Lífið

Einn stofn­enda Train er látinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Charlie Colin var 58 ára gamall.
Charlie Colin var 58 ára gamall. Getty/Rodrigo Vaz

Charlie Colin, bassaleikari og einn stofnanda hljómsveitarinnar Train, er látinn. Hann var 58 ára gamall en hann er sagður hafa látist af slysförum.

TMZ hefur eftir móður Colin að hann hafi verið að passa hús vina sinna í Brussel í Belgíu, þar sem hann hefur búið og kennt tónlist. Svo virðist sem hann hafi fallið í sturtu en óljóst er hvenær hann dó. Eigendur hússins eru sagðir hafa komið að honum látnum í síðustu viku.

Colin er hvað þekktastur fyrir að spila í hljómsveitinni Train, sem hann stofnaði ásamt þeim Rob Hotchkiss, Pat Monahan, Jimmy Stafford og Scott Underwood. Þekktustu lög þeirra eru Drops of Jupiter, Hey, soul sister og Meet Virginia.

Colin yfirgaf Train árið 2003, ári eftir að hljómsveitin vann til tveggja Grammy-verðlauna, en þá átti hann í vandræðum með notkun fíkniefna.

Eftir að hann hætti í Train spilaði hann í hljómsveitum eins og Food Pill, Painbirds og The side deal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.