Vegna umræðunnar um dánaraðstoð Ingrid Kuhlman, Bjarni Jónsson, Steinar Harðarson, Sylviane Lecoultre, Veturliði Þór Stefánsson og Íris Davíðsdóttir skrifa 21. maí 2024 08:31 Í grein sem birtist á Vísi þann 7. maí síðastliðinn fjallar heimspekingurinn Henry Alexander Henrysson ítarlega um umræðuna um dánaraðstoð. Greinarhöfundur sér ástæðu til að nefna að hann sé vel að sér í málefnum dánaraðstoðar og gagnrýnir málflutning Lífsvirðingu sem hefur leitt umræðuna um málefnið undanfarin sjö ár. Við höfum nokkrar athugasemdir við umfjöllun hans og hugtakanotkun. Hvernig umræðan á ekki að vera Í fyrsta lagi telur greinarhöfundur umræðuna ekki á réttum nótum, sem er veruleg breyting frá því sem hann sagði í Pallborðsþætti á Vísi fyrir örfáum vikum. Hann leggur þó lítið til umræðunnar sjálfur annað en það hvernig hann telur ekki viðeigandi að nálgast hana. Faglegra hefði verið að leggja fram staðreyndir, rök og gagnrök, draga fram aðal- og aukaatriði, spyrja spurninga og leita svara. Þess í stað virðist megintilgangur greinarinnar vera að afmarka hvernig eigi að ræða dánaraðstoð á þeim forsendum sem greinarhöfundur telur réttastar. Gildishlaðin og óviðeigandi hugtakanotkun Í öðru lagi skilgreinir Henry dánaraðstoð sem regnhlífarhugtak yfir „líknardráp“ og „læknisaðstoð við sjálfsvíg“. Orðið líknardráp er afar gildishlaðið og yfirleitt notað í neikvæðum tilgangi af þeim sem eru andvígir dánaraðstoð. Það er ekki notað almennt í umræðunni í dag. Hugtakið „læknisaðstoð við sjálfsvíg“ er sömuleiðis ónákvæmt, óviðeigandi og hlutdrægt. Beiðni um að flýta fyrir andláti vegna lífsógnandi sjúkdóms eða óbærilegra þjáninga er á engan hátt hægt að jafna við sjálfsvíg sem er alltaf harmsaga og áfall. Dánaraðstoð og sjálfsvíg eru mjög ólík, bæði hugfræðilega, læknisfræðilega, siðferðilega og löglega. Meginmarkmið einstaklings sem biður um dánaraðstoð er að ljúka þjáningum og viðhalda mannlegri reisn. Hvort Henry sé með þessari orðræðu að tjá sínar persónulegar skoðanir á dánaraðstoð verður hann sjálfur að svara en hér mætti vanda betur til verka. Það fer illa saman að ætla að segja öðrum hvernig eigi að ræða faglega um viðkvæmt málefni en nota síðan sjálfur neikvæðustu orðræðuna. Ónákvæm hugtakanotkun getur afvegaleitt umræðuna. Þær athafnir læknis sem Henry vísar í og heyra undir dánaraðstoð eru annars vegar að læknir gefi lyf í æð sem hraðar andláti og hins vegar að einstaklingurinn innbyrði sjálfur lyfjablöndu í sama tilgangi. Umræðan geti ekki byggst á skoðanakönnunum Í þriðja lagi nefnir greinarhöfundur að umræðan geti ekki byggst á viðhorfs- eða skoðanakönnunum. Við erum sammála því enda væri það mjög sérstakt. Það verður hins vegar ekki horft fram hjá því að skoðanakannanir geta veitt mikilvæga innsýn, sérstaklega þegar um er að ræða siðferðileg og persónuleg málefni. Þær gefa kost á að greina langtímaþróun viðhorfa og hvernig almenningsálit mótast. Upplýsingar úr viðhorfskönnunum eru mikilvægar fyrir opinbera umræðu, ákvarðanatöku og myndun upplýstrar stefnu sem er í takt við gildi og viðmið samfélagsins. Viðhorfskannanir veittu sem dæmi mikilvægar upplýsingar þegar frumvarp um líffæragjöf var samið. Efasemdir um hæfni almennings til að að mynda sér skoðun Í fjórða lagi setur greinarhöfundur fram efasemdir um hæfni almennings til að mynda sér skoðun á dánaraðstoð. Þó að dánaraðstoð tengist siðferðilegum, læknisfræðilegum og lagalegum álitaefnum, er kjarni málsins í raun einfaldur, þ.e. að einstaklingar sem uppfylla skýr og ströng skilyrði geta óskað eftir slíkri aðstoð. Ef við treystum einstaklingum til að taka ábyrgar og meðvitaðar ákvarðanir um eigið líf alla ævina, ættum við ekki að draga í efa getu þeirra til að mynda sér skoðun á máli sem varðar þeirra eigin lífslok. Ekki megi byggja umræðuna eingöngu á reynslusögum Í fimmta lagi segir greinarhöfundur að umræðan um dánaraðstoð megi ekki byggja eingöngu á reynslusögum. Það er sérstakt að hann skuli velja að nefna þetta þar sem stjórnarmenn í Lífsvirðingu hafa skrifað og birt yfir 50 greinar um hinar ýmsu hliðar dánaraðstoðar og staðið fyrir ráðstefnum og málþingum með alþjóðlegum sérfræðingum. Við höfum lagt áherslu á að byggja umræðuna á vel rökkstuddum og faglegum grunni sem tekur m.a. mið af siðferðilegum, læknisfræðilegum og lagalegum þáttum. Við höfum fjallað um löggjöf og framkvæmd dánaraðstoðar í öðrum löndum sem og skilyrði og eftirlitskerfi sem tryggja að dánaraðstoð sé veitt á ábyrgan hátt. Reynslusögur höfum við notað til að varpa ljósi á tilfinningalega þætti og persónuleg áhrif sem er oft erfitt að mæla eða skilgreina með tölfræði. Samskipti okkar við fólk, bæði á fundum og í persónulegum skilaboðum, hafa gert okkur ljóst að margir hafa orðið vitni að miklum kvölum og ómanneskjulegu andláti fjölskyldumeðlima og vina. Reynslusögurnar varpa ljósi á þann harða veruleika sem sumir deyjandi einstaklingar upplifa og eru ein helsta ástæða þess að þeir óska eftir dánaraðstoð. Víðtækur stuðningur nauðsynlegur meðal lækna Í sjötta lagi bendir greinarhöfundur á nauðsyn víðtæks stuðnings og sáttar meðal lækna um dánaraðstoð. Við erum sammála því að breytingar á starfsháttum og siðareglum innan læknastéttarinnar eigi að endurspegla siðferðilegar og faglegar skoðanir meirihluta lækna. Viðhorfskannanir sem framkvæmdar voru 2021 og 2023 sýndu að meirihluti þeirra lækna sem tók þátt styður dánaraðstoð. Sambærilegar breytingar á viðhorfum lækna má einnig sjá í Finnlandi þar sem 54.5% þeirra lýsti yfir stuðningi við dánaraðstoð í könnun sem finnska læknafélagið framkvæmdi í upphafi árs 2024. Það er mikilvægt að árétta að þó að læknar séu lykilpersónur í framkvæmd dánaraðstoðar, eiga þeir ekki að einoka umræðuna. Það má heldur ekki vera svo að læknar hafi neitunarvald við setningu laga um dánaraðstoð. Dánaraðstoð er ekki einkamál lækna. Málið snertir mörg önnur svið, svo sem siðferði, réttindi og velferð sjúklinga og sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga. Því er nauðsynlegt að fá inn í umræðuna breiðari hóp sérfræðinga, svo sem hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, sálfræðinga, siðfræðinga og fulltrúa sjúklingahópa til að dýpka skilning og útvíkka umræðuna. Ekki nægilegt að aðeins örfáir læknar séu tilbúnir til að veita dánaraðstoð Í sjöunda lagi gagnrýnir greinarhöfundur hugmyndina um að nægilegt sé að hafa aðeins örfáa lækna á Íslandi sem séu tilbúnir að veita dánaraðstoð. Við viljum benda á að læknar hafa samviskufrelsi og geta neitað að veita dánaraðstoð ef það stríðir gegn þeirra persónulegu eða faglegu sannfæringu. Samkvæmt læknalögum nr. 53/1988 og lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 eiga heilbrigðisstarfsmenn rétt til að skorast undan störfum sem stangast á við trúarleg eða siðferðileg viðhorf þeirra, svo framarlega sem það hafi ekki áhrif á möguleika sjúklings til að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Það þurfa þar af leiðandi ekki allir læknar á Íslandi að vera tilbúnir til að veita dánaraðstoð. Einstaklingar geti ekki haft rétt á dánaraðstoð Í áttunda lagi efast Henry um að einstaklingar hafi rétt til að aðrir einstaklingar aðstoði þá við að deyja eða taka eigið líf. Lífsvirðing hefur aldrei haldið því fram að fólk hafi ótvíræðan rétt til dánaraðstoðar heldur er lögð áhersla á réttinn til að að óska eftir henni, sem er grundvallarmunnur. Beiðni um dánaraðstoð leiðir ekki sjálfkrafa til veitingar þjónustunnar. Dánaraðstoð kallar á viðurkenningu á persónufrelsi og sjálfsákvörðunarrétti einstaklings til að ráða yfir eigin lífi og líkama, sérstaklega þegar hann stendur frammi fyrir óbærilegum þjáningum eða ólæknandi sjúkdómi. Hún vekur upp grundvallarspurninguna um hver eigi lífið í brjósti okkar. Við sjálf, æðri máttarvöld, samfélagið sem við tilheyrum, ríkið eða læknar? Þessi spurning er kjarni umræðunnar um dánaraðstoð. Dánaraðstoð verði lausn við skorti á fullnægjandi heilbrigðisþjónustu Í níunda lagi gefur Henry í skyn að fólk biðji um eða fái dánaraðstoð vegna þess að stofnanir veiti ekki nægilega umönnun og stuðning. Hann vitnar í orð formanns MND félagsins á Íslandi sem segir að á „meðan ríki og sveitarfélög draga lappirnar við að aðstoða fólk við að lifa, þá vara ég við að opna á leið fyrir fólk að koma sér úr erfiðum skorti á umönnun með því að velja að deyja.“ Að sjálfsögðu er grundvallaratriði að tryggja að allir einstaklingar njóti viðeigandi umönnunar og stuðnings. Að halda fram að dánaraðstoð sé lausn við skorti á fullnægjandi heilbrigðisþjónustu eða aðferð til að spara útgjöld í heilbrigðiskerfinu er hræðsluáróður og ekki viðunandi innlegg í faglega umræðu. Löggjöf í löndum sem hafa lögleitt dánaraðstoð byggir á skýrum lagaramma og ströngum skilyrðum. Skortur á fullnægjandi heilbrigðisþjónustu eða umönnun telst ekki gild ástæða til að veita dánaraðstoð. Hvernig á umræðan um dánaraðstoð að fara fram? Umræðan um dánaraðstoð þarf að vera opinská, víðtæk og byggja á upplýstu samráði allra í samfélaginu. Gæta þarf að því að skapa ekki óvissu með óviðeigandi hugtakanotkun og afvegaleiða ekki umræðuna. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félags sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist á Vísi þann 7. maí síðastliðinn fjallar heimspekingurinn Henry Alexander Henrysson ítarlega um umræðuna um dánaraðstoð. Greinarhöfundur sér ástæðu til að nefna að hann sé vel að sér í málefnum dánaraðstoðar og gagnrýnir málflutning Lífsvirðingu sem hefur leitt umræðuna um málefnið undanfarin sjö ár. Við höfum nokkrar athugasemdir við umfjöllun hans og hugtakanotkun. Hvernig umræðan á ekki að vera Í fyrsta lagi telur greinarhöfundur umræðuna ekki á réttum nótum, sem er veruleg breyting frá því sem hann sagði í Pallborðsþætti á Vísi fyrir örfáum vikum. Hann leggur þó lítið til umræðunnar sjálfur annað en það hvernig hann telur ekki viðeigandi að nálgast hana. Faglegra hefði verið að leggja fram staðreyndir, rök og gagnrök, draga fram aðal- og aukaatriði, spyrja spurninga og leita svara. Þess í stað virðist megintilgangur greinarinnar vera að afmarka hvernig eigi að ræða dánaraðstoð á þeim forsendum sem greinarhöfundur telur réttastar. Gildishlaðin og óviðeigandi hugtakanotkun Í öðru lagi skilgreinir Henry dánaraðstoð sem regnhlífarhugtak yfir „líknardráp“ og „læknisaðstoð við sjálfsvíg“. Orðið líknardráp er afar gildishlaðið og yfirleitt notað í neikvæðum tilgangi af þeim sem eru andvígir dánaraðstoð. Það er ekki notað almennt í umræðunni í dag. Hugtakið „læknisaðstoð við sjálfsvíg“ er sömuleiðis ónákvæmt, óviðeigandi og hlutdrægt. Beiðni um að flýta fyrir andláti vegna lífsógnandi sjúkdóms eða óbærilegra þjáninga er á engan hátt hægt að jafna við sjálfsvíg sem er alltaf harmsaga og áfall. Dánaraðstoð og sjálfsvíg eru mjög ólík, bæði hugfræðilega, læknisfræðilega, siðferðilega og löglega. Meginmarkmið einstaklings sem biður um dánaraðstoð er að ljúka þjáningum og viðhalda mannlegri reisn. Hvort Henry sé með þessari orðræðu að tjá sínar persónulegar skoðanir á dánaraðstoð verður hann sjálfur að svara en hér mætti vanda betur til verka. Það fer illa saman að ætla að segja öðrum hvernig eigi að ræða faglega um viðkvæmt málefni en nota síðan sjálfur neikvæðustu orðræðuna. Ónákvæm hugtakanotkun getur afvegaleitt umræðuna. Þær athafnir læknis sem Henry vísar í og heyra undir dánaraðstoð eru annars vegar að læknir gefi lyf í æð sem hraðar andláti og hins vegar að einstaklingurinn innbyrði sjálfur lyfjablöndu í sama tilgangi. Umræðan geti ekki byggst á skoðanakönnunum Í þriðja lagi nefnir greinarhöfundur að umræðan geti ekki byggst á viðhorfs- eða skoðanakönnunum. Við erum sammála því enda væri það mjög sérstakt. Það verður hins vegar ekki horft fram hjá því að skoðanakannanir geta veitt mikilvæga innsýn, sérstaklega þegar um er að ræða siðferðileg og persónuleg málefni. Þær gefa kost á að greina langtímaþróun viðhorfa og hvernig almenningsálit mótast. Upplýsingar úr viðhorfskönnunum eru mikilvægar fyrir opinbera umræðu, ákvarðanatöku og myndun upplýstrar stefnu sem er í takt við gildi og viðmið samfélagsins. Viðhorfskannanir veittu sem dæmi mikilvægar upplýsingar þegar frumvarp um líffæragjöf var samið. Efasemdir um hæfni almennings til að að mynda sér skoðun Í fjórða lagi setur greinarhöfundur fram efasemdir um hæfni almennings til að mynda sér skoðun á dánaraðstoð. Þó að dánaraðstoð tengist siðferðilegum, læknisfræðilegum og lagalegum álitaefnum, er kjarni málsins í raun einfaldur, þ.e. að einstaklingar sem uppfylla skýr og ströng skilyrði geta óskað eftir slíkri aðstoð. Ef við treystum einstaklingum til að taka ábyrgar og meðvitaðar ákvarðanir um eigið líf alla ævina, ættum við ekki að draga í efa getu þeirra til að mynda sér skoðun á máli sem varðar þeirra eigin lífslok. Ekki megi byggja umræðuna eingöngu á reynslusögum Í fimmta lagi segir greinarhöfundur að umræðan um dánaraðstoð megi ekki byggja eingöngu á reynslusögum. Það er sérstakt að hann skuli velja að nefna þetta þar sem stjórnarmenn í Lífsvirðingu hafa skrifað og birt yfir 50 greinar um hinar ýmsu hliðar dánaraðstoðar og staðið fyrir ráðstefnum og málþingum með alþjóðlegum sérfræðingum. Við höfum lagt áherslu á að byggja umræðuna á vel rökkstuddum og faglegum grunni sem tekur m.a. mið af siðferðilegum, læknisfræðilegum og lagalegum þáttum. Við höfum fjallað um löggjöf og framkvæmd dánaraðstoðar í öðrum löndum sem og skilyrði og eftirlitskerfi sem tryggja að dánaraðstoð sé veitt á ábyrgan hátt. Reynslusögur höfum við notað til að varpa ljósi á tilfinningalega þætti og persónuleg áhrif sem er oft erfitt að mæla eða skilgreina með tölfræði. Samskipti okkar við fólk, bæði á fundum og í persónulegum skilaboðum, hafa gert okkur ljóst að margir hafa orðið vitni að miklum kvölum og ómanneskjulegu andláti fjölskyldumeðlima og vina. Reynslusögurnar varpa ljósi á þann harða veruleika sem sumir deyjandi einstaklingar upplifa og eru ein helsta ástæða þess að þeir óska eftir dánaraðstoð. Víðtækur stuðningur nauðsynlegur meðal lækna Í sjötta lagi bendir greinarhöfundur á nauðsyn víðtæks stuðnings og sáttar meðal lækna um dánaraðstoð. Við erum sammála því að breytingar á starfsháttum og siðareglum innan læknastéttarinnar eigi að endurspegla siðferðilegar og faglegar skoðanir meirihluta lækna. Viðhorfskannanir sem framkvæmdar voru 2021 og 2023 sýndu að meirihluti þeirra lækna sem tók þátt styður dánaraðstoð. Sambærilegar breytingar á viðhorfum lækna má einnig sjá í Finnlandi þar sem 54.5% þeirra lýsti yfir stuðningi við dánaraðstoð í könnun sem finnska læknafélagið framkvæmdi í upphafi árs 2024. Það er mikilvægt að árétta að þó að læknar séu lykilpersónur í framkvæmd dánaraðstoðar, eiga þeir ekki að einoka umræðuna. Það má heldur ekki vera svo að læknar hafi neitunarvald við setningu laga um dánaraðstoð. Dánaraðstoð er ekki einkamál lækna. Málið snertir mörg önnur svið, svo sem siðferði, réttindi og velferð sjúklinga og sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga. Því er nauðsynlegt að fá inn í umræðuna breiðari hóp sérfræðinga, svo sem hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, sálfræðinga, siðfræðinga og fulltrúa sjúklingahópa til að dýpka skilning og útvíkka umræðuna. Ekki nægilegt að aðeins örfáir læknar séu tilbúnir til að veita dánaraðstoð Í sjöunda lagi gagnrýnir greinarhöfundur hugmyndina um að nægilegt sé að hafa aðeins örfáa lækna á Íslandi sem séu tilbúnir að veita dánaraðstoð. Við viljum benda á að læknar hafa samviskufrelsi og geta neitað að veita dánaraðstoð ef það stríðir gegn þeirra persónulegu eða faglegu sannfæringu. Samkvæmt læknalögum nr. 53/1988 og lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 eiga heilbrigðisstarfsmenn rétt til að skorast undan störfum sem stangast á við trúarleg eða siðferðileg viðhorf þeirra, svo framarlega sem það hafi ekki áhrif á möguleika sjúklings til að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Það þurfa þar af leiðandi ekki allir læknar á Íslandi að vera tilbúnir til að veita dánaraðstoð. Einstaklingar geti ekki haft rétt á dánaraðstoð Í áttunda lagi efast Henry um að einstaklingar hafi rétt til að aðrir einstaklingar aðstoði þá við að deyja eða taka eigið líf. Lífsvirðing hefur aldrei haldið því fram að fólk hafi ótvíræðan rétt til dánaraðstoðar heldur er lögð áhersla á réttinn til að að óska eftir henni, sem er grundvallarmunnur. Beiðni um dánaraðstoð leiðir ekki sjálfkrafa til veitingar þjónustunnar. Dánaraðstoð kallar á viðurkenningu á persónufrelsi og sjálfsákvörðunarrétti einstaklings til að ráða yfir eigin lífi og líkama, sérstaklega þegar hann stendur frammi fyrir óbærilegum þjáningum eða ólæknandi sjúkdómi. Hún vekur upp grundvallarspurninguna um hver eigi lífið í brjósti okkar. Við sjálf, æðri máttarvöld, samfélagið sem við tilheyrum, ríkið eða læknar? Þessi spurning er kjarni umræðunnar um dánaraðstoð. Dánaraðstoð verði lausn við skorti á fullnægjandi heilbrigðisþjónustu Í níunda lagi gefur Henry í skyn að fólk biðji um eða fái dánaraðstoð vegna þess að stofnanir veiti ekki nægilega umönnun og stuðning. Hann vitnar í orð formanns MND félagsins á Íslandi sem segir að á „meðan ríki og sveitarfélög draga lappirnar við að aðstoða fólk við að lifa, þá vara ég við að opna á leið fyrir fólk að koma sér úr erfiðum skorti á umönnun með því að velja að deyja.“ Að sjálfsögðu er grundvallaratriði að tryggja að allir einstaklingar njóti viðeigandi umönnunar og stuðnings. Að halda fram að dánaraðstoð sé lausn við skorti á fullnægjandi heilbrigðisþjónustu eða aðferð til að spara útgjöld í heilbrigðiskerfinu er hræðsluáróður og ekki viðunandi innlegg í faglega umræðu. Löggjöf í löndum sem hafa lögleitt dánaraðstoð byggir á skýrum lagaramma og ströngum skilyrðum. Skortur á fullnægjandi heilbrigðisþjónustu eða umönnun telst ekki gild ástæða til að veita dánaraðstoð. Hvernig á umræðan um dánaraðstoð að fara fram? Umræðan um dánaraðstoð þarf að vera opinská, víðtæk og byggja á upplýstu samráði allra í samfélaginu. Gæta þarf að því að skapa ekki óvissu með óviðeigandi hugtakanotkun og afvegaleiða ekki umræðuna. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félags sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar