„Stöðvið stuldinn“-fáni á lóð dómara eftir árásina á þinghúsið Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2024 09:39 Samuel Alito, hæstaréttardómari, með spúsu sinni, Mörthu-Ann. Dómarinn sagði Fox News að nágranna þeirra væru „mjög pólitískir“ og að Martha-Ann hefði flaggað fánanum á hvolf í stuttan tíma til að svara móðgandi skiltum á lóð nágranna. AP/Pablo Martinez Monsivais Bandaríski fáninn blakti á hvolfi við heimili hæstaréttardómara dagana eftir að stuðningsmenn Donalds Trump réðust á þinghúsið fyrir þremur árum. Slíkur fáni var tákn stuðningsmannanna sem höfnuðu úrslitum forsetakosninganna en mál sumra þeirra eru nú á borði réttarins. Mótmælendur af bæði vinstri og hægri væng bandarískra stjórnmála hafa veifað bandaríska fánanum á hvolfi í gegnum tíðina. Andstæðingar Víetnamstríðsins flögguðu honum á sínum tíma og sömuleiðis hvítir þjóðernissinnar. Eftir forsetakosningarnar árið 2020 þar sem Trump hélt því ranglega fram að sigrinum hefði verið stolið af honum notuðu stuðningsmenn hans fánann á hvolfi í mótmælum sem náðu hámarki í árásinni mannskæðu á þinghúsið 6. janúar 2021. Innan við tveimur vikum eftir árásina á þinghúsið þar sem stuðningsmenn Trump reyndu að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu kosningasigur Joes Biden var fánanum flaggað á hvolfi við heimili Samuels Alito, hæstaréttardómara, í Alexandríu í Virginíu, rétt utan við Washington-borg. New York Times birti mynd af fánanum í síðustu viku. Alito, sem er einn íhaldssamasti dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna, viðurkenndi að fánanum hefði verið flaggað á hvolfi við heimili hans en hann hefði alls ekki komið nálægt því. Þess í stað hafi það verið Martha-Ann, eiginkona hans, sem hengdi fánann upp í skamman tíma í tengslum við nágrannaerjur. Þær erjur snerust meðal annars um skilti sem nágranni Alito-hjónanna hafði í sínum garði þar sem farið var ófögrum orðum um Trump. „Þetta gæti verið maki hans eða annar sem býr á heimili hans en hann ætti ekki að gafa þeta í garðinum sem skilaboð hans til heimsins,“ sagði Amanda Frost, lagaprófessor við Virginíuháskóla við New York Times. Flaggið jafngilti því að setja upp skilti með slagorði stuðningsmanna Trump „Stöðvum stuldinn“ í garðinum. Stuðningsmenn Trump í Georgíu með spjald sem á stendur „Stöðvið stuldinn“ rétt eftir kosningarnar í nóvember 2020. Trump hefur haldið því fram ranglega að kosningasvik hafi kostað hann sigur í Georgíu og nokkrum öðrum lykilríkjum.Vísir/EPA Spurningar um hlutlægni í kosningamálunum Fréttirnar af fánanum öfugsnúna hjá hæstaréttardómaranum vekja upp spurningar um hvort að Alito geti verið hlutlægur í málum sem rétturinn hefur á dagskrá sem tengjast árásinni á þinghúsið, að sögn AP-fréttastofunnar. Dómararnir þurfa á næstunni að taka afstöðu til mála stuðningsmanna Trump sem hafa verið ákærðir og sakfelldir fyrir árásina og fullyrðinga Trump um að hann njóti algerar friðhelgi fyrir saksókn sem fyrrverandi forseti. Dick Durbin, formaður dómsmálanefndar öldunadeildar Bandaríkjaþings og demókrati, kallaði eftir því að Alito viki í öllum málum sem tengjast kosningunum 2020 og árásinni á þinghúsið á föstudag. „Það að flagga bandaríska fánanum á hvolfi, tákni svokölluðu „Stöðvum stuldinn“-hreyfingarinnar, skapar klárlega ásýnd hlutdrægni,“ sagði Durbin. Tom Cotton, leiðtogi repúblikana í nefndinni, sagði frétt New York Times af fánanum hins vegar tilraun til þess að ógna hæstaréttardómurum. Minnsta traust í hálfa öld Hæstiréttur Bandaríkjanna naut framan af meira trausts en margar aðrar opinberar stofnanir en fjarað hefur undan því trausti á undanförnum árum. Dómarar þar eru í vaxandi mæli álitnir hlutdrægir og flokkspólitískir. Eftir að íhaldssamur meirihlutinn við réttinn afnam stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs árið 2022 mælist traust á Hæstaréttinum það minnsta í hálfa öld. Alito, sem var skipaður af George Bush yngri, var höfundur meirihlutaálitsins sem afnam réttinn til þungunarrofs. Alito er ekki fyrsti dómarinn sem er bendlaður við stoðlausar samsæriskenningar Trump um meint misferli í forsetakosningunum 2020. Ginni Thomas, eiginkona Clarence Thomas dómara, tók þannig virkan þátt í að reyna að hnekkja úrslitum kosninganna. Thomas hefur hafnað því að víkja í málum sem tengjast kosningunum. Hafa sjálfdæmi um hvort þeir fylgi siðareglum Sérfræðingar í dómskerfinu og siðfræðingar sem AP ræddi við segja að fáni Alito stríði gegn siðareglum dómara um að hlutlægni þeirra sé yfir allan vafa hafin. Charles Geyh, lagaprófessor við Indiana-háskóla, segir að þó að enginn sé laus við persónulegar skoðanir beri dómara skylda til að halda þeim í skefjum. „Það þýðir að þú básúnar ekki afstöðu þinni með því að draga hana að húni,“ segir Geyh. Hæstiréttur setti sér fyrst siðareglur í fyrra og þá í skugga uppljóstrana um að Thomas hefði þegið lúxusferðir og gjafir frá fjárhagslegum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Ekkert eftirlit er hins vegar með því að dómarar fari eftir þeim og þeir hafa sjálfdæmi um hvort þeir víki í einstökum málum vegna vanhæfis. Ekkert bendir til þess að Alito ætli að stíga til hliðar í málum sem tengjast kosningunum 2020. Hann var einn þriggja íhaldssamra dómara við réttinn sem vildu taka fyrir mál sem Trump höfðaði vegna kosninganna á sínum tíma. Hann virtist einnig opinn fyrir röksemdum Trump um að hann njóti algerrar friðhelgi gegn saksókn þegar mál hans var tekið fyrir nýlega. Þá er hann sagður líklegastur dómaranna til þess að komast að þeirri niðurstöðu að saksóknarar hafi gengið of langt þegar þeir sóttu stuðningsmenn Trump til saka fyrir árásina á þinghúsið. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Hæstiréttur Bandaríkjanna Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20 Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20 Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Mótmælendur af bæði vinstri og hægri væng bandarískra stjórnmála hafa veifað bandaríska fánanum á hvolfi í gegnum tíðina. Andstæðingar Víetnamstríðsins flögguðu honum á sínum tíma og sömuleiðis hvítir þjóðernissinnar. Eftir forsetakosningarnar árið 2020 þar sem Trump hélt því ranglega fram að sigrinum hefði verið stolið af honum notuðu stuðningsmenn hans fánann á hvolfi í mótmælum sem náðu hámarki í árásinni mannskæðu á þinghúsið 6. janúar 2021. Innan við tveimur vikum eftir árásina á þinghúsið þar sem stuðningsmenn Trump reyndu að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu kosningasigur Joes Biden var fánanum flaggað á hvolfi við heimili Samuels Alito, hæstaréttardómara, í Alexandríu í Virginíu, rétt utan við Washington-borg. New York Times birti mynd af fánanum í síðustu viku. Alito, sem er einn íhaldssamasti dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna, viðurkenndi að fánanum hefði verið flaggað á hvolfi við heimili hans en hann hefði alls ekki komið nálægt því. Þess í stað hafi það verið Martha-Ann, eiginkona hans, sem hengdi fánann upp í skamman tíma í tengslum við nágrannaerjur. Þær erjur snerust meðal annars um skilti sem nágranni Alito-hjónanna hafði í sínum garði þar sem farið var ófögrum orðum um Trump. „Þetta gæti verið maki hans eða annar sem býr á heimili hans en hann ætti ekki að gafa þeta í garðinum sem skilaboð hans til heimsins,“ sagði Amanda Frost, lagaprófessor við Virginíuháskóla við New York Times. Flaggið jafngilti því að setja upp skilti með slagorði stuðningsmanna Trump „Stöðvum stuldinn“ í garðinum. Stuðningsmenn Trump í Georgíu með spjald sem á stendur „Stöðvið stuldinn“ rétt eftir kosningarnar í nóvember 2020. Trump hefur haldið því fram ranglega að kosningasvik hafi kostað hann sigur í Georgíu og nokkrum öðrum lykilríkjum.Vísir/EPA Spurningar um hlutlægni í kosningamálunum Fréttirnar af fánanum öfugsnúna hjá hæstaréttardómaranum vekja upp spurningar um hvort að Alito geti verið hlutlægur í málum sem rétturinn hefur á dagskrá sem tengjast árásinni á þinghúsið, að sögn AP-fréttastofunnar. Dómararnir þurfa á næstunni að taka afstöðu til mála stuðningsmanna Trump sem hafa verið ákærðir og sakfelldir fyrir árásina og fullyrðinga Trump um að hann njóti algerar friðhelgi fyrir saksókn sem fyrrverandi forseti. Dick Durbin, formaður dómsmálanefndar öldunadeildar Bandaríkjaþings og demókrati, kallaði eftir því að Alito viki í öllum málum sem tengjast kosningunum 2020 og árásinni á þinghúsið á föstudag. „Það að flagga bandaríska fánanum á hvolfi, tákni svokölluðu „Stöðvum stuldinn“-hreyfingarinnar, skapar klárlega ásýnd hlutdrægni,“ sagði Durbin. Tom Cotton, leiðtogi repúblikana í nefndinni, sagði frétt New York Times af fánanum hins vegar tilraun til þess að ógna hæstaréttardómurum. Minnsta traust í hálfa öld Hæstiréttur Bandaríkjanna naut framan af meira trausts en margar aðrar opinberar stofnanir en fjarað hefur undan því trausti á undanförnum árum. Dómarar þar eru í vaxandi mæli álitnir hlutdrægir og flokkspólitískir. Eftir að íhaldssamur meirihlutinn við réttinn afnam stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs árið 2022 mælist traust á Hæstaréttinum það minnsta í hálfa öld. Alito, sem var skipaður af George Bush yngri, var höfundur meirihlutaálitsins sem afnam réttinn til þungunarrofs. Alito er ekki fyrsti dómarinn sem er bendlaður við stoðlausar samsæriskenningar Trump um meint misferli í forsetakosningunum 2020. Ginni Thomas, eiginkona Clarence Thomas dómara, tók þannig virkan þátt í að reyna að hnekkja úrslitum kosninganna. Thomas hefur hafnað því að víkja í málum sem tengjast kosningunum. Hafa sjálfdæmi um hvort þeir fylgi siðareglum Sérfræðingar í dómskerfinu og siðfræðingar sem AP ræddi við segja að fáni Alito stríði gegn siðareglum dómara um að hlutlægni þeirra sé yfir allan vafa hafin. Charles Geyh, lagaprófessor við Indiana-háskóla, segir að þó að enginn sé laus við persónulegar skoðanir beri dómara skylda til að halda þeim í skefjum. „Það þýðir að þú básúnar ekki afstöðu þinni með því að draga hana að húni,“ segir Geyh. Hæstiréttur setti sér fyrst siðareglur í fyrra og þá í skugga uppljóstrana um að Thomas hefði þegið lúxusferðir og gjafir frá fjárhagslegum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Ekkert eftirlit er hins vegar með því að dómarar fari eftir þeim og þeir hafa sjálfdæmi um hvort þeir víki í einstökum málum vegna vanhæfis. Ekkert bendir til þess að Alito ætli að stíga til hliðar í málum sem tengjast kosningunum 2020. Hann var einn þriggja íhaldssamra dómara við réttinn sem vildu taka fyrir mál sem Trump höfðaði vegna kosninganna á sínum tíma. Hann virtist einnig opinn fyrir röksemdum Trump um að hann njóti algerrar friðhelgi gegn saksókn þegar mál hans var tekið fyrir nýlega. Þá er hann sagður líklegastur dómaranna til þess að komast að þeirri niðurstöðu að saksóknarar hafi gengið of langt þegar þeir sóttu stuðningsmenn Trump til saka fyrir árásina á þinghúsið.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Hæstiréttur Bandaríkjanna Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20 Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20 Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20
Íhaldsöfl við völd í Hæstarétti Bandaríkjanna Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri. 9. júlí 2022 07:20
Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23