Jón sendir valgreiðslukröfur í heimabanka stuðningsmanna sinna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. maí 2024 10:15 Jón ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur fyrir kappræður forsetaefnanna á Stöð 2. Vísir/Vilhelm Forsetaframboð Jóns Gnarr hefur sent út valgreiðslukröfur í heimabanka stuðningsmanna en um er að ræða reikninga sem fólk getur valið að greiða eða greiða ekki. Jón Greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni, þar sem hann segir gríðarlega kostnaðarsamt að bjóða sig fram til forseta og hann sé þakklátur fyrir allan stuðning. „Ef þú hefur fengið valkröfu og ert aflögufær, þá þætti mér afar vænt um það. Ef þú getur ekki styrkt mig þá skil ég það líka og bið þig að gleyma þessum seðli,“ segir Jón. Þá biðst hann afsökunar ef valgreiðslukrafan hefur valdið fólki hugarangri eða óþægindum. Ekki liggur fyrir eins og er hversu miklum fjárhæðum forsetaframbjóðendur hafa varið til kosningabaráttunnar en á heimasíðu Meta, eiganda Facebook, má finna upplýsingar um hversu miklu þeir hafa varið til auglýsinga á miðlinum. Þar ber Ástþór Magnússon höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur en hann hefur samkvæmt samantekt Meta varið yfir 9 milljónum í auglýsingar, þar af milljón í síðustu viku. Halla Hrund Logadóttir hefur keypt auglýsingar af Facebook fyrir um 450 þúsund krónur og Halla Tómasdóttir og Baldur Þórhallson fyrir yfir 300 þúsund krónur. Katrín Jakobsdóttir hefur greitt um það bil 40 þúsund krónur fyrir auglýsingar á miðlinum og Jón Gnarr fyrir um 55 þúsund krónur. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Jón Greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni, þar sem hann segir gríðarlega kostnaðarsamt að bjóða sig fram til forseta og hann sé þakklátur fyrir allan stuðning. „Ef þú hefur fengið valkröfu og ert aflögufær, þá þætti mér afar vænt um það. Ef þú getur ekki styrkt mig þá skil ég það líka og bið þig að gleyma þessum seðli,“ segir Jón. Þá biðst hann afsökunar ef valgreiðslukrafan hefur valdið fólki hugarangri eða óþægindum. Ekki liggur fyrir eins og er hversu miklum fjárhæðum forsetaframbjóðendur hafa varið til kosningabaráttunnar en á heimasíðu Meta, eiganda Facebook, má finna upplýsingar um hversu miklu þeir hafa varið til auglýsinga á miðlinum. Þar ber Ástþór Magnússon höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur en hann hefur samkvæmt samantekt Meta varið yfir 9 milljónum í auglýsingar, þar af milljón í síðustu viku. Halla Hrund Logadóttir hefur keypt auglýsingar af Facebook fyrir um 450 þúsund krónur og Halla Tómasdóttir og Baldur Þórhallson fyrir yfir 300 þúsund krónur. Katrín Jakobsdóttir hefur greitt um það bil 40 þúsund krónur fyrir auglýsingar á miðlinum og Jón Gnarr fyrir um 55 þúsund krónur.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira