Skönnuðu Aldísi frá toppi til táar og gleymdu ekki tönnunum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. maí 2024 10:01 Aldís í hlutverki sínu sem Ástríður. Aldís Amah Hamilton leikkona fer með stórt hlutverk í tölvuleiknum Senua's Saga: Hellblade 2 sem er nýkominn út. Hún lýsir magnaðri lífsreynslu og ótrúlegri för í einn stærsta líkamsskanna í heimi þar sem hún var skönnuð frá toppi til táar og ekkert skilið eftir, ekki einu sinni tennurnar hennar. Leikurinn gerist í fantasíuveröld á Íslandi á tíundu öld og er sagður vera ástaróður til landsins. „Þetta er heljarinnar ferli. Ég hef oft verið spurð: „Já ert þú röddin?“ eða „Já ókei, fengu þau að nota andlitið þitt?“ En þetta er nefnilega ekki bara það, heldur leik ég allt saman fýsískt fyrir utan áhættuatriðin,“ segir Aldís Amah í samtali við Vísi. Hún segist ekki hafa búist við því að vinnan við leikinn yrði eins dásamleg og raun ber vitni en Leikjafyrirtækið Ninja Theory framleiðir leikinn fyrir Xbox og PC. Höfundur leiksins Tameem Antoniades fékk hugmyndina að gera framhald af leik sínum Senua's Saga: Hellblade þegar hann var á ferð um Ísland fyrir örfáum árum síðan. Senua er aðalpersóna leiksins og er stríðskona frá Orkneyjum. Í fyrri leiknum yfirgaf hún eyjarnar eftir að víkingar brenndu þorp hennar og myrtu nánast alla sem þar bjuggu. Markmið hennar var að bjarga sál kærasta síns en leikurinn átti einnig að endurspegla baráttu fólks við geðræn vandamál. Hissa á að sjá Guðmund Aldís fer með hlutverk Ástríðar sem Senua hittir á förnum vegi og þarf að aðstoða þar sem dularfullur risi gerir henni og hennar fólki lífið leitt. Aldís fór í nokkrar prufur í gegnum fjarskiptaforrit áður en hún hreppti hlutverkið. Hún er ekki eini Íslendingurinn sem kemur að gerð leiksins en Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari fer einnig með stórt hlutverk í leiknum. Hann er reynslubolti og hefur meðal annars leikið í Assasins Creed: Valhalla. „Ég fékk hlutverkið og þá var bara keyptur handa mér flugmiði nokkrum klukkutímum áður en ég átti að fljúga út á samlestur. Þetta var í desember 2022 og þá hitti ég samleikara mína í fyrsta sinn og þá kom í ljós að Guðmundur Ingi var með mér í þessu. Við höfðum ekki hugmynd um hvort annað þegar við vorum þarna allt í einu bæði mætt til Cambridge í Bretlandi.“ Aldís segir ferlið hafa verið það besta og hópurinn sem hafi unnið við gerð leiksins yndislegan. Þýska leikkonan Melina Juergens fer með aðalhlutverkið í leiknum, hlutverk Senua, og segir Aldís að þeim hafi strax orðið vel til vina. „Ég er búin að mynda rosalega nánar tengingar við aðra starfsmenn sem voru þarna. Sem er bara ótrúlega dýrmætt. Þetta var allt öðruvísi, ég hafði ekkert endilega búist við því að þetta yrði svona yndislegt.“ Aldís og Melina Juergens en Melina fer með aðhlutverkið í leiknum sem sjálf Senua. Fékk að ráða ferðinni með Ástríði Aldís segist hafa fengið mikið frelsi frá framleiðendum leiksins til þess að skapa persónu sína Ástríði. Ástríður er eina kvenpersóna leiksins fyrir utan sjálfa Senua. „Það var mikil samsköpun í þessu sem er ofsalega fallegt. Ég fékk að koma með mjög mikið að borðinu og skrifaði svona litla ritgerð um hvernig ég ímyndaði mér forsögu hennar. Það var ofsalega vel tekið í það.“ Hún segir framleiðendur leiksins hafa borið mikla virðingu fyrir Íslandi og viljað negla allt sem tengist landinu, meðal annars íslenskum framburði leikara. Hún og Gummi hafi gert sitt til að aðstoða þar sem Íslendingar og meðal annars kennt þeim hvernig á að bera fram orðið „draugur.“ Aldís sem Ástríður í leiknum. Aldís nefnir leikstjóra leiksins Lauru Dernham í þessu samhengi. Hún rifjar upp að við samlestur handrits leiksins hafi það borist í tal að mamma hennar, Alda Sigmundsdóttir, sé rithöfundur. Hún hafi skrifað bækur um íslenska menningu og til að mynda um huldufólk þar sem hún kveði niður mýtuna um að huldufólkið sé í raun bara krúttlegir dvergar eða dúllulegir álfar. „Þá segir Laura: Bíddu fyrirgefðu, hvað heitir mamma þín? Ég segi henni það og fæ bara: „Bíddu, ég er með bókina hennar á borðinu mínu!“ Þannig að þessi heimur er svo lítill.“ Tameem Antoniades, einn stofnanda Ninja Theory, ræðir ferð sína til Íslands og ákvörðunina um að gera landið að sögusviði leiksins hér að neðan í myndbandi frá því árið 2020. Æðar í augum og allt skannað Notast var við motion capture tækni við hönnun leiksins og Aldís því að leika í stúdíói. Áður höfðu framleiðendur leiksins ferðast til Íslands, tekið myndir, hljóð og margt fleira og skannað landið þannig inn í leikinn. Aldís hefur reynslu af því að leika í tölvuleik og mun fara með hlutverk í Echoes of the End, íslenskum tölvuleik úr smiðju Myrkur Games sem enn er óútkominn. Hún segir magnað að finna hve mikill samhugur er í tölvuleikjabransanum. „Þannig ég hef reynslu af því að vinna í þessu umhverfi og ég varð mjög spennt þegar ég komst að því að ég væri að fara að vinna fyrir þetta fyrirtæki því ég veit að við hjá Myrkur við höfum litið mjög upp til Ninja Theory,“ segir Aldís. Hún segist hlæjandi fyrst hafa verið óviss hvort hún mætti í raun leika í tveimur tölvuleikjum á sama tíma. Aldís segir fegurð Íslands í leiknum mikla en það eina sem leikarar sáu var stúdíó leiksins. „Af því að þetta er svo nýtt, sérstaklega fyrir okkur á Íslandi og samningarnir af allt öðrum skala en maður er vanur. Þetta er efni sem endist út ævina og þú í rauninni þarft að selja réttinn af útlitinu þínu, því það er ekki lengur bara þannig að þú mætir og leikur og að það sé ekki hægt að breyta neinu. Núna er hægt að breyta og hægt að láta mig gera allskonar hluti sem ég er ekkert að gera.“ Aldís segist þannig hafa verið send til Serbíu í einn stærsta og fullkomnasta líkamsskanna í heimi. Tennurnar hennar og augu hafi auk þess verið skönnuð inn. „Þannig það eru æðar í augunum á mér sem sjást og allar freknur og hrukkur og allt skilar sér í leikinn. Svo er fyndið að á þessum tíma þegar ég fór í tannskannann þá var ég með góm og ekki með framtennur og við skönnuðum það líka inn til öryggis,“ segir Aldís hlæjandi. „Ég er ekki búin að spila leikinn sjálf, þannig ég veit ekki hvort það er sena þar sem ég missi tennurnar, en okkur fannst fyndið að geta átt möguleikann á því að Ástríður væri tannlaus á einhverjum tímapunkti.“ Leikjavísir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„Þetta er heljarinnar ferli. Ég hef oft verið spurð: „Já ert þú röddin?“ eða „Já ókei, fengu þau að nota andlitið þitt?“ En þetta er nefnilega ekki bara það, heldur leik ég allt saman fýsískt fyrir utan áhættuatriðin,“ segir Aldís Amah í samtali við Vísi. Hún segist ekki hafa búist við því að vinnan við leikinn yrði eins dásamleg og raun ber vitni en Leikjafyrirtækið Ninja Theory framleiðir leikinn fyrir Xbox og PC. Höfundur leiksins Tameem Antoniades fékk hugmyndina að gera framhald af leik sínum Senua's Saga: Hellblade þegar hann var á ferð um Ísland fyrir örfáum árum síðan. Senua er aðalpersóna leiksins og er stríðskona frá Orkneyjum. Í fyrri leiknum yfirgaf hún eyjarnar eftir að víkingar brenndu þorp hennar og myrtu nánast alla sem þar bjuggu. Markmið hennar var að bjarga sál kærasta síns en leikurinn átti einnig að endurspegla baráttu fólks við geðræn vandamál. Hissa á að sjá Guðmund Aldís fer með hlutverk Ástríðar sem Senua hittir á förnum vegi og þarf að aðstoða þar sem dularfullur risi gerir henni og hennar fólki lífið leitt. Aldís fór í nokkrar prufur í gegnum fjarskiptaforrit áður en hún hreppti hlutverkið. Hún er ekki eini Íslendingurinn sem kemur að gerð leiksins en Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari fer einnig með stórt hlutverk í leiknum. Hann er reynslubolti og hefur meðal annars leikið í Assasins Creed: Valhalla. „Ég fékk hlutverkið og þá var bara keyptur handa mér flugmiði nokkrum klukkutímum áður en ég átti að fljúga út á samlestur. Þetta var í desember 2022 og þá hitti ég samleikara mína í fyrsta sinn og þá kom í ljós að Guðmundur Ingi var með mér í þessu. Við höfðum ekki hugmynd um hvort annað þegar við vorum þarna allt í einu bæði mætt til Cambridge í Bretlandi.“ Aldís segir ferlið hafa verið það besta og hópurinn sem hafi unnið við gerð leiksins yndislegan. Þýska leikkonan Melina Juergens fer með aðalhlutverkið í leiknum, hlutverk Senua, og segir Aldís að þeim hafi strax orðið vel til vina. „Ég er búin að mynda rosalega nánar tengingar við aðra starfsmenn sem voru þarna. Sem er bara ótrúlega dýrmætt. Þetta var allt öðruvísi, ég hafði ekkert endilega búist við því að þetta yrði svona yndislegt.“ Aldís og Melina Juergens en Melina fer með aðhlutverkið í leiknum sem sjálf Senua. Fékk að ráða ferðinni með Ástríði Aldís segist hafa fengið mikið frelsi frá framleiðendum leiksins til þess að skapa persónu sína Ástríði. Ástríður er eina kvenpersóna leiksins fyrir utan sjálfa Senua. „Það var mikil samsköpun í þessu sem er ofsalega fallegt. Ég fékk að koma með mjög mikið að borðinu og skrifaði svona litla ritgerð um hvernig ég ímyndaði mér forsögu hennar. Það var ofsalega vel tekið í það.“ Hún segir framleiðendur leiksins hafa borið mikla virðingu fyrir Íslandi og viljað negla allt sem tengist landinu, meðal annars íslenskum framburði leikara. Hún og Gummi hafi gert sitt til að aðstoða þar sem Íslendingar og meðal annars kennt þeim hvernig á að bera fram orðið „draugur.“ Aldís sem Ástríður í leiknum. Aldís nefnir leikstjóra leiksins Lauru Dernham í þessu samhengi. Hún rifjar upp að við samlestur handrits leiksins hafi það borist í tal að mamma hennar, Alda Sigmundsdóttir, sé rithöfundur. Hún hafi skrifað bækur um íslenska menningu og til að mynda um huldufólk þar sem hún kveði niður mýtuna um að huldufólkið sé í raun bara krúttlegir dvergar eða dúllulegir álfar. „Þá segir Laura: Bíddu fyrirgefðu, hvað heitir mamma þín? Ég segi henni það og fæ bara: „Bíddu, ég er með bókina hennar á borðinu mínu!“ Þannig að þessi heimur er svo lítill.“ Tameem Antoniades, einn stofnanda Ninja Theory, ræðir ferð sína til Íslands og ákvörðunina um að gera landið að sögusviði leiksins hér að neðan í myndbandi frá því árið 2020. Æðar í augum og allt skannað Notast var við motion capture tækni við hönnun leiksins og Aldís því að leika í stúdíói. Áður höfðu framleiðendur leiksins ferðast til Íslands, tekið myndir, hljóð og margt fleira og skannað landið þannig inn í leikinn. Aldís hefur reynslu af því að leika í tölvuleik og mun fara með hlutverk í Echoes of the End, íslenskum tölvuleik úr smiðju Myrkur Games sem enn er óútkominn. Hún segir magnað að finna hve mikill samhugur er í tölvuleikjabransanum. „Þannig ég hef reynslu af því að vinna í þessu umhverfi og ég varð mjög spennt þegar ég komst að því að ég væri að fara að vinna fyrir þetta fyrirtæki því ég veit að við hjá Myrkur við höfum litið mjög upp til Ninja Theory,“ segir Aldís. Hún segist hlæjandi fyrst hafa verið óviss hvort hún mætti í raun leika í tveimur tölvuleikjum á sama tíma. Aldís segir fegurð Íslands í leiknum mikla en það eina sem leikarar sáu var stúdíó leiksins. „Af því að þetta er svo nýtt, sérstaklega fyrir okkur á Íslandi og samningarnir af allt öðrum skala en maður er vanur. Þetta er efni sem endist út ævina og þú í rauninni þarft að selja réttinn af útlitinu þínu, því það er ekki lengur bara þannig að þú mætir og leikur og að það sé ekki hægt að breyta neinu. Núna er hægt að breyta og hægt að láta mig gera allskonar hluti sem ég er ekkert að gera.“ Aldís segist þannig hafa verið send til Serbíu í einn stærsta og fullkomnasta líkamsskanna í heimi. Tennurnar hennar og augu hafi auk þess verið skönnuð inn. „Þannig það eru æðar í augunum á mér sem sjást og allar freknur og hrukkur og allt skilar sér í leikinn. Svo er fyndið að á þessum tíma þegar ég fór í tannskannann þá var ég með góm og ekki með framtennur og við skönnuðum það líka inn til öryggis,“ segir Aldís hlæjandi. „Ég er ekki búin að spila leikinn sjálf, þannig ég veit ekki hvort það er sena þar sem ég missi tennurnar, en okkur fannst fyndið að geta átt möguleikann á því að Ástríður væri tannlaus á einhverjum tímapunkti.“
Leikjavísir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira