmenn Keflavíkur oft með stór skot á góðum augnablikum á meðan Njarðvík setti ekki niður sín þriggja stiga skot. „Þær setja þessi stóru skot og svara. Þegar við erum komin einu eða tveimur yfir og þurfum lykilstopp þá koma þær með körfu á móti sem ber að hrósa þeim fyrir. Ég þarf að skoða hverju ég get breytt varnarlega. Það sem var að ganga vel upp í fyrsta leik er heilt yfir að ganga upp hérna fyrir utan fyrsta leikhlutann.“ „Þær skora 21 stig úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Þetta er aðallega hvernig við hugsum um boltann og hvernig jafnvægið er á liðinu þegar við erum að skjóta. Við erum einstaklega lengi að koma okkur til baka oft á tíðum. Það skánaði þegar leið á leikinn en Keflavík er bara lið sem refsar fyrir þetta. Við vitum alveg í hverju þær eru góðar en aðalpælingin er að gefa þeim ekki svona sjálfstraust í upphafi leiks og vera sterkari andlega.“ „Mitt stærsta verkefni er að sannfæra þær“ Talandi um andlegu hliðina þá viðurkenndi Rúnar Ingi það að hans helsta verkefni fyrir leik þrjú væri að ná að telja sínum konum trú um að þær gætu lagt Keflavík að velli. Keflavík hefur unnið alla sjö leiki liðanna í vetur í deild, bikar og úrslitakeppni. „Hundrað prósent. Það er partur af einhverju sem er að læðast í gegnum hugann á leikmönnum, við þurfum bara að trúa því að við getum unnið Keflavík. Tækifærin eru hér út um allt fyrir framan okkur og ef ég horfi í augun á leikmönnum á vellinum þarf ég að sjá eld í staðinn fyrir að sjá einhverja hræðslu.“ „Mér er alveg sama hvort við klikkum á víti eða sniðskoti en við megum ekki láta þetta hafa áhrif á okkur. Mér finnst að þetta sé að hafa alltof mikil áhrif á okkur, svona smá trúleysi í hvert skipti sem eitthvað gengur ekki upp. Það mun hafa áhrif í næstu sókn á eftir í staðinn fyrir að hugsa að þetta skipti ekki máli, þetta eru endalaus mistök fram og til baka.“ Hann sagði sitt stærsta verkefni væri að sannfæra sitt lið um að þær gætu unnið deildar- og bikarmeistarana. „Við þurfum að vera sterkari andlega. Við höfum ekki unnið þær í vetur og það er mitt stærsta verkefni núna að sannfæra þær. Ég tek þeirri áskorun, ég þarf að sannfæra mitt lið um að við getum unnið þetta Keflavíkurlið.“
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið McIlroy vann Masters í bráðabana Golf Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Fótbolti „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Íslenski boltinn „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Körfubolti „Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Sport Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik
Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn