Öfgar og ósannindi Oddný G. Harðardóttir skrifar 20. maí 2024 23:58 Formaður Flokks fólksins fer mikinn í pistli í Morgunblaðinu 18. maí síðast liðinn. Ýmislegt má um þennan pistil segja en ég ætla hér að gera athugasemdir við tvennt. Í fyrsta lagi við viðbrögð formannsins vegna orða Þórunnar Sveinbjarnardóttur í grein sem hún skrifaði í sama blað á dögunum og fjallaði um hversu mikilvægir innflytjendur eru fyrir íslenskt samfélag. Viðbrögð formanns Flokks fólksins eru öfgafull og ósönn. Orðin sem látin eru þar falla um Þórunni Sveinbjarnardóttur standast enga skoðun og eru ekki svara verð. Hitt er annað að það nægir að lesa ræður formanns Flokks fólksins um útlendingamál, sem hún hefur flutt á Alþingi, til að sjá að þar er aftur og aftur teiknuð upp sú mynd að kostnaðurinn við fólk sem hér sækir um alþjóðlega vernd sé svo mikill að vegna hans sé ekki hægt að gera betur við aldraða og öryrkja. Formaðurinn stillir upp tveimur viðkvæmum hópum og segir að kostnaður ríkisins við annan hópinn komi niður á hinum og talar inn í ótta fólks um sinn hag. Að vegna útlendinga eigi þeirra hagur eftir að versna enn frekar. Fleiri dæmi mætti taka úr ræðum formannsins af sama meiði þar sem alið er á útlendingaandúð. Í öðru lagi virðist formaður flokks fólksins ekki hafa hugmynd um hvaða breytingar urðu á almannatryggingum á árunum 2009-2013 þegar verið var að endurreisa íslenskt samfélag eftir bankahrun. Hið rétta er að í september 2008 þegar ljóst var í hvað stefndi, setti Jóhanna Sigurðardóttir reglugerð sem kvað á um að þeir sem ekki næðu samanlögðum tekjum upp á 150.000 kr. skyldu fá það sem á vantaði greitt sem sérstaka framfærsluuppbót. Upphæðin var svo strax hækkuð 1. janúar 2009 í 180.000 kr., og gilti sú upphæð þar til í janúar 2011.Sérstaka framfærsluuppbótin fól í sér 20,8% uppbót ofan á grunnupphæðir ársins 2009 til þeirra tekjulægstu. Sérstaka framfærsluuppbótin skertist um krónu móti krónu meðan hún var að hverfa út með hækkandi tekjum.Grunn-greiðsluflokkarnir hækkuðu um 9,6% milli 2008 og 2009 en stóðu síðan í stað til júní 2011, þegar þeir hækkuðu um 8,1%. Eftir það hækkuðu þeir árlega um 3,5 – 3,9%.Viðmiðið fyrir sérstöku framfærsluuppbótina stóð í stað milli 2009 og 2010 en hækkaði annars árlega og hélst í því að vera um 21-22% hærra en grunnflokkarnir samanlagðir (ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót.). Skerðingarhlutfall gagnvart tekjutryggingu var hækkað með lögum nr. 70/2009 úr 38,36% í 45% eða í sömu prósentutölu og verið hafði fram til 2006. Hækkun upp í 45% varð til þess að þeir sem stóðu hvað best tóku á sig aukna skerðingu. Hækkunin var tímabundin og féll sjálfkrafa úr gildi í árslok 2013. Þetta er það sem formaður Flokks fólksins kallar að lækka greiðslur almannatrygginga á endurreisnarárunum eftir hrun. Hér hef ég farið yfir staðreyndir máls. Þær breyta því ekki að fólkið sem þarf að treysta á almannatryggingakerfið þarfnast kjarabótar. Fyrir því höfum við í Samfylkingunni talað og lagt fram fjöldann allan af tillögum þar um sem flestar hafa verið felldar. Við munum halda baráttunni áfram fyrir bættum haga þeirra sem verst standa og fyrir auknum jöfnuði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Innflytjendamál Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Formaður Flokks fólksins fer mikinn í pistli í Morgunblaðinu 18. maí síðast liðinn. Ýmislegt má um þennan pistil segja en ég ætla hér að gera athugasemdir við tvennt. Í fyrsta lagi við viðbrögð formannsins vegna orða Þórunnar Sveinbjarnardóttur í grein sem hún skrifaði í sama blað á dögunum og fjallaði um hversu mikilvægir innflytjendur eru fyrir íslenskt samfélag. Viðbrögð formanns Flokks fólksins eru öfgafull og ósönn. Orðin sem látin eru þar falla um Þórunni Sveinbjarnardóttur standast enga skoðun og eru ekki svara verð. Hitt er annað að það nægir að lesa ræður formanns Flokks fólksins um útlendingamál, sem hún hefur flutt á Alþingi, til að sjá að þar er aftur og aftur teiknuð upp sú mynd að kostnaðurinn við fólk sem hér sækir um alþjóðlega vernd sé svo mikill að vegna hans sé ekki hægt að gera betur við aldraða og öryrkja. Formaðurinn stillir upp tveimur viðkvæmum hópum og segir að kostnaður ríkisins við annan hópinn komi niður á hinum og talar inn í ótta fólks um sinn hag. Að vegna útlendinga eigi þeirra hagur eftir að versna enn frekar. Fleiri dæmi mætti taka úr ræðum formannsins af sama meiði þar sem alið er á útlendingaandúð. Í öðru lagi virðist formaður flokks fólksins ekki hafa hugmynd um hvaða breytingar urðu á almannatryggingum á árunum 2009-2013 þegar verið var að endurreisa íslenskt samfélag eftir bankahrun. Hið rétta er að í september 2008 þegar ljóst var í hvað stefndi, setti Jóhanna Sigurðardóttir reglugerð sem kvað á um að þeir sem ekki næðu samanlögðum tekjum upp á 150.000 kr. skyldu fá það sem á vantaði greitt sem sérstaka framfærsluuppbót. Upphæðin var svo strax hækkuð 1. janúar 2009 í 180.000 kr., og gilti sú upphæð þar til í janúar 2011.Sérstaka framfærsluuppbótin fól í sér 20,8% uppbót ofan á grunnupphæðir ársins 2009 til þeirra tekjulægstu. Sérstaka framfærsluuppbótin skertist um krónu móti krónu meðan hún var að hverfa út með hækkandi tekjum.Grunn-greiðsluflokkarnir hækkuðu um 9,6% milli 2008 og 2009 en stóðu síðan í stað til júní 2011, þegar þeir hækkuðu um 8,1%. Eftir það hækkuðu þeir árlega um 3,5 – 3,9%.Viðmiðið fyrir sérstöku framfærsluuppbótina stóð í stað milli 2009 og 2010 en hækkaði annars árlega og hélst í því að vera um 21-22% hærra en grunnflokkarnir samanlagðir (ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót.). Skerðingarhlutfall gagnvart tekjutryggingu var hækkað með lögum nr. 70/2009 úr 38,36% í 45% eða í sömu prósentutölu og verið hafði fram til 2006. Hækkun upp í 45% varð til þess að þeir sem stóðu hvað best tóku á sig aukna skerðingu. Hækkunin var tímabundin og féll sjálfkrafa úr gildi í árslok 2013. Þetta er það sem formaður Flokks fólksins kallar að lækka greiðslur almannatrygginga á endurreisnarárunum eftir hrun. Hér hef ég farið yfir staðreyndir máls. Þær breyta því ekki að fólkið sem þarf að treysta á almannatryggingakerfið þarfnast kjarabótar. Fyrir því höfum við í Samfylkingunni talað og lagt fram fjöldann allan af tillögum þar um sem flestar hafa verið felldar. Við munum halda baráttunni áfram fyrir bættum haga þeirra sem verst standa og fyrir auknum jöfnuði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun