Vitnaleiðslum lokið án framburðar Trump Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2024 15:04 Donald Trump Trump með verjanda sínum Todd Blanche í réttarsal í New York. Blanche sagði ekkert ólöglegt við að fá götublað til að hjálpa framboði að drepa óþægilegar fréttir. AP/Dave Sanders/The New York Times Verjendur Donalds Trump luku við að kalla til vitni í þagnargreiðslumálinu í New York í dag. Trump bar ekki vitni í málinu þrátt fyrir að hann hefði fullyrt að hann ætlaði sér „algerlega“ að gera það áður en réttarhöldin hófust. Kviðdómur í málinu var sendur heim eftir að vitnaleiðslum lauk í dag. Hann verður kallaður næst saman fyrir málflutningsræður sækjenda og verjenda eftir viku, að sögn AP-fréttastofunnar. Trump svaraði ekki spurningum fréttamanna um af hverju hann bæri ekki vitni á leið sinni úr dómshúsinu. Hann sagði í síðasta mánuði að hann ætlaði algerlega að bera vitni. „Ég ætla að bera vitni. Ég segi sannleikann. Ég meina, það eina sem ég get gert er að segja satt og sannleikurinn er að það er ekkert mál hér,“ sagði hann 12. apríl. Málið gegn Trump í New York er söguleg því þetta er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. Trump er ákærður fyrir skjalafals til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til klámstjörnu rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Vitni ákæruvaldsins lýstu því að Trump hefði gert samkomulag við þáverandi útgefanda götublaðs um að þagga niður óþægilegar frásagnir sem gætu skaðað forsetaframboð hans. Michael Cohen, þáverandi hægrihandarmaður Trump, sagðist hafa greitt Stormy Daniels, klámstjörnu sem sagðist hafa sængað hjá Trump, til þess að tryggja þögn hennar. Endurgreiðslur Trump-fyrirtækisins til hans hafi síðan verið dulbúnar sem „lögfræðikostnaður“. Verjendur drógu upp þá mynd af Cohen að hann væri lyginn glæpamaður sem væri ekki treystandi. Cohen hlaut fangelsisdóm fyrir sinn þátt í þagnargreiðslunni til Daniels á sínum tíma og fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi um ótengt mál sem varðaði fyrirtæki Trump. Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Bendlaði Trump beint við þagnargreiðslurnar Fyrrverandi hægrihandarmaður Donalds Trump sagði fyrrverandi forsetinn hefði verið virkur þátttakandi í að greiða konum til að þegja um meinta kynlífsfundi þegar hann bar vitni fyrir dómi í gær. Hann sagðist jafnframt hafa logið og ógnað fólki fyrir hönd Trump. 14. maí 2024 09:09 Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Þegar Stormy Daniels, fyrrverandi klámleikkona, bar vitni í einu málanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær kvartaði dómarinn yfir því að Trump blótaði í dómsal og virtist reyna að ógna Daniels. Í dómsal lýsti Daniels meintum kynlífsathöfnum þeirra ítarlega. Of ítarlega á köflum, að mati dómarans. 8. maí 2024 10:43 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Kviðdómur í málinu var sendur heim eftir að vitnaleiðslum lauk í dag. Hann verður kallaður næst saman fyrir málflutningsræður sækjenda og verjenda eftir viku, að sögn AP-fréttastofunnar. Trump svaraði ekki spurningum fréttamanna um af hverju hann bæri ekki vitni á leið sinni úr dómshúsinu. Hann sagði í síðasta mánuði að hann ætlaði algerlega að bera vitni. „Ég ætla að bera vitni. Ég segi sannleikann. Ég meina, það eina sem ég get gert er að segja satt og sannleikurinn er að það er ekkert mál hér,“ sagði hann 12. apríl. Málið gegn Trump í New York er söguleg því þetta er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. Trump er ákærður fyrir skjalafals til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til klámstjörnu rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Vitni ákæruvaldsins lýstu því að Trump hefði gert samkomulag við þáverandi útgefanda götublaðs um að þagga niður óþægilegar frásagnir sem gætu skaðað forsetaframboð hans. Michael Cohen, þáverandi hægrihandarmaður Trump, sagðist hafa greitt Stormy Daniels, klámstjörnu sem sagðist hafa sængað hjá Trump, til þess að tryggja þögn hennar. Endurgreiðslur Trump-fyrirtækisins til hans hafi síðan verið dulbúnar sem „lögfræðikostnaður“. Verjendur drógu upp þá mynd af Cohen að hann væri lyginn glæpamaður sem væri ekki treystandi. Cohen hlaut fangelsisdóm fyrir sinn þátt í þagnargreiðslunni til Daniels á sínum tíma og fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi um ótengt mál sem varðaði fyrirtæki Trump.
Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Bendlaði Trump beint við þagnargreiðslurnar Fyrrverandi hægrihandarmaður Donalds Trump sagði fyrrverandi forsetinn hefði verið virkur þátttakandi í að greiða konum til að þegja um meinta kynlífsfundi þegar hann bar vitni fyrir dómi í gær. Hann sagðist jafnframt hafa logið og ógnað fólki fyrir hönd Trump. 14. maí 2024 09:09 Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Þegar Stormy Daniels, fyrrverandi klámleikkona, bar vitni í einu málanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær kvartaði dómarinn yfir því að Trump blótaði í dómsal og virtist reyna að ógna Daniels. Í dómsal lýsti Daniels meintum kynlífsathöfnum þeirra ítarlega. Of ítarlega á köflum, að mati dómarans. 8. maí 2024 10:43 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Bendlaði Trump beint við þagnargreiðslurnar Fyrrverandi hægrihandarmaður Donalds Trump sagði fyrrverandi forsetinn hefði verið virkur þátttakandi í að greiða konum til að þegja um meinta kynlífsfundi þegar hann bar vitni fyrir dómi í gær. Hann sagðist jafnframt hafa logið og ógnað fólki fyrir hönd Trump. 14. maí 2024 09:09
Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Þegar Stormy Daniels, fyrrverandi klámleikkona, bar vitni í einu málanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær kvartaði dómarinn yfir því að Trump blótaði í dómsal og virtist reyna að ógna Daniels. Í dómsal lýsti Daniels meintum kynlífsathöfnum þeirra ítarlega. Of ítarlega á köflum, að mati dómarans. 8. maí 2024 10:43